Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2025 07:28 Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Pilou Asbæk fara með aðalhlutverk í Eldunum. Fyrsta kitlan úr rómantíska spennutryllinum Eldunum er komin á Vísi. Eldarnir er fyrsta kvikmynd Uglu Hauksdóttur, skartar Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur og Pilou Asbæk í aðalhlutverkum og verður frumsýnd hér á landi 11. september. Eldarnir fjallar um Önnu Arnardóttur (Vigdís Hrefna), einn helsta eldfjallafræðing landsins sem stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar. Kvikmyndin byggir á skáldsögunni Eldarnir - Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem kom út 2020 og sló rækilega í gegn. Plakatið fyrir Eldana var frumsýnt í síðust viku og er ansi skuggalegt. Ugla Hauksdóttir er einn mest spennandi leikstjóri landsins um þessar mundir. Frá því hún lauk meistaranámi í leikstjórn frá Columbia árið 2016 hefur Ugla leikstýrt þáttum í sjónvarpsþáttaröðunum Ófærð, Hanna, Snowfall, The Power og nú síðast Alien: Earth sem eru nýkomnir út og hafa fengið góðar viðtökur. Með aðalhlutverk í Eldunum fara Vigdís Hrefna Pálsdóttir og danski leikarinn Pilou Asbæk. Vigdís hefur leikið á sviði Þjóðleikhússins við góðan orðstír síðustu tuttugu ár og lék nýlega í þáttunum Útilegu á Sjónvarpi Símans. Asbæk er þekktastur fyrir að leika spunameistarann Kasper Juul í Borgen en hefur einnig verið í Games of Thrones og Foundation. Auk þeirra fara Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Jörundur Ragnarsson, Þór H. Tulinius, Jóhann G. Jóhannsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir með hlutverk í myndinni. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Eldarnir fjallar um Önnu Arnardóttur (Vigdís Hrefna), einn helsta eldfjallafræðing landsins sem stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar. Kvikmyndin byggir á skáldsögunni Eldarnir - Ástin og aðrar hamfarir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem kom út 2020 og sló rækilega í gegn. Plakatið fyrir Eldana var frumsýnt í síðust viku og er ansi skuggalegt. Ugla Hauksdóttir er einn mest spennandi leikstjóri landsins um þessar mundir. Frá því hún lauk meistaranámi í leikstjórn frá Columbia árið 2016 hefur Ugla leikstýrt þáttum í sjónvarpsþáttaröðunum Ófærð, Hanna, Snowfall, The Power og nú síðast Alien: Earth sem eru nýkomnir út og hafa fengið góðar viðtökur. Með aðalhlutverk í Eldunum fara Vigdís Hrefna Pálsdóttir og danski leikarinn Pilou Asbæk. Vigdís hefur leikið á sviði Þjóðleikhússins við góðan orðstír síðustu tuttugu ár og lék nýlega í þáttunum Útilegu á Sjónvarpi Símans. Asbæk er þekktastur fyrir að leika spunameistarann Kasper Juul í Borgen en hefur einnig verið í Games of Thrones og Foundation. Auk þeirra fara Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson, Jörundur Ragnarsson, Þór H. Tulinius, Jóhann G. Jóhannsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir með hlutverk í myndinni.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira