Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2025 09:35 Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís. vísir/ívar Prís stefnir á að opna fleiri verslanir á næstu árum sem myndi koma til með að efla samkeppni enn frekar á matvörumarkaði og valda auknu verðaðhaldi og lækkandi matarverði að mati ASÍ. Eitt ár er síðan að Prís opnaði dyr sína fyrir neytendum og hefur alla tíð síðan boðið betri kjör en aðrar verslanir. Þrátt fyrir það virðist það hafa haft lítil áhrif á samkeppni á matvörumarkaði Verðhækkun á matvöru verið alltof mikil Prís hélt upp á eins árs afmæli sitt um helgina og hefur verslunin komið best út úr verðlagseftirliti ASÍ síðustu tólf mánuði. Matarverð hefur þó haldið áfram að hækka og verðmunur á milli Prís og Bónus og Krónunnar haldist um sex prósent að mati ASÍ. „Að okkar mati hefur verðhækkun á matvöru verið alltof mikil undanfarna mánuði en síðan kann að vera að hafi ekki nýr aðili komið inn á markaðinn hefðu þær verið meiri. Það kann að vera að aðilarnir eru ekki að elta því að Prís er ennþá ein verslun en svona er staðan eins og hún er í dag.“ Erfitt sé fyrir Prís að valda verðaðhaldi þegar aðeins er um eina verslun að ræða. Það hafi áður gerst að ný verslun hafi lækkað verð tímabundið. „Við sjáum auðvitað alltaf þegar að aðilar koma inn eins og í tilfelli Costco þá hafði það töluverð áhrif og síðan jafnast þetta út. Eftir því sem aðilarnir stækka kann að vera að samkeppnin aukist.“ „Erum bara rétt að byrja“ Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, segist ekki hafa búist við svo lítilli keppni frá öðrum verslunum um lægsta verðið. „Það kom mér á óvart hvað við fengum mikinn frið og við erum núna í eitt ár búin að vera fjögur til fimm prósent ódýrari en næsti aðili á markaði og við ætlum að halda áfram að bjóða lægsta verðið. Vonandi getum við í kjölfarið opnað fleiri búðir. Við þurfum bara að fá aðeins meiri stuðning með þessa til að geta opnað fleiri. Svo þið stefnið á að opna fleiri verslanir í framtíðinni? „Já við erum bara rétt að byrja.“ Það fari blóð sviti og tár í að halda lægsta verðinu hjá Prís. „Það er svo sannarlega sparað á öllum sviðum. Við horfum í allt sem við erum að gera, allan rekstrarkostnað. Við erum búin að segja hvað okkar loforð er og það er að bæta hag heimilanna með að lækka verð.“ Matvöruverslun Verðlag Neytendur Verslun Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Eitt ár er síðan að Prís opnaði dyr sína fyrir neytendum og hefur alla tíð síðan boðið betri kjör en aðrar verslanir. Þrátt fyrir það virðist það hafa haft lítil áhrif á samkeppni á matvörumarkaði Verðhækkun á matvöru verið alltof mikil Prís hélt upp á eins árs afmæli sitt um helgina og hefur verslunin komið best út úr verðlagseftirliti ASÍ síðustu tólf mánuði. Matarverð hefur þó haldið áfram að hækka og verðmunur á milli Prís og Bónus og Krónunnar haldist um sex prósent að mati ASÍ. „Að okkar mati hefur verðhækkun á matvöru verið alltof mikil undanfarna mánuði en síðan kann að vera að hafi ekki nýr aðili komið inn á markaðinn hefðu þær verið meiri. Það kann að vera að aðilarnir eru ekki að elta því að Prís er ennþá ein verslun en svona er staðan eins og hún er í dag.“ Erfitt sé fyrir Prís að valda verðaðhaldi þegar aðeins er um eina verslun að ræða. Það hafi áður gerst að ný verslun hafi lækkað verð tímabundið. „Við sjáum auðvitað alltaf þegar að aðilar koma inn eins og í tilfelli Costco þá hafði það töluverð áhrif og síðan jafnast þetta út. Eftir því sem aðilarnir stækka kann að vera að samkeppnin aukist.“ „Erum bara rétt að byrja“ Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, segist ekki hafa búist við svo lítilli keppni frá öðrum verslunum um lægsta verðið. „Það kom mér á óvart hvað við fengum mikinn frið og við erum núna í eitt ár búin að vera fjögur til fimm prósent ódýrari en næsti aðili á markaði og við ætlum að halda áfram að bjóða lægsta verðið. Vonandi getum við í kjölfarið opnað fleiri búðir. Við þurfum bara að fá aðeins meiri stuðning með þessa til að geta opnað fleiri. Svo þið stefnið á að opna fleiri verslanir í framtíðinni? „Já við erum bara rétt að byrja.“ Það fari blóð sviti og tár í að halda lægsta verðinu hjá Prís. „Það er svo sannarlega sparað á öllum sviðum. Við horfum í allt sem við erum að gera, allan rekstrarkostnað. Við erum búin að segja hvað okkar loforð er og það er að bæta hag heimilanna með að lækka verð.“
Matvöruverslun Verðlag Neytendur Verslun Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira