Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Smári Jökull Jónsson og Agnar Már Másson skrifa 16. ágúst 2025 12:59 „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um,“ segir slökkviliðsmaður um ástandið á Kjarvalsstöðum. Annars staðar var staðan ekki eins góð. Samsett mynd Víða er tjón eftir mikið vatnaveður sem reið yfir höfuðborgarsvæðið síðdegis í gær. Vatn lak inn í kjallara á Kjarvalsstöðum í Reykjavík en málverk urður ekki fyrir skemmdum. Í heimahúsum fór vatn að flæða upp úr klósettum og niðurföllum. Gríðarlegt vatnsveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær en á fjörutíu mínútna tímabili var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út átján sinnum vegna vatnsleka. Mestur viðbúnaður var við Kjarvalsstaði en þar flæddi vatn inn í kjallara þar sem listaverk eru geymd. Betur fór en á horfðist og er talið að tjón hafi aðeins orðið á innanstokksmunum að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um. Sem betur fer náðist að dæla þessu í burtu áður en hlaust af tjón,“ segir Guðmundur hjá slökkviliðinu. Þá var slökkviliðið kallað að Hafnarhúsinu þar sem vatn hafði einnig komist inn sem og í heimahús. „Síðan eru þetta heimahús að vatn í flestum tilfellum kom upp úr klósettum eða niðurföllum. Það er ágætis áminning núna fyrir haustin að fylgjast vel með fráveitukerfinu okkar.“ Á tímabili voru allar stöðvar slökkviliðsins uppteknar í verkefnum og því þurfti að forgangsraða. „En við þurfum að fara á svæðið og meta hvert útkall fyrir sig. Svo hjálpuðum við íbúum í nokkrum húsum með því að fara með dælur til þeirra og skilja eftir þannig að íbúarnir sáu sjálfir um að dæla vatninu út, við sköffuðum bara búnað,“ segir Guðmundur. „Vissulega varð töluvert eignatjón hjá einhverjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem innanstokksmunir og hlutir skemmdust þar sem flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í kjöllurum. Við sáum eitthvað af tjóni en ég get ekki slegið á verðmæti, þetta getur verið töluvert tjón fyrir fólk.“ Þá urðu margir varir við þrumu- og eldingaveður sem gekk yfir á sama tíma. Sundlaugar voru tæmdar og þá er fólki ráðið frá að nýta heita potta við heimahús í slíku veðri. „Það er öruggast fyrir okkur það sjaldan þegar það gerist að það kemur eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu að halda sig innandyra rétt á meðan það gengur yfir,“ sagði Guðmundur. Vatn Veður Slökkvilið Söfn Reykjavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Gríðarlegt vatnsveður gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær en á fjörutíu mínútna tímabili var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út átján sinnum vegna vatnsleka. Mestur viðbúnaður var við Kjarvalsstaði en þar flæddi vatn inn í kjallara þar sem listaverk eru geymd. Betur fór en á horfðist og er talið að tjón hafi aðeins orðið á innanstokksmunum að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu. „Það var vel gengið frá öllum listaverkum og það var ekkert á gólfinu sem flæddi um. Sem betur fer náðist að dæla þessu í burtu áður en hlaust af tjón,“ segir Guðmundur hjá slökkviliðinu. Þá var slökkviliðið kallað að Hafnarhúsinu þar sem vatn hafði einnig komist inn sem og í heimahús. „Síðan eru þetta heimahús að vatn í flestum tilfellum kom upp úr klósettum eða niðurföllum. Það er ágætis áminning núna fyrir haustin að fylgjast vel með fráveitukerfinu okkar.“ Á tímabili voru allar stöðvar slökkviliðsins uppteknar í verkefnum og því þurfti að forgangsraða. „En við þurfum að fara á svæðið og meta hvert útkall fyrir sig. Svo hjálpuðum við íbúum í nokkrum húsum með því að fara með dælur til þeirra og skilja eftir þannig að íbúarnir sáu sjálfir um að dæla vatninu út, við sköffuðum bara búnað,“ segir Guðmundur. „Vissulega varð töluvert eignatjón hjá einhverjum íbúum á höfuðborgarsvæðinu þar sem innanstokksmunir og hlutir skemmdust þar sem flæddi upp úr niðurföllum og klósettum í kjöllurum. Við sáum eitthvað af tjóni en ég get ekki slegið á verðmæti, þetta getur verið töluvert tjón fyrir fólk.“ Þá urðu margir varir við þrumu- og eldingaveður sem gekk yfir á sama tíma. Sundlaugar voru tæmdar og þá er fólki ráðið frá að nýta heita potta við heimahús í slíku veðri. „Það er öruggast fyrir okkur það sjaldan þegar það gerist að það kemur eldingaveður á höfuðborgarsvæðinu að halda sig innandyra rétt á meðan það gengur yfir,“ sagði Guðmundur.
Vatn Veður Slökkvilið Söfn Reykjavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira