Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 08:05 Camilla Herrem er ein af goðsögnum norska landsliðsins í handbolta sem varla fór á stórmót án þess að vinna verðlaun. Samsett/TV2/EPA Ein af aðalstjörnunum úr sigursælu landsliði Noregs í handbolta, Camilla Herrem, greindist með brjóstakrabbamein í sumar. Hún hefur verið í stífri lyfjameðferð en samt getað æft handbolta og ætlar að spila áfram með liði sínu í vetur. Norska þjóðin var í sjokki þegar Herrem greindi frá því í sumar að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi 38 ára gamla hornakona, sem rakaði inn verðlaunum undir stjórn Þóris Hergeirssonar á stórmótum þar til þau hættu bæði hjá norska landsliðinu í lok síðasta árs, hefur síðan haldið sig frá fjölmiðlum, þar til nú. Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 gat hún ekki haldið aftur af tárunum þegar hún ræddi um hvernig var að greinast með krabbamein. Síða hárið var fljótt að fara í lyfjameðferðinni en líkaminn hefur hins vegar brugðist það vel við að Herrem ætlar sér að spila með liði sínu Sola þegar ný leiktíð hefst 31. ágúst. Hún hefur nefnilega getað æft og spilað æfingaleiki, og tók til að mynda þátt í æfingaferð til Danmerkur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti setið hérna og talað um að vera klár í byrjun nýrrar leiktíðar,“ sagði Herrem í viðtalinu enda langt því frá sjálfgefið að sú yrði raunin. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) „Það var virkilega gott að standa aftur inni á vellinum en það var samt fullt af svona „fyrsta sinn“ aðstæðum sem ég þurfti að takast á við. Að koma inn í höllina án hárs og hita upp. Ég þurfti að koma mér í mitt eigið „zone“ því það var ótrúlega mikið af fólki að horfa á,“ sagði Herrem um æfingaleikina sem hún spilaði. Til að byrja með lék hún tvisvar tíu mínútur í leik, og svo tvisvar fimmtán mínútur, og nú telur Herrem sig tilbúna að hefja leiktíðina. Fimm dögum áður lýkur strangri lyfjameðferð og við tekur mildari meðferð næstu þrjá mánuðina. Hún viðurkennir að það sé ekkert auðvelt að takast á við þetta: „En ég verð svo sterkari og sterkari,“ sagði Herrem. „Þetta hefur verið erfiðast andlega. Það er gott að það voru ekki fleiri í höfðinu á mér. Þetta var mjög erfitt andlega,“ sagði Herrem sem er gift og á tvö börn. Hún hefur einmitt áður einnig verið ofurfljót á handboltavöllinn eftir barneignir. Eins og fyrr segir hætti Herrem í landsliðinu eftir Evrópumeistaratitilinn í desember í fyrra, á sama tíma og Þórir hætti með landsliðið. Herrem vann alls sautján verðlaun með landsliðinu á stórmótum, þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Hún skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu. Norski handboltinn Krabbamein Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Norska þjóðin var í sjokki þegar Herrem greindi frá því í sumar að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi 38 ára gamla hornakona, sem rakaði inn verðlaunum undir stjórn Þóris Hergeirssonar á stórmótum þar til þau hættu bæði hjá norska landsliðinu í lok síðasta árs, hefur síðan haldið sig frá fjölmiðlum, þar til nú. Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 gat hún ekki haldið aftur af tárunum þegar hún ræddi um hvernig var að greinast með krabbamein. Síða hárið var fljótt að fara í lyfjameðferðinni en líkaminn hefur hins vegar brugðist það vel við að Herrem ætlar sér að spila með liði sínu Sola þegar ný leiktíð hefst 31. ágúst. Hún hefur nefnilega getað æft og spilað æfingaleiki, og tók til að mynda þátt í æfingaferð til Danmerkur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti setið hérna og talað um að vera klár í byrjun nýrrar leiktíðar,“ sagði Herrem í viðtalinu enda langt því frá sjálfgefið að sú yrði raunin. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) „Það var virkilega gott að standa aftur inni á vellinum en það var samt fullt af svona „fyrsta sinn“ aðstæðum sem ég þurfti að takast á við. Að koma inn í höllina án hárs og hita upp. Ég þurfti að koma mér í mitt eigið „zone“ því það var ótrúlega mikið af fólki að horfa á,“ sagði Herrem um æfingaleikina sem hún spilaði. Til að byrja með lék hún tvisvar tíu mínútur í leik, og svo tvisvar fimmtán mínútur, og nú telur Herrem sig tilbúna að hefja leiktíðina. Fimm dögum áður lýkur strangri lyfjameðferð og við tekur mildari meðferð næstu þrjá mánuðina. Hún viðurkennir að það sé ekkert auðvelt að takast á við þetta: „En ég verð svo sterkari og sterkari,“ sagði Herrem. „Þetta hefur verið erfiðast andlega. Það er gott að það voru ekki fleiri í höfðinu á mér. Þetta var mjög erfitt andlega,“ sagði Herrem sem er gift og á tvö börn. Hún hefur einmitt áður einnig verið ofurfljót á handboltavöllinn eftir barneignir. Eins og fyrr segir hætti Herrem í landsliðinu eftir Evrópumeistaratitilinn í desember í fyrra, á sama tíma og Þórir hætti með landsliðið. Herrem vann alls sautján verðlaun með landsliðinu á stórmótum, þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Hún skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu.
Norski handboltinn Krabbamein Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira