Erlent

Hondúras og Úganda sam­þykkja að taka við hælis­leit­endum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Landamærastefnu Trump mótmælt í Mexíkóborg.
Landamærastefnu Trump mótmælt í Mexíkóborg. Getty/NurPhoto/Gerardo Vieyra

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gert samninga við Hondúras og Úganda um að ríkin taki við hælisleitendum frá þriðju ríkjum sem Bandaríkjamenn vilja senda úr landi.

Úganda er sagt munu taka við ótilteknum fjölda einstaklinga frá Afríku og Asíu sem sótt um hæli við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, og Hondúras mun taka við nokkur hundruð einstaklingum frá Suður-Ameríku.

Áætlanir Bandaríkjanna um að senda fólk til þriðju ríkja hafa verið harðlega fordæmdar, þar sem fátt liggur fyrir um þær móttökur sem viðkomandi munu fá.

Samkvæmt CBS hafa stjórnvöld í Úganda samþykkt að taka á móti einstaklingum sem eru með hreina sakaskrá en samkomulagið við Hondúras er til tveggja ára og hafa þarlend yfirvöld meðal annars samþykkt að taka á móti barnafjölskyldum.

Bandaríkjastjórn hefur gert áþekka samninga við Paragvæ og Rúanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×