Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 12:30 Halldóra Huld Ingvarsdóttir í viðtali eftir Íslandsmeistaratitilinn í dag, með soninn í fanginu. Vísir Halldóra Huld Ingvarsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni kvenna í dag eftir að hafa ákveðið á síðustu stundu að taka þátt. Hún eignaðist son í apríl síðastliðnum og hélt á honum í viðtali eftir að titillinn var í höfn. Halldóra þekkir það að hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hún varð Íslandsmeistari í hálfu maraþoni fyrir ári síðan, eignaðist svo soninn Ingvar Stein 3. apríl og varð Íslandsmeistari í maraþoni í dag. „Ég er bara mjög sátt. Ég ákvað bara eiginlega í gær að fara maraþon, svo ég gat ekki sett mér nein háleit markmið. En draumurinn var að ná Íslandsmeistaratitli,“ sagði Halldóra en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Halldóra Huld Íslandsmeistari í maraþoni Fram kom í viðtalinu að hún hefði hlaupið á 3 klukkustundum og 13 mínútum. Hlauparar kvörtuðu sumir undan miklum vindi í hlaupinu en Halldóra sagði rokið ekki hafa haft of mikil áhrif: „Ekki það mikil myndi ég segja, því ég var að hlaupa þetta með tveimur geggjuðum mönnum og við skiptumst á að kljúfa vindinn. Það gerir svo mikið, og að geta peppað hvert annað áfram. Það hafði mikið að segja.“ Eins og fyrr segir er býsna stutt síðan Halldóra var á fæðingardeildinni en hún lét það ekki stöðva sig: „Þetta var klárlega meiri skipulagning en vanalega en það gekk í rauninni allt upp. Ég er umkringd geggjuðu fólki sem að var tilbúið að grípa inn í og hjálpa mér,“ sagði Halldóra sem ætlar að fagna með syninum unga: „Bara kúra með honum. Það er það sem mig langar að gera. Fá mér eitthvað mjög gott að borða og slappa af.“ Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. 23. ágúst 2025 11:46 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. 23. ágúst 2025 08:06 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Halldóra þekkir það að hlaupa til sigurs í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hún varð Íslandsmeistari í hálfu maraþoni fyrir ári síðan, eignaðist svo soninn Ingvar Stein 3. apríl og varð Íslandsmeistari í maraþoni í dag. „Ég er bara mjög sátt. Ég ákvað bara eiginlega í gær að fara maraþon, svo ég gat ekki sett mér nein háleit markmið. En draumurinn var að ná Íslandsmeistaratitli,“ sagði Halldóra en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Halldóra Huld Íslandsmeistari í maraþoni Fram kom í viðtalinu að hún hefði hlaupið á 3 klukkustundum og 13 mínútum. Hlauparar kvörtuðu sumir undan miklum vindi í hlaupinu en Halldóra sagði rokið ekki hafa haft of mikil áhrif: „Ekki það mikil myndi ég segja, því ég var að hlaupa þetta með tveimur geggjuðum mönnum og við skiptumst á að kljúfa vindinn. Það gerir svo mikið, og að geta peppað hvert annað áfram. Það hafði mikið að segja.“ Eins og fyrr segir er býsna stutt síðan Halldóra var á fæðingardeildinni en hún lét það ekki stöðva sig: „Þetta var klárlega meiri skipulagning en vanalega en það gekk í rauninni allt upp. Ég er umkringd geggjuðu fólki sem að var tilbúið að grípa inn í og hjálpa mér,“ sagði Halldóra sem ætlar að fagna með syninum unga: „Bara kúra með honum. Það er það sem mig langar að gera. Fá mér eitthvað mjög gott að borða og slappa af.“
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. 23. ágúst 2025 11:46 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. 23. ágúst 2025 08:06 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. 23. ágúst 2025 11:46
Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31
Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála. 23. ágúst 2025 08:06
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti