Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2025 15:44 Foreldrar barna á Múlaborg hafa verið boðaðir á fund á morgun. Vísir/Anton Brink Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. Hrund Þórisdóttir verkefnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að flýta fjórum upplýsingafundum, sem boðaðir voru á mánudag, og fara þeir fram á morgun. Það er gert að beiðni foreldra um að flýta fundinum. Foreldrum barna í leikskólanum verður skipt niður í fjóra hópa. Áfram verði unnið mjög ítarlega að því að upplýsa þá um stöðu mála í samráði við lögreglu og barnavernd. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir í samtali við fréttstofu að á fundinum verði starfsfólk Múlaborgar, fulltrúar skóla- og frístundasviðs, lögregla, barnavernd, starfsmenn Barnahúss og starfsfólk velferðarsviðs. Jafnframt fá foreldrar barna sem eru útskrifaðir af leikskólanum að sækja fund. Fyrstu fundir fara fram í fyrramálið og gert er ráð fyrir að þeir standi fram eftir degi. Greint var frá því í gær að leikskólastarfsmaður á Múlaborg hafi verið handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald daginn eftir vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á barni á leikskólanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað brotið. Barnið hafði sjálft leitað til foreldra sinna á þriðjudag, sem gerðu lögreglu viðvart. Til rannsóknar er hvort brotin hafi verið nokkur, hvort brotið hafi verið á fleiri börnum og hvort hluti brotanna sé rafrænn. Fréttin var uppfærð með ítarlegri upplýsingum klukkan 18:06. Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45 „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hrund Þórisdóttir verkefnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að flýta fjórum upplýsingafundum, sem boðaðir voru á mánudag, og fara þeir fram á morgun. Það er gert að beiðni foreldra um að flýta fundinum. Foreldrum barna í leikskólanum verður skipt niður í fjóra hópa. Áfram verði unnið mjög ítarlega að því að upplýsa þá um stöðu mála í samráði við lögreglu og barnavernd. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir í samtali við fréttstofu að á fundinum verði starfsfólk Múlaborgar, fulltrúar skóla- og frístundasviðs, lögregla, barnavernd, starfsmenn Barnahúss og starfsfólk velferðarsviðs. Jafnframt fá foreldrar barna sem eru útskrifaðir af leikskólanum að sækja fund. Fyrstu fundir fara fram í fyrramálið og gert er ráð fyrir að þeir standi fram eftir degi. Greint var frá því í gær að leikskólastarfsmaður á Múlaborg hafi verið handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald daginn eftir vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á barni á leikskólanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað brotið. Barnið hafði sjálft leitað til foreldra sinna á þriðjudag, sem gerðu lögreglu viðvart. Til rannsóknar er hvort brotin hafi verið nokkur, hvort brotið hafi verið á fleiri börnum og hvort hluti brotanna sé rafrænn. Fréttin var uppfærð með ítarlegri upplýsingum klukkan 18:06.
Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45 „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45
„Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40
Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25