Erlent

Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York

Agnar Már Másson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AP

Fjöldi er látinn, þar á meðal barn, eftir að hópferðabíll með um fimmtíu farþegum valt á þjóðvegi í New York-ríki í Bandaríkjunum í dag.

Lögregla segir að einhverjir hafi farist og að tugir hafi særst í slysinu sem varð þegar rútubílstjórinn missti stjórn á bifreiðinni.

Slysið varð skammt frá Pembroke í ríkinu New York í Bandaríkjunum. AP/Libby March

Reuters hefur eftir Trooper James O'Callahan, talsmanni lögreglunnar, að yfirvöld telji að eitt barn sé meðal látinna. Flestir farþegarnir hafi verið asískir eða af asískum uppruna, þar á meðal kínverskum, indverskum og filippseyskum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×