Lífið

Erla og Ólafur selja glæsi­legt ein­býli í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimilið er umvafið fallegri hönnun og list.
Heimilið er umvafið fallegri hönnun og list.

Hjónin Ólafur Freyr Frímannsson og Erla Gísladóttir hafa sett fallegt einbýlishús á þremur hæðum við Lynghaga í Vestubæ Reykjavíkur á sölu. Um er að ræða 295 fermetrar að stærð og byggt árið 1957. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Ólafur og Erla eru eigendur húð- og ilmvörufyrirtækisins URÐ sem framleiðir sápur, ilmkerti, heimilisilmi og húðumhirðuvörur, innblásnar af íslenskri náttúru og unnar úr íslensku hráefni.

Hjónin eru augljóslega miklir fagurkerar þar sem heimilið er innréttað á smekklegan og heillandi hátt. Vönduð hönnunarhúsgögn og listaverk prýða hvern krók og kima og gefa eigninni mikinn karakter.

Gengið er upp steyptan stiga á aðalhæð hússins, sem skiptist í stórt anddyri, eldhús, borðstofu, stofu og sjónvarpsstofu inn af stofu. Úr stofu eru yfirbyggðar svalir sem leiða út á pall og út í stóran og gróinn garð.

Úr anddyrinu er gengið upp teppalagðan stiga sem leiðir á efri hæðina sem skiptist í hjónaherbergi, þrjú barnaherbergi, sjónvarpshol og baðherbergi. Á gólfum á mið- og efstu hæð hússins er gegnheilt Merbau-parket í síldarbeinamynstri.

Í kjallaranum eru tvær íbúðir sem hægt er að nýta sem útleigueiningar.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.