Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 09:57 Stuðningsmenn Vestra sungu og trölluðu allt kvöldið á Laugardalsvelli í gær og uppskáru sögulegan sigur. vísir/Ernir Mjólkin flæddi og stemningin var rosaleg í stúkunni á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar Vestramenn urðu bikarmeistarar í fótbolta í fyrsta sinn. Í sannkölluðu gæsahúðarmyndbandi sem félagið birti í morgun má heyra úr ræðu þjálfarans Davíðs Smára Lamude, sjá aðdragandann og sigurstundina sjálfa. „Við erum búnir að setja þetta upp svona og teljum að það sé lykillinn, því við erum búnir að greina þetta… Nýtið gæðin sem við höfum í liðinu. Nýtið leiðtogahæfileikana í þessu liði. Og við berjumst áfram veginn saman… Síðast en ekki síst; Við skulum vera betra lið en Valur!“ segir Davíð Smári í myndbandinu sem sjá má hér að neðan. Undir myndbandinu ómar lagið „Hafið eða fjöllin“ sem magnaðir stuðningsmenn Vestra sameinuðust um að syngja á fallegri stundu um leið og lokaflautið gall, og þessi risastóri áfangi í íþróttasögu Vestfjarða var í höfn. Sumir ærðust af fögnuði en aðrir virtust þurfa tíma til að átta sig á því sem hafði gerst. En 1-0 sigur á Val var staðreynd, með stórkostlegu marki Jeppe Pedersen. Einn af þeim sem þurfti engan tíma til að átta sig var hollenski markvörðurinn Guy Smit sem spratt fyrstur leikmanna til stuðningsmanna og fagnaði með þeim, og knúsaði sérstaklega „fallega smiðinn“ Pétur Magnússon í bak og fyrir. Smit átti frábæran leik eins og aðrir leikmenn Vestra. Stuðningsfólk Vestra fjölmennti svo í veislusal Þróttar í næstu byggingu og fagnaði saman. Miðað við orð þjálfarans Davíðs Smára eftir leik fengu leikmenn þó kannski ekki svo mikinn tíma til að fagna, enda skammt í næsta leik. Vestri mætir Víkingi strax á þriðjudaginn. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð. Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
„Við erum búnir að setja þetta upp svona og teljum að það sé lykillinn, því við erum búnir að greina þetta… Nýtið gæðin sem við höfum í liðinu. Nýtið leiðtogahæfileikana í þessu liði. Og við berjumst áfram veginn saman… Síðast en ekki síst; Við skulum vera betra lið en Valur!“ segir Davíð Smári í myndbandinu sem sjá má hér að neðan. Undir myndbandinu ómar lagið „Hafið eða fjöllin“ sem magnaðir stuðningsmenn Vestra sameinuðust um að syngja á fallegri stundu um leið og lokaflautið gall, og þessi risastóri áfangi í íþróttasögu Vestfjarða var í höfn. Sumir ærðust af fögnuði en aðrir virtust þurfa tíma til að átta sig á því sem hafði gerst. En 1-0 sigur á Val var staðreynd, með stórkostlegu marki Jeppe Pedersen. Einn af þeim sem þurfti engan tíma til að átta sig var hollenski markvörðurinn Guy Smit sem spratt fyrstur leikmanna til stuðningsmanna og fagnaði með þeim, og knúsaði sérstaklega „fallega smiðinn“ Pétur Magnússon í bak og fyrir. Smit átti frábæran leik eins og aðrir leikmenn Vestra. Stuðningsfólk Vestra fjölmennti svo í veislusal Þróttar í næstu byggingu og fagnaði saman. Miðað við orð þjálfarans Davíðs Smára eftir leik fengu leikmenn þó kannski ekki svo mikinn tíma til að fagna, enda skammt í næsta leik. Vestri mætir Víkingi strax á þriðjudaginn. „Þeir fá að fagna þessu stutt. Það er æfing á morgun og leikur gegn Víkingi á þriðjudaginn. Deildin er að spilast þannig að hver leikur er úrslitaleikur og við verðum að horfa á þennan leik gegn Víkingi sem úrslitaleik,“ sagði Davíð.
Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira