Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2025 22:31 Skjáskot úr myndböndum JNIM. Að minnsta kosti þrír rússneskir málaliðar Africa Corps féllu í umsátri vígamanna sem tengjast Al-Qaeda í Malí í upphafi mánaðarins. Þetta er fyrsta staðfesta mannfallið meðal Rússa frá því Africa Corps, sem rekið er af leyniþjónustu rússneska hersins (GRU), tók við af málaliðahópnum Wagner Group. Vígamenn hóps sem kallast Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sátu fyrir bílalest Africa Corps og malíska hersins þann 1. ágúst. Síðan þá hafa myndbönd af umsátrinu verið birt á netinu og sýna þau að minnsta kosti þrjú lík hvítra manna, samkvæmt frétt France24. Nokkrum sinnum í þessum myndböndum má heyra vígamenn JNIM tala um „Wagner-liða“. Málaliðar á vegum rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín eru þó farnir eða vinna fyrir Africa Corps. Málaliðar Wagner fóru fyrst til Malí í lok árs 2021, eftir að frönskum hermönnum var gert að yfirgefa landið í kjölfar tveggja mismunand valdarána hermanna. Prígósjín dó svo eins og frægt er árið 2023, þegar sprenging varð um borð í flugvél hans skammt frá Moskvu. Þangað hafði auðjöfurinn ferðast til að reyna að halda stjórn á veldi sínu og málaliðahópnum eftir misheppnaða uppreisn hans gegn Pútín sumarið 2023. Africa Corps hefur tekið yfir viðskipti Wagner víðsvegar um Afríku. Það gerðist svo í Malí fyrr í sumar. Sjá einnig: Wagner yfirgefur Malí í skugga mikilla árása Eftir umsátrið sendu leiðtogar JNIM út yfirlýsingu um að þeir hefðu lagt hald á eitt farartæki, sextán Kalashnikov riffla, vélbyssur, skotfæri og önnur hergögn. Rússneskir herbloggarar hafa einnig gagnrýnt Africa Corps eftir umsátrið. Einn þeirra vinsælustu sakaði forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands um að vanmeta hættuna í Afríku. Aukin umsvif og fleiri árásir Umsvif JNIM í Malí hafa aukist töluvert að undanförnu og árásum fjölgað til muna. Sérfræðingar hugveitunnar ACLED segja fjölgun árása og umfang þeirra sýna fram á að geta hryðjuverkasamtakanna hafi aukist til muna og eru vígamenn sagðir hafa sett upp vegatálma kringum tvær borgir í landinu. Árásirnar og ofbeldið, auk mannrána á erlendum verkamönnum, hefur leitt til þess að Kínverjar eru hættir námuvinnslu í Malí. JNIM intensified operations in #Mali’s southern regions in July, with violence up over 44% in Segou and 175% in Kayes. Blockades around Kayes city & Niono town, plus attacks on key industries, led China to suspend gold mining operations on 2 Aug. More: https://t.co/BfgOIv0uyS pic.twitter.com/tQSvlIOTEg— ACLED (@ACLEDINFO) August 14, 2025 Hryðjuverkamenn sem tengjast Íslamska ríkinu (IS-S) eru einnig virkir í Malí, eins og JNIM, en báðir hópar eru virkir víða um Sahelsvæðið. Í Malí berjast einnig Túaregar sem barist hafa um árabil fyrir eigin ríki í eyðimörkinni í norðurhluta landsins. Þessi hópur kallast FLA. Sjá einnig: Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu svokallaða en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Vilja taka við af Wagner og fá peninga Africa Corps hefur nú tekið yfir samninga Wagner Group í öllum ríkjum Afríku þar sem Rússar eru með viðveru, að Mið-Afríkulýðveldinu undanskildu. Fregnir bárust af því á dögunum að ráðamenn í Moskvu hafi krafist þess að ráðamönnum í Bangui, höfuðborgi Mið-Afríkulýðveldisins, að ríkið hætti viðskiptum við Wagner og að málaliðar Africa Corps tæku við af málaliðum Wagner. Þá eru Rússar sagðir hafa farið fram á að fá greiddar fúlgur fjár fyrir þjónustuna. Þetta eru ráðamenn í Bangui víst ekki til í en þeir eru sagðir telja málaliða Wagner betri en menn Africa Corps, þar sem þeir berjast með hermönnum gegn uppreisnarmönnum. Africa Corps leggur meiri áherslu á þjálfun heimamanna. Þar að auki hafa málaliðar Wagner fengið greitt með aðgengi að námum og öðrum auðlindum ríkisins. Ríkisstjórn Mið-Afríkulýðveldisins óttast að geta ekki grætt þær upphæðir sem Rússar vilja og vonast þess í stað að fá að greiða Rússum í gulli, úrani og járni. Malí Rússland