Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. ágúst 2025 15:12 Þremenningarnir sátu í sólinni með fartölvur og kaffibolla. Ekki fylgir sögunni hvort þau fengu sér fisk. Fyrrverandi samstarfsfélagarnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Óttar Ólafsson og Arna McClure funduð saman á Mar Seafood í síðustu viku. Þau voru voru öll viðriðin Namibíumál Samherja en rannsókn héraðssaksóknara á því lauk í síðasta mánuði og er beðið eftir ákvörðun saksóknara um hvort eigi að ákæra í því. Fréttastofu barst ljósmynd af þremenningunum þar sem sátu úti á Mar Seafood á Frakkastíg með fartölvur og ræddu saman yfir kaffibollum síðastliðinn miðvikudag. Öll þrjú tengjast þau í gegnum Samherja en Þorsteinn Már var forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins í rúm fjörutíu ár, Arna Bryndís Baldvinsdóttir McClure var yfirlögfræðingur þess frá 2013 til 2022 og Jón Óttar Ólafsson, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var ráðgjafi Samherja í Namibíu. Þar að auki eru þau öll þrjú, auk sex annarra, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess. Héraðssaksóknari lauk rannsókn á málinu í byrjun júlí og á saksóknari eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Öll þrjú neita sök. Sjá einnig: Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Bæði Arna og Jón Óttar voru hluti af svokallaðri skæruliðadeild Samherja ásamt Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa og fyrrverandi fréttamanni, og Páli Steingrímssyni, fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, sem skipulögðu greinaskrif í kringum Samherja og komu sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Í Namibíu hafa réttarhöld í málinu tafist töluvert en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn en töfðust enn frekar. Fréttastofa náði tali af Jóni Óttari sem vildi ekki tjá sig um fundinn á Mar Seafood eða efni hans en hvorki náðist í Þorstein né Örnu. Fyrst þremenningarnir voru með fartölvur má ætla að þetta hafi verið meira en bara hefðbundinn hádegisverður. Það er spurning hvort Namibíumálið hafi verið tilefni hittingsins eða hvort eitthvað annað sé í kortunum hjá þremenningunum. Samherjaskjölin Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Sjá meira
Fréttastofu barst ljósmynd af þremenningunum þar sem sátu úti á Mar Seafood á Frakkastíg með fartölvur og ræddu saman yfir kaffibollum síðastliðinn miðvikudag. Öll þrjú tengjast þau í gegnum Samherja en Þorsteinn Már var forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins í rúm fjörutíu ár, Arna Bryndís Baldvinsdóttir McClure var yfirlögfræðingur þess frá 2013 til 2022 og Jón Óttar Ólafsson, sem er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var ráðgjafi Samherja í Namibíu. Þar að auki eru þau öll þrjú, auk sex annarra, með réttarstöðu sakbornings í rannsókn Héraðssaksóknara á ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast Namibíustarfsemi þess. Héraðssaksóknari lauk rannsókn á málinu í byrjun júlí og á saksóknari eftir að taka ákvörðun um hvort ákært verði í því. Öll þrjú neita sök. Sjá einnig: Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Bæði Arna og Jón Óttar voru hluti af svokallaðri skæruliðadeild Samherja ásamt Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa og fyrrverandi fréttamanni, og Páli Steingrímssyni, fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, sem skipulögðu greinaskrif í kringum Samherja og komu sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Í Namibíu hafa réttarhöld í málinu tafist töluvert en þau áttu að hefjast 1. ágúst síðastliðinn en töfðust enn frekar. Fréttastofa náði tali af Jóni Óttari sem vildi ekki tjá sig um fundinn á Mar Seafood eða efni hans en hvorki náðist í Þorstein né Örnu. Fyrst þremenningarnir voru með fartölvur má ætla að þetta hafi verið meira en bara hefðbundinn hádegisverður. Það er spurning hvort Namibíumálið hafi verið tilefni hittingsins eða hvort eitthvað annað sé í kortunum hjá þremenningunum.
Samherjaskjölin Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir „Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Fleiri fréttir Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Sjá meira
„Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ 18. október 2024 14:21
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36