Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Agnar Már Másson skrifar 22. ágúst 2025 23:44 Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, fékk sex ára dóm árið 2023 vegna árásarinnar á Bankastræti Club árið á undan. Hann fékk reynslulausn sem nú er farin út um gluggan fyrst hann var gómaður við að reyna að smygla inn kannabis til landsins. Vísir/Vilhelm Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sakborningurinn Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, hafi játað sök í málinu og hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm. Tollurinn mun hafa lagt hald á umbúðirnar þegar þær komu með póstinum frá Taílandi. Annar maður var skráður fyrir sendingunni, samkvæmt dómnum, og tveir menn til viðbótar höfðu ætlað sér að sækja hundamatinn á pósthús í Reykjavík en þá hafði Tollurinn fundið um 992 grömm af marijúana í hundamatsumbúðunum. Ákæran var gefin út á hendur Alexander 1. júlí en í dómnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexander, sem er tæplega tuttugu og tveggja ára, kemst í kast við lögin. Eitt stærsta ofbeldismál síðustu ára Hann á sér nokkurn brotaferil að baki, en árið 2022 var Alexander dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. En hann var einnig einn af aðalsakborningum í máli er varðar stuguárás á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur árið 2022. Alexander var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2023 fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk aftur á móti reynslulausn í fyrra á 1.450 daga eftirstöðvum refsingar. En þegar upp komst um fíkniefnalagabrotið sem hér er fjallað um var hann færður í fangelsi að nýju fyrir rof á reynslulausn til afplánunar að nýju. Hann fær því 60 daga fangelsisdóm sem ekki eru forsendur til að skilorðsbinda í ljósi sakarferils, segir í dómnum. Bankastræti Club-málið er eitt umfangsmesta ofbeldismál sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla á undanförnum árum. Málið snýst um hópárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember 2022. Tuttugu og fimm menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust að þremur mönnum á neðri hæð staðarins. Alexander Máni var dæmdur fyrir að hafa stungið tvo menn með hníf en var sýknaður af ásökunum um þriðju stunguna. Tíu menn voru dæmdir fyrir beinar árásir með hnefa og spörkum og fjórtán voru dæmdir fyrir hlutdeild í árásinni, þar sem þeir voru inni á staðnum og veittu óbeint liðsinni. Fjöldi sakborninga og verjenda varð til þess að réttarhöldin fóru fram í Gullhömrum, þar sem hefðbundinn dómsalur þótti of lítill. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Fíkniefnabrot Reykjavík Fangelsismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sakborningurinn Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, hafi játað sök í málinu og hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm. Tollurinn mun hafa lagt hald á umbúðirnar þegar þær komu með póstinum frá Taílandi. Annar maður var skráður fyrir sendingunni, samkvæmt dómnum, og tveir menn til viðbótar höfðu ætlað sér að sækja hundamatinn á pósthús í Reykjavík en þá hafði Tollurinn fundið um 992 grömm af marijúana í hundamatsumbúðunum. Ákæran var gefin út á hendur Alexander 1. júlí en í dómnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexander, sem er tæplega tuttugu og tveggja ára, kemst í kast við lögin. Eitt stærsta ofbeldismál síðustu ára Hann á sér nokkurn brotaferil að baki, en árið 2022 var Alexander dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. En hann var einnig einn af aðalsakborningum í máli er varðar stuguárás á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur árið 2022. Alexander var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2023 fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk aftur á móti reynslulausn í fyrra á 1.450 daga eftirstöðvum refsingar. En þegar upp komst um fíkniefnalagabrotið sem hér er fjallað um var hann færður í fangelsi að nýju fyrir rof á reynslulausn til afplánunar að nýju. Hann fær því 60 daga fangelsisdóm sem ekki eru forsendur til að skilorðsbinda í ljósi sakarferils, segir í dómnum. Bankastræti Club-málið er eitt umfangsmesta ofbeldismál sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla á undanförnum árum. Málið snýst um hópárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember 2022. Tuttugu og fimm menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust að þremur mönnum á neðri hæð staðarins. Alexander Máni var dæmdur fyrir að hafa stungið tvo menn með hníf en var sýknaður af ásökunum um þriðju stunguna. Tíu menn voru dæmdir fyrir beinar árásir með hnefa og spörkum og fjórtán voru dæmdir fyrir hlutdeild í árásinni, þar sem þeir voru inni á staðnum og veittu óbeint liðsinni. Fjöldi sakborninga og verjenda varð til þess að réttarhöldin fóru fram í Gullhömrum, þar sem hefðbundinn dómsalur þótti of lítill.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Fíkniefnabrot Reykjavík Fangelsismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira