Fótbolti

Karó­lína Lea valin best í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafði ástæðu til að brosa eftir leik.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafði ástæðu til að brosa eftir leik. @inter_women

Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði vel í sínum fyrsta alvöruleik með Internazionale en hún átti mjög flottan leik í sigri í The Women's Cup mótinu.

Internazionale vann þá 5-2 sigur á spænska liðinu Atletico Madrid í undanúrslitum mótsins og spilar því til úrslita í mótinu á sunnudaginn.

Karólína Lea skoraði eitt marka liðsins sem kom úr vítaspyrnu. Hún átti líka þátt í fleiri mörkum með laglegum stoðsendingum.

Karólína skoraði af miklu öryggi úr vítinu og kom Inter þá í 3-0 á 26. mínútu.

Hún var líka valin besti leikmaður leiksins eftir hann.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í marki Internazionale að venju.

Það mun reyna á þær báðar í úrslitaleiknum á móti Juventus um helgina.

Hér fyrir neðan má sjá Karólínu Lea senda stuðningsmönnum Inter kveðju eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×