Upp­gjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Stjörnumenn fögnuðu í kvöld.
Stjörnumenn fögnuðu í kvöld. Vísir/Diego

KR tapaði fyrir Stjörnunni á Meistaravöllum í tuttugustu umferð Bestu deildar karla í dag. Örvar Eggertsson, leikmaður Stjörnunnar var sjóðheitur í dag og skoraði bæði mörk gestanna. Þrjú mikilvæg stig fyrir Stjörnuna sem eru nú í harðri baráttu um Evrópusæti.

Gestirnir byrjuðu af krafti og komust strax yfir á áttundu mínútu leiksins þegar Örvar Eggertsson nýtti sér mistök í vörn KR og skoraði fyrsta mark leiksins.

KR skapaði sér fjölda færa, en þrátt fyrir mikla yfirburði tókst þeim ekki að koma boltanum í netið. Staðan því 0-1 í hálfleik.

Heimamenn komu út í seinni hálfleik í sama gír og tók þá einungis þrjár mínútur að jafna leikinn. Þeir héldu áfram að ógna marki gestanna en skorti nákvæmni í síðasta þriðjungi vallarins sem kom í veg fyrir frekari mörk.

Stjörnumenn gáfust ekki upp og komu sér aftur inn í leikinn. Þeir náðu aftur forystunni á 87. mínútu þegar Örvar Eggertsson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu og tryggði Stjörnunni þar með sigurinn.

Með sigrinum fer Stjarnan upp í þriðja sæti deildarinnar og heldur þar með áfram góðu gengi. Liðið hefur snúið við blaðinu á undanförnum vikum og er nú komið í harða baráttu um toppsæti.

Frammistaða KR-inga var í raun, en skortur á nýtingu færanna og veikleikar í vörninni var þeim dýrkeypt. Þjálfari liðsins, Óskar Hrafn Þorvaldsson stendur frammi fyrir erfiðu verkefni. Liðið þarf að fara að skora mörk ef þeir ætla að forðast fall í lok tímabils.

Atvik leiksins

Daníel Finns meiddist á 38. mínútu og þurfti að yfirgefa völlinn á börum. Það dró aðeins úr krafti Stjörnunnar eftir skiptinguna en náði KR ekki að nýta sér það.

Seinna mark Stjörnunnar gerði það að verkum að heimamenn fóru í einskonar örvæntingarham og lögðu allt í að jafna leikinn, en án árangurs.

Stjörnur og skúrkar

Örvar Eggertsson flottur í dag hjá Stjörnunni, tvö mikilvæg mörk frá honum sem tryggði Stjörnunni sigurinn.

Dómarar

Jóhann Ingi Jónsson var á flautunni í dag, með honum á hliðarlínunum voru Ragnar Þór Bender og Kristján Már Ólafs. Eftirlitsmaður var Halldór Breiðfjörð Jóhannesson og varadómari Elías Ingi Árnason. Jóhann dæmdi leikinn vel í dag, engin vafamál og ekkert vesen.

Örvar Eggertssonvísir/Diego

Örvar Eggertsson: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim

Stjarnan sigraði KR á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar eftir föst leikatriði.

„Það var fínt að skora tvö mörk í dag eftir hornspyrnu, það var gaman. Við vorum ekki góðir í dag. Ég var mjög ósáttur með spilamennskuna. Við tökum þessa þrjá punkta, sterka punkta og förum brosandi heim,“ sagði Örvar Eggertsson, markaskorari Stjörnunnar, eftir leikinn í dag.

Með sigrinum í dag lyfti Stjarnan sér upp fyrir Breiðablik í 3. sætið. Góðu gengi Stjörnunnar heldur því áfram og er liðið að blanda sér í titilbaráttuna.

„Næsti leikur er við KA og við hugsum bara um hann. Við tökum einn leik í einu og hugsum um okkur sjálfa.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira