Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2025 13:26 Handritshópur Áramótaskaupsins og leikstjórarnir tveir. Allan Sigurðsson og Hanners Þór Arason munu sjá um að leikstýra Áramótaskaupinu í ár og reyndir grínarar skipa handritshópinn: Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Jónsson, Karen Björg Eyfjörð og Ólafur Ásgeirsson. Allan og Hannes framleiða Skaupið undir merkjum Atlavíkur, sem þeir eiga og reka ásamt Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og fyrrverandi markverði. Síðustu ár hafa þeir framleitt og leikstýrt fjölbreyttum sjónvarpsþáttum, til dæmis Iceguys, Bannað að hlæja, Alheimsdraumnum og Systraslag. Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason standa að baki Atlavík sem hefur framleitt fjölda sjónvarpsþátta á síðustu árum. „Það hefur verið hálfgerður draumur hjá okkur leikstjórunum að fá að leikstýra Áramótaskaupinu og er því kominn mikill fiðringur í okkur að fá að takast á við þetta spennandi verkefni,“ segir Allan Sigurðsson, annar leikstjóri Skaupsins í ár. Handritshópinn í ár skipa reynsluboltar í gríni úr ólíkum áttum. Þrjú þeirra hafa komið að skrifum skaupsins áður en tveir eru nýliðar. Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, hefur komið að skrifum á Skaupinu fimm sinnum áður auk skrifa á Ligeglad og Eurogarðinum. Þá var Karen Björg Eyfjörð, uppistandari og handritshöfundur, í höfundateymi Skaupsins árið 2023 og hefur komið að skrifum þátta á borð við Venjulegt fólk og Kennarastofuna auk Brjáns sem hefur göngu sína á Sýn í september. Ólafur Ásgeirsson var í höfundateymi Skaupsins í fyrra og er einn höfunda vinsælu sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar. Nýliðarnir tveir hafa áður komið að uppistandi og gríni í sjónvarpi. Björn Bragi Arnarson, uppistandari og sjónvarpsmaður, hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Kviss á Stöð 2 og Jón Jónsson leikari, uppistandari og tónlistarmaður, hefur verið hluti af skrifteymi fyrir Iceguys auk þess að koma fram í uppistandinu Púðursykur. Áramótaskaupið Grín og gaman Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024 Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur. 18. október 2024 11:26 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Allan og Hannes framleiða Skaupið undir merkjum Atlavíkur, sem þeir eiga og reka ásamt Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og fyrrverandi markverði. Síðustu ár hafa þeir framleitt og leikstýrt fjölbreyttum sjónvarpsþáttum, til dæmis Iceguys, Bannað að hlæja, Alheimsdraumnum og Systraslag. Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason standa að baki Atlavík sem hefur framleitt fjölda sjónvarpsþátta á síðustu árum. „Það hefur verið hálfgerður draumur hjá okkur leikstjórunum að fá að leikstýra Áramótaskaupinu og er því kominn mikill fiðringur í okkur að fá að takast á við þetta spennandi verkefni,“ segir Allan Sigurðsson, annar leikstjóri Skaupsins í ár. Handritshópinn í ár skipa reynsluboltar í gríni úr ólíkum áttum. Þrjú þeirra hafa komið að skrifum skaupsins áður en tveir eru nýliðar. Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, hefur komið að skrifum á Skaupinu fimm sinnum áður auk skrifa á Ligeglad og Eurogarðinum. Þá var Karen Björg Eyfjörð, uppistandari og handritshöfundur, í höfundateymi Skaupsins árið 2023 og hefur komið að skrifum þátta á borð við Venjulegt fólk og Kennarastofuna auk Brjáns sem hefur göngu sína á Sýn í september. Ólafur Ásgeirsson var í höfundateymi Skaupsins í fyrra og er einn höfunda vinsælu sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar. Nýliðarnir tveir hafa áður komið að uppistandi og gríni í sjónvarpi. Björn Bragi Arnarson, uppistandari og sjónvarpsmaður, hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Kviss á Stöð 2 og Jón Jónsson leikari, uppistandari og tónlistarmaður, hefur verið hluti af skrifteymi fyrir Iceguys auk þess að koma fram í uppistandinu Púðursykur.
Áramótaskaupið Grín og gaman Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024 Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur. 18. október 2024 11:26 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024 Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur. 18. október 2024 11:26