Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Al­vöru dramatík í uppbótartíma

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld Vísir/Viktor Freyr

FH og ÍBV mættust í Kaplakrika í kvöld þar sem boðið var upp á mikla dramatík og jöfnunarmark á elleftu stundu.

Leikurinn var frekar bragðdaufur lengi framan af og leit allt út fyrir að honum myndi ljúka með markalausu jafntefli en Hermann Þór Ragnarsson kom ÍBV 0-1 yfir með fyrsta skoti Eyjamanna á rammann á 88. mínútu.

Fjórum mínútum var bætt við og leikurinn að fjara út þegar heimamenn fengu aukaspyrnu með 95 mínútur á klukkunni. Kjartan Kári Halldórsson tók spyrnuna, sem virtist hafa viðkomu í varnarmanni og boltinn söng í netinu.

Niðurstaðan 1-1 jafntefli sem verður sennilega að teljast sanngjarnt þrátt fyrir að Eyjamenn séu eflaust drullusvekktir með að hafa glutrað þessu frá sér í lokin.

Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira