Lífið

Inn­lit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfis­götu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísabella Ýrr sýndi Völu nýtt hótel í miðborginni.
Ísabella Ýrr sýndi Völu nýtt hótel í miðborginni.

Í nýju hóteli í miðbæ Reykjavíkur eru engin venjuleg herbergi heldur nokkurs konar svefnhólf sem eru mjög sérstök.

Svefnhólfin eða lokrekkjurnar eru annað hvort alveg niður við gólfið eða hækkaðar upp en samt lokaðar af.

Hótelið hefur fengið ýmis hönnunarverðlaun og er alveg einstakt og svefnhólfin á hótelinu eru til dæmis með led ljósum í ýmsum litum sem gestirnir stjórna sjálfir og hvert smáatriði er úthugsað. Útlitið er allt mjög flott og upplifunin einstök. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og leit við á City Hub við Hverfisgötuna.

„Þetta er svolítið öðruvísi. Þetta eru ekki venjuleg hótelherbergi. Þetta er ekki eins og þessi japönsku hólf sem fólk hefur séð. Þarna er aðeins meira pláss, þú getur verið með töskuna þína, skipt um föt og aðeins staðið upp og teygt úr þér,“ segir Ísabella Ýrr hjá City Hub.

Hér að neðan má sjá hvernig þetta allt saman lítur út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.