Enski boltinn

Spurningar um Isak tóku yfir fundinn

Aron Guðmundsson skrifar
Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá sænska framherjanum Alexander Isak sem vill fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Liverpool hefur áhuga á kappanum sem verður ekki í leikmannahópi Newcastle á morgun í fyrstu umferð ensku deildarinnar gegn Aston Villa.
Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá sænska framherjanum Alexander Isak sem vill fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Liverpool hefur áhuga á kappanum sem verður ekki í leikmannahópi Newcastle á morgun í fyrstu umferð ensku deildarinnar gegn Aston Villa. Vísir/Getty

Eddi­e Howe, þjálfari enska úr­vals­deildar­félagsins New­cast­le United, ber enn þá von í brjósti að Alexander Isak verði leik­maður félagsins að yfir­standandi félags­skipta­glugga loknum. Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir New­cast­le United.

Howe sat fyrir svörum á blaða­manna­fundi fyrir fyrsta leik liðsins á tíma­bilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tíma­bilsins á morgun sem að voru fyrir­ferða­mestar á fundinum.

Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska fram­herjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir New­cast­le og vill fara til Liver­pool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað.

Isak er ekki í leik­manna­hópi New­cast­le um helgina og Howe segir sína leik­menn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar.

„Við þurfum að ein­beita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leik­menn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, ein­beiting þeirra verður á að há­marka getu sína.“

Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljan­lega að Isak verði á ein­hverjum tíma­punkti hluti af leik­manna­hópi New­cast­le United á nýjan leik.

„Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smá­at­riði þeirra sam­tala.“

„Ekki í mínum höndum“

Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undan­farna daga.

„Ein­beiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leik­menn til liðs við félagið.“

Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leik­maður félagsins.

„Á þessari stundu er það mín til­finning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“

Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir New­cast­le United.

„Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðs­félaga hans og stuðnings­mennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans vel­gengni hingað til hefði ekki verið mögu­leg án New­cast­le United.“

Aston Villa tekur á móti New­cast­le United í fyrstu um­ferð ensku úr­vals­deildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni út­sendingu klukkan hálf tólf á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×