Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 09:33 Jakub Jankto skoraði fjögur mörk í 45 A-landsleikjum fyrir Tékkland. Getty/James Williamson Jakub Jankto, sem fyrir tveimur og hálfu ári varð fyrsti spilandi landsliðsmaðurinn í fótbolta til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna. Jankto er enn aðeins 29 ára gamall, og á að baki 45 A-landsleiki fyrir Tékkland, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri hættur í fótbolta. Hann segir aðalástæðuna fyrir því vera þá að hann hafi viljað búa nálægt syni sínum auk þess sem afar slæm ökklameiðsli hafi haldið honum frá keppni. 🚨🇨🇿 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Jakub Jankto (29) has retired from football. 👋He suffered a very serious injury, where he completely damaged the ligaments in his ankle.Jankto also says the key point was wanting to spend more time with his child. pic.twitter.com/MLmt0E8NVB— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2025 Jankto fékk mikinn stuðning þegar hann greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum í febrúar 2023 að hann væri hommi. „Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“ Hann kvaðst síðar í viðtali við BBC ekki sjá eftir neinu. „Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég svo sannarlega gera það því þetta hjálpaði mér og ég held að þetta hafi hjálpað mjög mörgum öðrum. Þetta var risastór stund fyrir alla fótboltamenn og það voru margir atvinnumenn, hjá mörgum félögum, sem skrifuðu mér og þökkuðu mér fyrir,“ sagði Jankto við BBC fyrir tveimur árum og bætti við: „Ég held að þetta hafi verið gott, jákvætt fordæmi fyrir aðra og núna er ég virkilega ánægður með að geta spilað án þess að þurfa að fela neitt eða vera hræddur. Ég held bara áfram eins og ekkert hafi ískorist og það er mjög, mjög gott. Þegar ég var að byrja sem atvinnumaður þá var það enn þannig að samkynhneigð var „ekki normal“ og enn svolítil hómófóbía í fótboltanum, að mínu viti. Þannig að ég var hræddur við það, 18 eða 19 ára innan um hina strákana að opna skilaboð í símanum, að þeir myndu sjá skilaboð eða mynd frá strák… en ég þurfti á því að halda að koma út úr skápnum til að verða betri.“ Jankto hefur verið án félags síðan að tveggja ára samningur hans við ítalska félagið Cagliari rann út í júní. Hann lék tuttugu leiki fyrra tímabilið en ekkert á síðustu leiktíð vegna fyrrnefndra ökklameiðsla sem nú hafa fengið hann til að leggja skóna á hilluna. Aðalástæðan er þó sonur hans sem að Jankto á með fyrrverandi konu sinni, Marketa Ottomanska, en þau hættu saman árið 2021. „Lykilatriðið var barnið mitt sem ég hafði ekki tækifæri á að hitta nægilega oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu því maður á bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja aftur til Prag,“ sagði Jankto þegar hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta. Jankto gat leikið sem vinstri bakvörður, miðjumaður eða kantmaður, og hóf ferilinn með Udinese en lék síðar með Sampdoria og svo Getafe á Spáni. Hann var svo um tíma að láni hjá Sparta Prag tímabilið 2022-23, þegar hann tilkynnti svo að hann væri samkynhneigður, áður en Cagliari fékk hann svo til sín sumarið 2023. Fótbolti Hinsegin Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Sjá meira
Jankto er enn aðeins 29 ára gamall, og á að baki 45 A-landsleiki fyrir Tékkland, en hann greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann væri hættur í fótbolta. Hann segir aðalástæðuna fyrir því vera þá að hann hafi viljað búa nálægt syni sínum auk þess sem afar slæm ökklameiðsli hafi haldið honum frá keppni. 🚨🇨🇿 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Jakub Jankto (29) has retired from football. 👋He suffered a very serious injury, where he completely damaged the ligaments in his ankle.Jankto also says the key point was wanting to spend more time with his child. pic.twitter.com/MLmt0E8NVB— EuroFoot (@eurofootcom) August 22, 2025 Jankto fékk mikinn stuðning þegar hann greindi frá því í færslu á samfélagsmiðlum í febrúar 2023 að hann væri hommi. „Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“ Hann kvaðst síðar í viðtali við BBC ekki sjá eftir neinu. „Ef ég gæti gert þetta aftur þá myndi ég svo sannarlega gera það því þetta hjálpaði mér og ég held að þetta hafi hjálpað mjög mörgum öðrum. Þetta var risastór stund fyrir alla fótboltamenn og það voru margir atvinnumenn, hjá mörgum félögum, sem skrifuðu mér og þökkuðu mér fyrir,“ sagði Jankto við BBC fyrir tveimur árum og bætti við: „Ég held að þetta hafi verið gott, jákvætt fordæmi fyrir aðra og núna er ég virkilega ánægður með að geta spilað án þess að þurfa að fela neitt eða vera hræddur. Ég held bara áfram eins og ekkert hafi ískorist og það er mjög, mjög gott. Þegar ég var að byrja sem atvinnumaður þá var það enn þannig að samkynhneigð var „ekki normal“ og enn svolítil hómófóbía í fótboltanum, að mínu viti. Þannig að ég var hræddur við það, 18 eða 19 ára innan um hina strákana að opna skilaboð í símanum, að þeir myndu sjá skilaboð eða mynd frá strák… en ég þurfti á því að halda að koma út úr skápnum til að verða betri.“ Jankto hefur verið án félags síðan að tveggja ára samningur hans við ítalska félagið Cagliari rann út í júní. Hann lék tuttugu leiki fyrra tímabilið en ekkert á síðustu leiktíð vegna fyrrnefndra ökklameiðsla sem nú hafa fengið hann til að leggja skóna á hilluna. Aðalástæðan er þó sonur hans sem að Jankto á með fyrrverandi konu sinni, Marketa Ottomanska, en þau hættu saman árið 2021. „Lykilatriðið var barnið mitt sem ég hafði ekki tækifæri á að hitta nægilega oft. Ég vildi breyta þeirri stöðu því maður á bara eina fjölskyldu og ég vildi vera nálægt syni mínum í Prag. Þess vegna ákvað ég að flytja aftur til Prag,“ sagði Jankto þegar hann tilkynnti að hann væri hættur í fótbolta. Jankto gat leikið sem vinstri bakvörður, miðjumaður eða kantmaður, og hóf ferilinn með Udinese en lék síðar með Sampdoria og svo Getafe á Spáni. Hann var svo um tíma að láni hjá Sparta Prag tímabilið 2022-23, þegar hann tilkynnti svo að hann væri samkynhneigður, áður en Cagliari fékk hann svo til sín sumarið 2023.
Fótbolti Hinsegin Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Sjá meira