HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. ágúst 2025 13:02 Bakaríið 280 er í sögulegu húsi við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Mynd/ Björn Árnason Hönnunarhjón í samvinnu við einn efnilegasta bakara landsins og hans ektafrú leiða saman krafta sína og opna handverksbakaríið 280 í sögulegu húsi við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Pörin eru í óða önn að leggja lokahönd á rýmið og stefna að því að opna dyrnar fyrir landsmönnum í næsta mánuði. Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir eru eigendur hönnunarstúdíósins HAF- Studio og HAF Store. Þau hafa markað sér sterkan sess í íslenskri hönnun síðustu ár en þau hafa hannað fjölda veitingastaða og verslanir. Hafsteinn og Karitas koma að allri hönnun bakarísins. Ari Hermannsson á að baki farsælan feril sem bakari, meðal annars Brauð & Co, BakaBaka og Hart Bageri í Kaupmannahöfn. Þétt við hlið hans í verkefninu stendur kærastan Þórný Edda Aðalsteinsdóttir. Ara hefur dreymt að eignast sitt eigið bakarí í mörg ár. Sá draumur er nú loksins að verða að veruleika. Rýmið við Klapparstíg 37 þekkja margir en þar var Aðalvideoleigan starfrækt í um fjóra áratugi, allt þar til henni var lokað í mars 2023. Hafsteinn segir að þau Karitas hafi lengi verið fastagestir á veitingastaðnum Skál, sem er í næsta húsi, og hafi oft gengið framhjá rýminu. „Við sáum strax tækifæri til að bæta ásýnd götunnar og auka þjónustu í hverfinu,“ segir Hafsteinn. „Auk þess verður ákveðið samstarf við vini okkar á Skál, sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra.“ Nýstárleg og heildræn nálgun Aðspurður um hvernig samstarfið kviknaði segir Hafsteinn að það hafi komið til nokkuð óvænt. Ari leitaði til HAF Studio í byrjun árs til að fá þau til að hanna nýtt bakarí. „Við Karitas höfðum fylgst með honum um árabil, enda höfum við mikinn áhuga á matargerð og eigum marga vini í veitingageiranum. Þegar Ari kom til okkar og við skoðuðum hugmyndina nánar heilluðumst við strax og ákváðum að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Hafsteinn. Hann segir þau ekki vera að finna upp hjólið með því að opna bakarí í miðborginni en áherslur og vöruframboð þeirra eru öðruvísi en áður hefur sést. „Íslendingar elska gott bakarí og hér á landi er mikið af flottum bakaríum sem bjóða upp á frábærar vörur. Við viljum byggja á þeim grunni, en um leið koma með ferskan takt í vöruframboðið og bjóða bæði hefðbundnar og nýstárlegar vörur. Það sem gerir þetta bakarí sérstakt er að gestir sjá alla vinnsluna – frá því að deigið er hnoðað og sett í ofninn, og þar til varan fer út til viðskiptavinarins. Frá hönnunarlegu sjónarhorni er það mjög skemmtilegt, því allt gerist á staðnum. Mörg bakarí eru með miðlæga framleiðslu sem síðan er flutt á milli staða. Við það tapast ákveðin gæði án þess þó að það sé endilega slæmt. Við viljum hins vegar einblína alfarið á gæði og ferskleika,“ segir Hafsteinn. HAF STUDIO Djúpar pælingar á bakvið nafnið Mikið hefur verið lagt í hönnun vörumerkisins, og Hafsteinn segir að þau hafi byrjað að þróa það í maí áður en lendingin var 280. „Þegar við hittumst nokkrir saman og köstuðum hugmyndum á milli kom Ari með hugmyndina að því að ofninn í alvöru bakaríum væri alltaf stilltur á 280 gráður. Algengasti brandarinn varð strax að skíra þetta „Bak-Ari“, eftir Ara. Við vildum þó hafa möguleika á að láta nafnið vaxa í fleiri áttir og halda því opnu.“ Sumum finnst tengingin skrýtin – og það er einmitt það sem við viljum. „Síðan vorum við líka mjög hrifin af því að nota bláan lit í vörumerkið. Þegar við fórum að skoða lit sem okkur leist vel á var hann Pantone númer 280C, sem er skemmtileg tilviljun og smellpassaði inn í brandið,“ segir Hafsteinn og hlær. Aðspurður um hönnun rýmisins segir hann að þau vilji skapa smá nostalgíufíling. „Við erum með jarðlita terrazzo-gólf sem var kallað bakaragólf í gamla daga, það verða glerjaðar flísar á veggjum og innréttingarnar eru úr reyktri eik. Bakaraofninn stendur fremst í rýminu svo að gestir upplifi handverkið og ferlið í heild sinni.