Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 22:00 Bjarki Gunnlaugsson er á því að Alexander Isak verði fljótlega orðinn leikmaður Liverpool. Einn fremsti umboðsmaður Íslands er nokkuð viss um það að Alexander Isak verði orðinn leikmaður Liverpool áður en leikmannaglugganum lokar um mánaðamótin. Bjarki Gunnlaugsson mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi mál sænska framherjans. Svíinn vill komast frá Newcastle og til Liverpool. Isak neitar að æfa og hefur ekkert verið í kringum Newcastle liðið síðustu vikur. Newcastle hefur hafnað 110 milljón punda tilboði Liverpool í leikmanninn en það er búist við öðru tilboði. Newcastle er ekki fórnarlamb „Þetta er fyrst og fremst leikmaðurinn sem er að standa sig vel og ég held að það sé ofaukið í þessu að Newcastle sé eitthvað fórnarlamb. Þeir keyptu leikmanninn á 75 milljónir punda og eiga nú möguleika á því að nær tvöfalda þá fjárfestingu,“ sagði Bjarki. „Newcastle er stór klúbbur en Liverpool er stærri. Ég held að við getum alveg sagt það án þess að meiða nokkurn mann. Hvort sem það eru fótboltamenn eða fólk í öðrum störfum þá vill maður alltaf ná sem lengst. Þarna er möguleiki fyrir hann að fara til Liverpool,“ sagði Bjarki. „Það eru miklar tilfinningar í gangi á báðum endum. Newcastle er stór klúbbur, komnir í Meistaradeildina og vilja halda sér þar. Þeir eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja en eru með leikmann sem vill fara,“ sagði Bjarki. „Starf umboðsmannsins í þessu er fyrst og fremst að passa upp á hagsmuni leikmannsins. Hann vill líka passa upp á að vera í sambandi við Newcastle áfram. Best er ef allir þrír aðilar eru vinir eftirá,“ sagði Bjarki. Er ekki staðan erfið þegar leikmaðurinn vill fara og hausinn því farinn? Þetta er ákveðin pólítík „Jú hún er ómöguleg fyrir Newcastle. Þeir eru samt ekki fórnarlömb í þessu. Þetta er ákveðin pólítík. Þeir verða að sýna ákveðin styrk gagnvart sínum aðdáendum og að það sé ekki vaðið yfir þá. Alex Ferguson sagði fyrir nokkrum árum síðan að þetta væri bara lítill klúbbur fyrir norðan. Þeir eru það ekki lengur og eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja,“ sagði Bjarki. „Þetta er fyrst og fremst einhver pólítík gagnvart aðdáendum, að það sé ekki verið að vaða yfir þá og það sé verið að veikja liðið. Þeir eru örugglega alveg sveittir við að leita að styrkingu líka fram á við,“ sagði Bjarki. Næst á dagskrá hjá félögunum tveimur er innbyrðis leikur þeirra á St James´s Park í Newcastle á mánudagskvöldið og Bjarki er á því að sá leikur muni marka ákveðin tímamót í þessu máli. „Þessi lið eiga að spila á mánudaginn og ég býst við því að þetta leysist eftir það. Að þeir fái sinn pening,“ sagði Bjarki. Fer ekki í þetta stríð án stuðnings frá Liverpool „Þetta er komið það langt einhvern veginn og ég held að ákveðinn hluti af þessu leikriti sé þannig að Alexander Isak sé ekki að fara í þetta stríð nema að vera með eitthvað back-up frá Liverpool. Þeir láta hann ekki standa einan og svo gerist ekki neitt,“ sagði Bjarki. „Það kæmi mér verulega á óvart ef það myndi gerast,“ sagði Bjarki. Verður Isak ekki fengur fyrir Liverpool? „Jú þetta er alveg heimsklassa sóknarmaður en þeir eru með heimsklassalið fyrir. Þeir eru að spila ákveðna tegund af fótbolta og eru með hörkuleikmenn. Það þarf því að búa til pláss fyrir svona leikmann,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Sjá meira
Bjarki Gunnlaugsson mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi mál sænska framherjans. Svíinn vill komast frá Newcastle og til Liverpool. Isak neitar að æfa og hefur ekkert verið í kringum Newcastle liðið síðustu vikur. Newcastle hefur hafnað 110 milljón punda tilboði Liverpool í leikmanninn en það er búist við öðru tilboði. Newcastle er ekki fórnarlamb „Þetta er fyrst og fremst leikmaðurinn sem er að standa sig vel og ég held að það sé ofaukið í þessu að Newcastle sé eitthvað fórnarlamb. Þeir keyptu leikmanninn á 75 milljónir punda og eiga nú möguleika á því að nær tvöfalda þá fjárfestingu,“ sagði Bjarki. „Newcastle er stór klúbbur en Liverpool er stærri. Ég held að við getum alveg sagt það án þess að meiða nokkurn mann. Hvort sem það eru fótboltamenn eða fólk í öðrum störfum þá vill maður alltaf ná sem lengst. Þarna er möguleiki fyrir hann að fara til Liverpool,“ sagði Bjarki. „Það eru miklar tilfinningar í gangi á báðum endum. Newcastle er stór klúbbur, komnir í Meistaradeildina og vilja halda sér þar. Þeir eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja en eru með leikmann sem vill fara,“ sagði Bjarki. „Starf umboðsmannsins í þessu er fyrst og fremst að passa upp á hagsmuni leikmannsins. Hann vill líka passa upp á að vera í sambandi við Newcastle áfram. Best er ef allir þrír aðilar eru vinir eftirá,“ sagði Bjarki. Er ekki staðan erfið þegar leikmaðurinn vill fara og hausinn því farinn? Þetta er ákveðin pólítík „Jú hún er ómöguleg fyrir Newcastle. Þeir eru samt ekki fórnarlömb í þessu. Þetta er ákveðin pólítík. Þeir verða að sýna ákveðin styrk gagnvart sínum aðdáendum og að það sé ekki vaðið yfir þá. Alex Ferguson sagði fyrir nokkrum árum síðan að þetta væri bara lítill klúbbur fyrir norðan. Þeir eru það ekki lengur og eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja,“ sagði Bjarki. „Þetta er fyrst og fremst einhver pólítík gagnvart aðdáendum, að það sé ekki verið að vaða yfir þá og það sé verið að veikja liðið. Þeir eru örugglega alveg sveittir við að leita að styrkingu líka fram á við,“ sagði Bjarki. Næst á dagskrá hjá félögunum tveimur er innbyrðis leikur þeirra á St James´s Park í Newcastle á mánudagskvöldið og Bjarki er á því að sá leikur muni marka ákveðin tímamót í þessu máli. „Þessi lið eiga að spila á mánudaginn og ég býst við því að þetta leysist eftir það. Að þeir fái sinn pening,“ sagði Bjarki. Fer ekki í þetta stríð án stuðnings frá Liverpool „Þetta er komið það langt einhvern veginn og ég held að ákveðinn hluti af þessu leikriti sé þannig að Alexander Isak sé ekki að fara í þetta stríð nema að vera með eitthvað back-up frá Liverpool. Þeir láta hann ekki standa einan og svo gerist ekki neitt,“ sagði Bjarki. „Það kæmi mér verulega á óvart ef það myndi gerast,“ sagði Bjarki. Verður Isak ekki fengur fyrir Liverpool? „Jú þetta er alveg heimsklassa sóknarmaður en þeir eru með heimsklassalið fyrir. Þeir eru að spila ákveðna tegund af fótbolta og eru með hörkuleikmenn. Það þarf því að búa til pláss fyrir svona leikmann,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Sjá meira