Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 07:01 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vildi fá skjóta afgreiðslu í kærumálinu mikla en varð heldur betur ekki að þeirri ósk sinni. Getty/ Richard Pelham Enska úrvalsdeildin höfðaði mál gegn Manchester City fyrir meira en tveimur árum síðan en enn er ekkert að frétta af niðurstöðunum. Það er því ekkert skrýtið að margir séu hreinlega búnir að gleyma því að málið sé enn í gangi. Breska ríkisútvarpið fór stuttlega yfir stöðuna í þessu risastóra en óljósa máli sem er allt afgreitt á bak við tjöldin. Manchester City var kært fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar en einhverjar vangaveltur hafa verið uppi um að kærurnar séu jafnvel enn fleiri. Þessi meintu brot voru framin á árunum 2009 til 2018 eða á þeim tíma sem Manchester City var að breytast í eitt stærsta knattspyrnufélag Evrópu. With the hearing into Man City's 115 charges set for next month, some of their fans are really putting in the hard yards... pic.twitter.com/luyZc3EBGD— Paddy Power (@paddypower) August 13, 2024 Enska úrvalsdeildin höfðaði málið í febrúar 2023. Aðeins nokkrum mánuðum seinna kallaði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir skjótri niðurstöðu og sagðist ekki skilja af hverju væri ekki hægt að afgreiða þetta hraðar. Hann hefur þurft að bíða miklu lengur. Síðan eru liðnir meira en 24 mánuðir og enn er ekkert að frétta. Þrjár ástæður gefnar upp Lögfræðisveit City mætti af miklum krafti inn í málið en það var þekkt á sínum tíma þegar þeim tókst að láta vísa frá kærum UEFA fyrir svipuð brot. Það hafa því margir trú á öflugum lögfræðingum Manchester City. Áheyrn Manchester City fór fram fyrir framan þrjá hlutlausa dómara og hófst í september 2024 en hún tók tíu vikur. BBC telur að þrjár ástæður séu fyrir því að engin niðurstaða sé komin fram ennþá. Þær eru fjöldi kæranna, hvernig þær eru samansettar og hvernig bæði enska úrvalsdeildin og Manchester City hafa háttað sínum málum. Kieran Maguire er sérfræðingur í rekstrarmálum fótboltafélaga og hann telur að fjöldi sönnunargagna í málinu nái yfir hálfa milljón. Það tekur sinn tíma að fara yfir allt saman og meta gögnin. Auk þess fékk Manchester City tækifæri til að fara yfir þau öll og verja sig. Þar voru engin vettlingatök í gangi heldur voru lögfræðingar félagsins mjög agressífir. Búist við áfrýjun hvernig sem fer Það er líka ljóst að þótt að dómurinn falli loksins þá má búast við því að annað hvort Manchester City eða enska úrvalsdeildin muni áfrýja honum. City gæti einnig krafist þetta að fá skaðabætur ef félagið vinnur málið. Aftur á móti ef enska úrvalsdeildin vinnur málið þá má búast við hörðum refsingum til handa Manchester City, sem gæti verið dæmt úr deildinni og jafnvel misst titla sem unnust á þessum árum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt BBC og fá það sem er vitað um málið í dag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Það er því ekkert skrýtið að margir séu hreinlega búnir að gleyma því að málið sé enn í gangi. Breska ríkisútvarpið fór stuttlega yfir stöðuna í þessu risastóra en óljósa máli sem er allt afgreitt á bak við tjöldin. Manchester City var kært fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar en einhverjar vangaveltur hafa verið uppi um að kærurnar séu jafnvel enn fleiri. Þessi meintu brot voru framin á árunum 2009 til 2018 eða á þeim tíma sem Manchester City var að breytast í eitt stærsta knattspyrnufélag Evrópu. With the hearing into Man City's 115 charges set for next month, some of their fans are really putting in the hard yards... pic.twitter.com/luyZc3EBGD— Paddy Power (@paddypower) August 13, 2024 Enska úrvalsdeildin höfðaði málið í febrúar 2023. Aðeins nokkrum mánuðum seinna kallaði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir skjótri niðurstöðu og sagðist ekki skilja af hverju væri ekki hægt að afgreiða þetta hraðar. Hann hefur þurft að bíða miklu lengur. Síðan eru liðnir meira en 24 mánuðir og enn er ekkert að frétta. Þrjár ástæður gefnar upp Lögfræðisveit City mætti af miklum krafti inn í málið en það var þekkt á sínum tíma þegar þeim tókst að láta vísa frá kærum UEFA fyrir svipuð brot. Það hafa því margir trú á öflugum lögfræðingum Manchester City. Áheyrn Manchester City fór fram fyrir framan þrjá hlutlausa dómara og hófst í september 2024 en hún tók tíu vikur. BBC telur að þrjár ástæður séu fyrir því að engin niðurstaða sé komin fram ennþá. Þær eru fjöldi kæranna, hvernig þær eru samansettar og hvernig bæði enska úrvalsdeildin og Manchester City hafa háttað sínum málum. Kieran Maguire er sérfræðingur í rekstrarmálum fótboltafélaga og hann telur að fjöldi sönnunargagna í málinu nái yfir hálfa milljón. Það tekur sinn tíma að fara yfir allt saman og meta gögnin. Auk þess fékk Manchester City tækifæri til að fara yfir þau öll og verja sig. Þar voru engin vettlingatök í gangi heldur voru lögfræðingar félagsins mjög agressífir. Búist við áfrýjun hvernig sem fer Það er líka ljóst að þótt að dómurinn falli loksins þá má búast við því að annað hvort Manchester City eða enska úrvalsdeildin muni áfrýja honum. City gæti einnig krafist þetta að fá skaðabætur ef félagið vinnur málið. Aftur á móti ef enska úrvalsdeildin vinnur málið þá má búast við hörðum refsingum til handa Manchester City, sem gæti verið dæmt úr deildinni og jafnvel misst titla sem unnust á þessum árum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt BBC og fá það sem er vitað um málið í dag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira