Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2025 14:52 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar. Vísir/Arnar Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Arctic fish, sem er að mestu í eigu norska fiskeldisrisans Mowi og Síldarvinnslunnar, birti í gær uppgjör fyrir fyrri hluta ársins. Í tilkynningu félagsins til Euronext kauphallarinnar í Noregi segir að framleiðsla hafi gengið vel á tímabilinu en á sama tíma hafi markaðsaðstæður verið erfiðar vegna lágs markaðsverðs lax. Slátruðu miklu meira en töpuðu samt Félagið hafi slátrað 2.020 tonnum á tímabilinu, samanborið við 1.275 tonn á sama tímabili í fyrra. Það gerir 58 prósenta aukningu milli ára. Aftur á móti hafi afkoma félagsins verið neikvæð um 2,19 evrur á hvert slátrað kíló. Það gerir tap upp á 637 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, miðað við gengi dagsins í dag. Auka hlutafé til að uppfylla skilyrði lánasamninga Þá segir í tilkynningunni frá fyrirhugaðri hlutafjáraukningu upp á 35 milljónir evra, eða um fimm milljarða króna. Henni sé ætlað að bæta eiginfjárstöðu félagsins til þess að koma í veg fyrir gjaldfellingu lána félagsins. Gjaldfellingarákvæði tengd eiginfjárhlutfalli sé að finna í lánasamningum félagsins en ekki afkomutengd. Í tilkynningunni segir að tveir stærstu hlutahafar félagsins, Mowi sem fer með 51,8 prósenta hlut, og Síldavinnslan sem fer með 34,19 prósenta hlut, hafi þegar gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir öllum hlutunum í samræmi við eignarhlutfall og á dagslokagengi félagsins í gær, 31,8 norskum krónum á hlut. Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallar segir þannig að félagið muni skrá sig fyrir 40 prósentum hlutanna fyrir samtals fjórtán milljónir evra. Það gerir rétt rúmlega tvo milljarða króna. Síldarvinnslan keypti upphaflega 34,19 prósenta hlut í Arctic fish árið 2022 á genginu 100 norskar krónur á hlut. Fiskeldi Síldarvinnslan Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Arctic fish, sem er að mestu í eigu norska fiskeldisrisans Mowi og Síldarvinnslunnar, birti í gær uppgjör fyrir fyrri hluta ársins. Í tilkynningu félagsins til Euronext kauphallarinnar í Noregi segir að framleiðsla hafi gengið vel á tímabilinu en á sama tíma hafi markaðsaðstæður verið erfiðar vegna lágs markaðsverðs lax. Slátruðu miklu meira en töpuðu samt Félagið hafi slátrað 2.020 tonnum á tímabilinu, samanborið við 1.275 tonn á sama tímabili í fyrra. Það gerir 58 prósenta aukningu milli ára. Aftur á móti hafi afkoma félagsins verið neikvæð um 2,19 evrur á hvert slátrað kíló. Það gerir tap upp á 637 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, miðað við gengi dagsins í dag. Auka hlutafé til að uppfylla skilyrði lánasamninga Þá segir í tilkynningunni frá fyrirhugaðri hlutafjáraukningu upp á 35 milljónir evra, eða um fimm milljarða króna. Henni sé ætlað að bæta eiginfjárstöðu félagsins til þess að koma í veg fyrir gjaldfellingu lána félagsins. Gjaldfellingarákvæði tengd eiginfjárhlutfalli sé að finna í lánasamningum félagsins en ekki afkomutengd. Í tilkynningunni segir að tveir stærstu hlutahafar félagsins, Mowi sem fer með 51,8 prósenta hlut, og Síldavinnslan sem fer með 34,19 prósenta hlut, hafi þegar gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir öllum hlutunum í samræmi við eignarhlutfall og á dagslokagengi félagsins í gær, 31,8 norskum krónum á hlut. Í tilkynningu Síldarvinnslunnar til Kauphallar segir þannig að félagið muni skrá sig fyrir 40 prósentum hlutanna fyrir samtals fjórtán milljónir evra. Það gerir rétt rúmlega tvo milljarða króna. Síldarvinnslan keypti upphaflega 34,19 prósenta hlut í Arctic fish árið 2022 á genginu 100 norskar krónur á hlut.
Fiskeldi Síldarvinnslan Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda. 23. maí 2025 16:04