Hernaður Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Vígamenn hóps sem kallast Jama‘at Nusrat al-Islam wal-Muslimin eða JNIM, sátu fyrir bílalest Africa Corps og malíska hersins þann 1. ágúst. Síðan þá hafa myndbönd af umsátrinu verið birt á netinu og sýna þau að minnsta kosti þrjú lík hvítra manna, samkvæmt frétt France24. Nokkrum sinnum í þessum myndböndum má heyra vígamenn JNIM tala um „Wagner-liða“. Málaliðar á vegum rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín eru þó farnir eða vinna fyrir Africa Corps. Málaliðar Wagner fóru fyrst til Malí í lok árs 2021, eftir að frönskum hermönnum var gert að yfirgefa landið í kjölfar tveggja mismunand valdarána hermanna. Prígósjín dó svo eins og frægt er árið 2023, þegar sprenging varð um borð í flugvél hans skammt frá Moskvu. Þangað hafði auðjöfurinn ferðast til að reyna að halda stjórn á veldi sínu og málaliðahópnum eftir misheppnaða uppreisn hans gegn Pútín sumarið 2023. Africa Corps hefur tekið yfir viðskipti Wagner víðsvegar um Afríku. Það gerðist svo í Malí fyrr í sumar. Sjá einnig: Wagner yfirgefur Malí í skugga mikilla árása Eftir umsátrið sendu leiðtogar JNIM út yfirlýsingu um að þeir hefðu lagt hald á eitt farartæki, sextán Kalashnikov riffla, vélbyssur, skotfæri og önnur hergögn. Rússneskir herbloggarar hafa einnig gagnrýnt Africa Corps eftir umsátrið. Einn þeirra vinsælustu sakaði forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands um að vanmeta hættuna í Afríku. Aukin umsvif og fleiri árásir Umsvif JNIM í Malí hafa aukist töluvert að undanförnu og árásum fjölgað til muna. Sérfræðingar hugveitunnar ACLED segja fjölgun árása og umfang þeirra sýna fram á að geta hryðjuverkasamtakanna hafi aukist til muna og eru vígamenn sagðir hafa sett upp vegatálma kringum tvær borgir í landinu. Árásirnar og ofbeldið, auk mannrána á erlendum verkamönnum, hefur leitt til þess að Kínverjar eru hættir námuvinnslu í Malí. JNIM intensified operations in #Mali’s southern regions in July, with violence up over 44% in Segou and 175% in Kayes. Blockades around Kayes city & Niono town, plus attacks on key industries, led China to suspend gold mining operations on 2 Aug. More: https://t.co/BfgOIv0uyS pic.twitter.com/tQSvlIOTEg— ACLED (@ACLEDINFO) August 14, 2025 Hryðjuverkamenn sem tengjast Íslamska ríkinu (IS-S) eru einnig virkir í Malí, eins og JNIM, en báðir hópar eru virkir víða um Sahelsvæðið. Í Malí berjast einnig Túaregar sem barist hafa um árabil fyrir eigin ríki í eyðimörkinni í norðurhluta landsins. Þessi hópur kallast FLA. Sjá einnig: Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins Vígahópar hafa lengi haldið til á Sahelsvæðinu svokallaða en þar er átt við þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni sem nær yfir þvera Afríku. Þar hafa þeir um árabil hagnast á óskráðum gullnámum, auk þess sem hóparnir skattleggja íbúa á yfirráðasvæðum sínum og fjármagna sig með ránum. Hóparnir fjármagna sig einnig með smygli á fíkniefnum og fólki, svo eitthvað sé nefnt. Vilja taka við af Wagner og fá peninga Africa Corps hefur nú tekið yfir samninga Wagner Group í öllum ríkjum Afríku þar sem Rússar eru með viðveru, að Mið-Afríkulýðveldinu undanskildu. Fregnir bárust af því á dögunum að ráðamenn í Moskvu hafi krafist þess að ráðamönnum í Bangui, höfuðborgi Mið-Afríkulýðveldisins, að ríkið hætti viðskiptum við Wagner og að málaliðar Africa Corps tæku við af málaliðum Wagner. Þá eru Rússar sagðir hafa farið fram á að fá greiddar fúlgur fjár fyrir þjónustuna. Þetta eru ráðamenn í Bangui víst ekki til í en þeir eru sagðir telja málaliða Wagner betri en menn Africa Corps, þar sem þeir berjast með hermönnum gegn uppreisnarmönnum. Africa Corps leggur meiri áherslu á þjálfun heimamanna. Þar að auki hafa málaliðar Wagner fengið greitt með aðgengi að námum og öðrum auðlindum ríkisins. Ríkisstjórn Mið-Afríkulýðveldisins óttast að geta ekki grætt þær upphæðir sem Rússar vilja og vonast þess í stað að fá að greiða Rússum í gulli, úrani og járni.
Malí Rússland Hernaður Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira