Lífið

Þaggar niður í orð­rómi um sam­bands­slit

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Timothee Chalamet og Kylie Jenner í knúsi á körfuboltaleik í vor.
Timothee Chalamet og Kylie Jenner í knúsi á körfuboltaleik í vor. Gregory Shamus/Getty Images

Ástin virðist enn blómstra hjá raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner og Hollywood leikaranum Timothée Chalamet, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að parið væri að hætta saman.

Parið hefur haldið sambandinu að mestu frá sviðsljósinu og ræddi Jenner það meðal annars við tískurisann Vogue.

„Friðhelgi einkalífs míns skiptir mig mjög miklu máli. Það er svo gott að við getum haft sambandið okkar svolítið út af fyrir okkur,“ sagði Jenner í viðtali við Vogue í fyrra en hún hefur til að mynda lítið sem ekkert birt af sínum heittelskaða á samfélagsmiðla. 

Parið hefur þó eytt miklum tíma saman og naut sín meðal annars í rómantísku Saint Tropez á frönsku rívíerunni í júlí. 

Chalamet var fjarri góðu gamni þegar Jenner fagnaði 28 ára afmæli sínu í síðustu viku og í kjölfarið fór orðrómur um sambandsslitin á flug. Hún þvertekur þó fyrir það og komst Chalamet ekki þar sem hann er staddur í Búdapest við tökur á þriðja hluta kvikmyndarinnar Dune. 

Kylie „líkaði“ meðal annars við nýja færslu Chalamets á Instagram á dögunum og gaf þar til kynna að allt sé enn í blóma hjá hjúunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.