“ HAF STUDIO Bakarí Hús og heimili Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir eru eigendur hönnunarstúdíósins HAF- Studio og HAF Store. Þau hafa markað sér sterkan sess í íslenskri hönnun síðustu ár en þau hafa hannað fjölda veitingastaða og verslanir. Hafsteinn og Karitas koma að allri hönnun bakarísins. Ari Hermannsson á að baki farsælan feril sem bakari, meðal annars Brauð & Co, BakaBaka og Hart Bageri í Kaupmannahöfn. Þétt við hlið hans í verkefninu stendur kærastan Þórný Edda Aðalsteinsdóttir. Ara hefur dreymt að eignast sitt eigið bakarí í mörg ár. Sá draumur er nú loksins að verða að veruleika. Rýmið við Klapparstíg 37 þekkja margir en þar var Aðalvideoleigan starfrækt í um fjóra áratugi, allt þar til henni var lokað í mars 2023. Hafsteinn segir að þau Karitas hafi lengi verið fastagestir á veitingastaðnum Skál, sem er í næsta húsi, og hafi oft gengið framhjá rýminu. „Við sáum strax tækifæri til að bæta ásýnd götunnar og auka þjónustu í hverfinu,“ segir Hafsteinn. „Auk þess verður ákveðið samstarf við vini okkar á Skál, sem gerir þetta verkefni enn skemmtilegra.“ Nýstárleg og heildræn nálgun Aðspurður um hvernig samstarfið kviknaði segir Hafsteinn að það hafi komið til nokkuð óvænt. Ari leitaði til HAF Studio í byrjun árs til að fá þau til að hanna nýtt bakarí. „Við Karitas höfðum fylgst með honum um árabil, enda höfum við mikinn áhuga á matargerð og eigum marga vini í veitingageiranum. Þegar Ari kom til okkar og við skoðuðum hugmyndina nánar heilluðumst við strax og ákváðum að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Hafsteinn. Hann segir þau ekki vera að finna upp hjólið með því að opna bakarí í miðborginni en áherslur og vöruframboð þeirra eru öðruvísi en áður hefur sést. „Íslendingar elska gott bakarí og hér á landi er mikið af flottum bakaríum sem bjóða upp á frábærar vörur. Við viljum byggja á þeim grunni, en um leið koma með ferskan takt í vöruframboðið og bjóða bæði hefðbundnar og nýstárlegar vörur. Það sem gerir þetta bakarí sérstakt er að gestir sjá alla vinnsluna – frá því að deigið er hnoðað og sett í ofninn, og þar til varan fer út til viðskiptavinarins. Frá hönnunarlegu sjónarhorni er það mjög skemmtilegt, því allt gerist á staðnum. Mörg bakarí eru með miðlæga framleiðslu sem síðan er flutt á milli staða. Við það tapast ákveðin gæði án þess þó að það sé endilega slæmt. Við viljum hins vegar einblína alfarið á gæði og ferskleika,“ segir Hafsteinn. HAF STUDIO Djúpar pælingar á bakvið nafnið Mikið hefur verið lagt í hönnun vörumerkisins, og Hafsteinn segir að þau hafi byrjað að þróa það í maí áður en lendingin var 280. „Þegar við hittumst nokkrir saman og köstuðum hugmyndum á milli kom Ari með hugmyndina að því að ofninn í alvöru bakaríum væri alltaf stilltur á 280 gráður. Algengasti brandarinn varð strax að skíra þetta „Bak-Ari“, eftir Ara. Við vildum þó hafa möguleika á að láta nafnið vaxa í fleiri áttir og halda því opnu.“ Sumum finnst tengingin skrýtin – og það er einmitt það sem við viljum. „Síðan vorum við líka mjög hrifin af því að nota bláan lit í vörumerkið. Þegar við fórum að skoða lit sem okkur leist vel á var hann Pantone númer 280C, sem er skemmtileg tilviljun og smellpassaði inn í brandið,“ segir Hafsteinn og hlær. Aðspurður um hönnun rýmisins segir hann að þau vilji skapa smá nostalgíufíling. „Við erum með jarðlita terrazzo-gólf sem var kallað bakaragólf í gamla daga, það verða glerjaðar flísar á veggjum og innréttingarnar eru úr reyktri eik. Bakaraofninn stendur fremst í rýminu svo að gestir upplifi handverkið og ferlið í heild sinni.“ HAF STUDIO
Bakarí Hús og heimili Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”