Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2025 07:17 Sérfræðingur segir þá spurningu blasa við hvort einhver vilji framleiða eitthvað og selja sem menn vilja helst ekki nota. Getty Vísindamenn við Massachusetts Institute of Technology (MIT) hafa beitt gervigreind til að uppgötva tvö möguleg sýklalyf sem vinna á fjölónæmum stafýlókokkum og lekanda sýkingum. Lyfin unnu bug á báðum sýkingum á tilraunastofu og í dýrum en framundan eru áralangar rannsóknir og prófanir áður en mögulega verður hægt að ávísa lyfjunum. Teymið á bakvið lyfin segist vongott um að gervigreindin muni setja af stað „aðra gullöld“ sýklalyfjauppgötvana. Ofnotkun sýklalyfja hefur leitt til ónæmis, sem veldur yfir milljón dauðsföllum á ári hverju. Vísindamenn hafa um nokkurt skeið freistað þess að uppgötva lyf með því að láta gervigreind yfirfara þúsundir þekktra efnsamsetninga í von um að finna ný möguleg sýklalyf. Teymið við MIT byrjaði hins vegar á því að þjálfa gervigreindina til að þekkja áhrif efna á bakteríur og létu hana síðan hanna ný lyf. Vænlegustu kandídatarnir voru prófaðir á bakteríum í tilraunastofu og á músum og tvö möguleg lyf litu dagsins ljós. BBC, sem fjallar ítarlega um málið, ræddi meðal annars við Chris Dowson, prófessor við University of Warwick, sem sagði rannsóknirnar áhugaverðar og gervigreindina mikilvægt tæki í leitinni að nýjum sýklalyfjum. Hann bendir hins vegar einnig á að ákveðið vandamál muni mögulega hamla þróun nýrra lyfja; menn muni vilja nota þau í afar takmörkuðum mæli til að koma í veg fyrir að bakteríur myndi ónæmi og það sé erfitt fyrir framleiðendur að græða á einhverju sem menn vilja helst ekki nota. Vísindi Heilbrigðismál Lyf Gervigreind Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Lyfin unnu bug á báðum sýkingum á tilraunastofu og í dýrum en framundan eru áralangar rannsóknir og prófanir áður en mögulega verður hægt að ávísa lyfjunum. Teymið á bakvið lyfin segist vongott um að gervigreindin muni setja af stað „aðra gullöld“ sýklalyfjauppgötvana. Ofnotkun sýklalyfja hefur leitt til ónæmis, sem veldur yfir milljón dauðsföllum á ári hverju. Vísindamenn hafa um nokkurt skeið freistað þess að uppgötva lyf með því að láta gervigreind yfirfara þúsundir þekktra efnsamsetninga í von um að finna ný möguleg sýklalyf. Teymið við MIT byrjaði hins vegar á því að þjálfa gervigreindina til að þekkja áhrif efna á bakteríur og létu hana síðan hanna ný lyf. Vænlegustu kandídatarnir voru prófaðir á bakteríum í tilraunastofu og á músum og tvö möguleg lyf litu dagsins ljós. BBC, sem fjallar ítarlega um málið, ræddi meðal annars við Chris Dowson, prófessor við University of Warwick, sem sagði rannsóknirnar áhugaverðar og gervigreindina mikilvægt tæki í leitinni að nýjum sýklalyfjum. Hann bendir hins vegar einnig á að ákveðið vandamál muni mögulega hamla þróun nýrra lyfja; menn muni vilja nota þau í afar takmörkuðum mæli til að koma í veg fyrir að bakteríur myndi ónæmi og það sé erfitt fyrir framleiðendur að græða á einhverju sem menn vilja helst ekki nota.
Vísindi Heilbrigðismál Lyf Gervigreind Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira