Enski boltinn

Xhaka gerður að fyrir­liða tveimur vikum eftir að hann var keyptur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Granit Xhaka með fyrirliðabandið.
Granit Xhaka með fyrirliðabandið. getty/Ian Horrocks

Granit Xhaka hefur verið útnefndur fyrirliði Sunderland aðeins tveimur vikum eftir að félagið keypti hann frá Bayer Leverkusen.

Xhaka þekkir vel til á Englandi en hann lék með Arsenal á árunum 2016-23 og var um tíma fyrirliði liðsins. Hann er einnig fyrirliði svissneska landsliðsins og nú kominn með fyrirliðabandið hjá nýliðum Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er ótrúlega stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs. Ég vona að ég geti sýnt leiðtogahæfni mína innan vallar sem utan. Að vera hluti af sögu Sunderland, meðal annars þeirra sem hafa verið fyrirliðar hér, er heiður. Fólk sem þekkir mig veit nákvæmlega hvað það fær. Ég er kröfuharður og sigurvegari og býst við því sama hjá liðsfélögum mínum,“ sagði Xhaka.

Sunderland vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir átta ára fjarveru með því að vinna Sheffield United í úrslitaleik umspils á Wembley síðasta vor.

Xhaka og félagar taka á móti West Ham United í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×