Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar 20. ágúst 2025 07:32 Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. Án þess að mæla fyrir hönd Selenskí, því hann er fullfær um það sjálfur, þá held ég að hann hafi kynnst verra. Mér finnst leitt að heyra af þessum titringi. Hann gerist þó í flestum húsum með stálgrind og er eðlilegur hluti af byggingu þeirra. Það er þó smávægilegur hristingur miðað við höggin sem hver einasti strætóstjóri má búast við tugi skipta í hverri ferð, og um leið allir farþegar þeirra. Allar hraðahindranir eins og sú sem er í Vonarstræti virka þannig að bíll keyrir á þær og verður fyrir örlitlum eða nokkrum árekstri, það fer eftir hraða bílsins og ástandi hindrunar, og ökumenn læra að hægja á sér. Það skapar álag á bíl og ökumann. Það verður að finna leiðir til að ná niður umferðarhraða sem ekki valda þessu álagi. Hraðahindrun við Vonarstræti.Aðsend Strætó fer að mestu leyti eftir tengigötum, ekki húsagötum. Tengigötur liggja víða nálægt skólum og það er lífsnauðsynlegt að ná niður umferðarhraða þar. Það verður að finna aðrar aðferðir heldur en að byggja dýrar granítfyrirstöður til þess. Það er hægt að setja upp hraðamyndavélar eða aðrar lausnir fyrir það fé sem sparast ef við hættum að búa til hraðahindranir. Það myndi bæta líðan strætóstjóra og strætófarþega, nema ef stjórnendum finnst að það eigi stöðugt að minna fólk í strætó á að það hafi valið rangan kost? Svo myndi það bæta ástand þúsunda bíla sem er ekið eftir tengigötunum daglega, og líðan bílstjóra þeirra og farþega. Hversu margar eru hraðahindranirnar? Á leið 13 sem fer frá Hringbraut út á Eiðisgranda og þar aftur til baka upp á Sléttuveg eru 38 hraðahindranir merktar á Borgarvefsjá. Vagninn fer þetta á 36 mínútum miðað við áætlun, þannig að það er meira en ein á mínútu alla ferðina. Vandinn við hraðahindranir eins og eru algengastar hér er fjölþættur. Í fyrsta lagi eru þær dýrar í uppsetningu. Endurgerð á níu hraðahindrunum í Reykjavík á þessu ári er áætluð 200 milljónir, eða 22 milljónir á hverja þeirra. Þær eru þungar og síga gjarnan í jörðina og þarf að endurbæta stöðugt eftir hvern íslenskan vetur með tilheyrandi kostnaði. Það er mjög augljóst núna eftir frostakafla þegar þiðnar, og hraðahindrunin hefur sigið, eða vegur lyfst. Þær fara illa með bakið á strætóstjórum. Þær fara illa með strætófarþega, bæði á geði og líkama. Það er löngu kominn tími að velja aðrar leiðir til að halda niðri umferðarhraða á strætóleiðum. Þá er búið að breyta hraðahindruninni í Vonarstræti. Ekki með því að taka hana burtu, sem hefði verið ódýrasta leiðin, heldur með því að malbika upp að henni, svo hún virkar ekki lengur sem hraðahindrun. Þarna verður hún þá til frambúðar, nokkurra milljón króna flykki sem ekki gegnir sínu hlutverki heldur er grafin í götuna, svona eins og hugmynd sem aldrei virkaði almennilega. Gildir það bara gagnvart fólkinu á Alþingi og í ráðhúsinu, eða geta aðrir vegfarendur farið fram á að það gildi fyrir þau líka? Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það bárust fréttir úr Vonarstræti í byrjun ársins. Það var kominn titringur á Alþingi, reyndar aðeins á 5. hæð Smiðju, þegar strætó eða aðrir þungir bílar óku eftir götunni. Titringurinn fannst líka í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, og samkvæmt fréttum hafði fólk þar áhyggjur af því að Úkraínuforseta gæti orðið bylt við. Án þess að mæla fyrir hönd Selenskí, því hann er fullfær um það sjálfur, þá held ég að hann hafi kynnst verra. Mér finnst leitt að heyra af þessum titringi. Hann gerist þó í flestum húsum með stálgrind og er eðlilegur hluti af byggingu þeirra. Það er þó smávægilegur hristingur miðað við höggin sem hver einasti strætóstjóri má búast við tugi skipta í hverri ferð, og um leið allir farþegar þeirra. Allar hraðahindranir eins og sú sem er í Vonarstræti virka þannig að bíll keyrir á þær og verður fyrir örlitlum eða nokkrum árekstri, það fer eftir hraða bílsins og ástandi hindrunar, og ökumenn læra að hægja á sér. Það skapar álag á bíl og ökumann. Það verður að finna leiðir til að ná niður umferðarhraða sem ekki valda þessu álagi. Hraðahindrun við Vonarstræti.Aðsend Strætó fer að mestu leyti eftir tengigötum, ekki húsagötum. Tengigötur liggja víða nálægt skólum og það er lífsnauðsynlegt að ná niður umferðarhraða þar. Það verður að finna aðrar aðferðir heldur en að byggja dýrar granítfyrirstöður til þess. Það er hægt að setja upp hraðamyndavélar eða aðrar lausnir fyrir það fé sem sparast ef við hættum að búa til hraðahindranir. Það myndi bæta líðan strætóstjóra og strætófarþega, nema ef stjórnendum finnst að það eigi stöðugt að minna fólk í strætó á að það hafi valið rangan kost? Svo myndi það bæta ástand þúsunda bíla sem er ekið eftir tengigötunum daglega, og líðan bílstjóra þeirra og farþega. Hversu margar eru hraðahindranirnar? Á leið 13 sem fer frá Hringbraut út á Eiðisgranda og þar aftur til baka upp á Sléttuveg eru 38 hraðahindranir merktar á Borgarvefsjá. Vagninn fer þetta á 36 mínútum miðað við áætlun, þannig að það er meira en ein á mínútu alla ferðina. Vandinn við hraðahindranir eins og eru algengastar hér er fjölþættur. Í fyrsta lagi eru þær dýrar í uppsetningu. Endurgerð á níu hraðahindrunum í Reykjavík á þessu ári er áætluð 200 milljónir, eða 22 milljónir á hverja þeirra. Þær eru þungar og síga gjarnan í jörðina og þarf að endurbæta stöðugt eftir hvern íslenskan vetur með tilheyrandi kostnaði. Það er mjög augljóst núna eftir frostakafla þegar þiðnar, og hraðahindrunin hefur sigið, eða vegur lyfst. Þær fara illa með bakið á strætóstjórum. Þær fara illa með strætófarþega, bæði á geði og líkama. Það er löngu kominn tími að velja aðrar leiðir til að halda niðri umferðarhraða á strætóleiðum. Þá er búið að breyta hraðahindruninni í Vonarstræti. Ekki með því að taka hana burtu, sem hefði verið ódýrasta leiðin, heldur með því að malbika upp að henni, svo hún virkar ekki lengur sem hraðahindrun. Þarna verður hún þá til frambúðar, nokkurra milljón króna flykki sem ekki gegnir sínu hlutverki heldur er grafin í götuna, svona eins og hugmynd sem aldrei virkaði almennilega. Gildir það bara gagnvart fólkinu á Alþingi og í ráðhúsinu, eða geta aðrir vegfarendur farið fram á að það gildi fyrir þau líka? Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun