RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 23:31 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emerítus í íslenskri málfræði. Vísir/Samsett Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. Um er að ræða auglýsingu þar sem vakin er athygli á útsendingu Sýnar á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hún hefst á orðunum „Here it is. The Premier League is back!“ Allt tal í auglýsingunni er á ensku og eina íslenskan í henni kemur fram á textaspjaldi í lok auglýsingarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði grein í dag þar sem hann segir auglýsinguna ganga í berhögg við lög og málstefnu Ríkisútvarpsins. Hann hafi einnig skrifað Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra bréf í þeirri von að Ríkisútvarpið birti ekki auglýsinguna aftur í sömu mynd. Áhyggjuefni og óskiljanlegt Í grein sinni segir Eiríkur að auglýsingin samræmist engan veginn sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en þau kveða meðal annars á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ekki nóg með það heldur segir Eiríkur auglýsinguna jafnframt „skýlaust brot“ á grein 7.5 í málstefnu Ríkisútvarpsins þar sem segir að auglýsingar skuli almennt vera á íslensku en að heimilt sé að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Erlent tal í auglýsingum sé heimilt ef sérstök ástæða sé fyrir því en að því skuli fylgja þýðing. „Það er áhyggjuefni og raunar óskiljanlegt að svona augljóst brot á lögum og málstefnu skuli komast í gegn hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og ég vonast til að það séu mistök en ekki „einbeittur brotavilji“ sem liggi þar að baki,“ segir Eiríkur. Í augljósri andstöðu við lög Hann segir að auðvelt væri að setja íslenskan texta við auglýsinuna svo hún samræmist lögum og málstefnu Ríkisútvarpsins. Verði hún birt áfram óbreytt verði málstefnan orðið að marklausu plaggi. „Þótt einhverjum kunni að virðast það sparðatíningur að fetta fingur út í eina auglýsingu á ensku, og birting umræddrar auglýsingar sé vonandi mistök eins og áður segir, er það í sjálfu sér grafalvarlegt að slík mistök skuli gerð og er lýsandi dæmi um það hversu sljó við erum orðin gagnvart enskunni í umhverfinu,“ skrifar Eiríkur. Hann segir meira hanga á spýtunni. „Samkvæmt fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 er eitt meginhlutverk þess að „leggja rækt við íslenska tungu“, og til þessa hlutverks er oft vísað til þess að rökstyðja og réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils. Með því að birta auglýsingu á ensku í augljósri andstöðu við bæði lög og eigin málstefnu er Ríkisútvarpið því ekki eingöngu að grafa undan íslenskunni, heldur einnig undan eigin tilvist.“ Uppfært 18. ágúst klukkan 14:08 Auglýsingin hefur verið tekin úr birtingu hjá RÚV. Vísir er í eigu Sýnar. Ríkisútvarpið Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira
Um er að ræða auglýsingu þar sem vakin er athygli á útsendingu Sýnar á leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hún hefst á orðunum „Here it is. The Premier League is back!“ Allt tal í auglýsingunni er á ensku og eina íslenskan í henni kemur fram á textaspjaldi í lok auglýsingarinnar. Eiríkur Rögnvaldsson skrifaði grein í dag þar sem hann segir auglýsinguna ganga í berhögg við lög og málstefnu Ríkisútvarpsins. Hann hafi einnig skrifað Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra bréf í þeirri von að Ríkisútvarpið birti ekki auglýsinguna aftur í sömu mynd. Áhyggjuefni og óskiljanlegt Í grein sinni segir Eiríkur að auglýsingin samræmist engan veginn sjöttu grein laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en þau kveða meðal annars á um að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslensku. Ekki nóg með það heldur segir Eiríkur auglýsinguna jafnframt „skýlaust brot“ á grein 7.5 í málstefnu Ríkisútvarpsins þar sem segir að auglýsingar skuli almennt vera á íslensku en að heimilt sé að erlendir söngtextar séu hluti auglýsingar. Erlent tal í auglýsingum sé heimilt ef sérstök ástæða sé fyrir því en að því skuli fylgja þýðing. „Það er áhyggjuefni og raunar óskiljanlegt að svona augljóst brot á lögum og málstefnu skuli komast í gegn hjá auglýsingadeild Ríkisútvarpsins og ég vonast til að það séu mistök en ekki „einbeittur brotavilji“ sem liggi þar að baki,“ segir Eiríkur. Í augljósri andstöðu við lög Hann segir að auðvelt væri að setja íslenskan texta við auglýsinuna svo hún samræmist lögum og málstefnu Ríkisútvarpsins. Verði hún birt áfram óbreytt verði málstefnan orðið að marklausu plaggi. „Þótt einhverjum kunni að virðast það sparðatíningur að fetta fingur út í eina auglýsingu á ensku, og birting umræddrar auglýsingar sé vonandi mistök eins og áður segir, er það í sjálfu sér grafalvarlegt að slík mistök skuli gerð og er lýsandi dæmi um það hversu sljó við erum orðin gagnvart enskunni í umhverfinu,“ skrifar Eiríkur. Hann segir meira hanga á spýtunni. „Samkvæmt fyrstu grein laga um Ríkisútvarpið nr. 23/2013 er eitt meginhlutverk þess að „leggja rækt við íslenska tungu“, og til þessa hlutverks er oft vísað til þess að rökstyðja og réttlæta tilvist ríkisrekins fjölmiðils. Með því að birta auglýsingu á ensku í augljósri andstöðu við bæði lög og eigin málstefnu er Ríkisútvarpið því ekki eingöngu að grafa undan íslenskunni, heldur einnig undan eigin tilvist.“ Uppfært 18. ágúst klukkan 14:08 Auglýsingin hefur verið tekin úr birtingu hjá RÚV. Vísir er í eigu Sýnar.
Ríkisútvarpið Sýn Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Fjölmiðlar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Sjá meira