„Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. ágúst 2025 14:18 Júlíus Mar Júlíusson segir KR-inga spennta fyrir kvöldinu og ákveðna í því að gera vel fyrir stuðningsmenn á sínum heimavelli. vísir / jón gautur Júlíus Mar Júlíusson, leikmaður KR, segir spennu í hópnum fyrir leik við Stjörnuna að Meistaravöllum í Vesturbæ í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. „Þetta leggst mjög vel í menn. Þeir eru spenntir fyrir verkefninu og allir tilbúnir að gera sitt besta í dag og skila stuðningsmönnum glöðum heim,“ segir Júlíus við íþróttadeild. KR vann Fram 1-0 í síðasta leik og var það í fyrsta skipti sem liðið tengir saman tvo sigra í sumar og sömuleiðis fyrsti útisigur liðsins - ef heimaleikir á hálfgerðum útivelli í Laugardal framan af sumri eru undanskildir. Það er því létt yfir mönnum. „Það hefur góð áhrif á hópinn að vinna en fyrst og fremst er það frammistaðan sem þarf að vera góð og vaxandi í leiknum hjá okkur. Þetta er ákveðið ferli og við þurfum að halda áfram að bæta okkur dag frá degi,“ segir Júlíus. KR féll heldur mikið til baka í síðari hálfleik gegn Fram í síðasta leik og voru heldur ólíkir því sem maður hefur vanist frá liðinu í sumar. Enda 1-0 ekki algengar lokatölur. Þarf að laga eitthvað frá leiknum við Fram? „Við leikmenn þurfum að stíga upp og gera okkar besta. Að fylgja leikplaninu og þá gerist það líklega ekki aftur. Þetta er bara á okkur, við þurfum bara að vera klárir og styðja við bakið á hvort öðrum.“ Von á skemmtilegum leik Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu síðustu vikur og getur með sigri farið upp í þriðja sæti deildarinnar. Garðbæingar setja stefnuna á Evrópusæti og eftir sigur Vestra í bikarúrslitum er ljóst að aðeins efstu þrjú sæti deildarinnar gefa keppnisrétt í Evrópu að ári. Bæði lið þurfa þrjú stig í jafnri deildinni. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur. Bæði lið vilja sækja til sigurs. Ég held það verði spilaður flottur fótbolti í kvöld, svo er veðrið gott svo aðstæður eru mjög góðar fyrir góðan fótboltaleik í kvöld,“ segir Júlíus sem er þá spenntur fyrir því að spila fyrir framan stuðningsmenn KR-inga í Vesturbænum. „Það gefur okkur ótrúlega mikið að spila á Meistaravöllum því við eigum bestu stuðningsmenn á landinu. Þeir eru alltaf duglegir að mæta og það eru alltaf yfir 1.500 manns á hverjum leik. Við eigum þeim vel að þakka fyrir það og ætlum að gera vel fyrir stuðningsmennina í kvöld. Leikur KR og Stjörnunnar hefst klukkan 18:00 á Meistaravöllum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland og hefst útsending klukkan 17:50. KR Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í menn. Þeir eru spenntir fyrir verkefninu og allir tilbúnir að gera sitt besta í dag og skila stuðningsmönnum glöðum heim,“ segir Júlíus við íþróttadeild. KR vann Fram 1-0 í síðasta leik og var það í fyrsta skipti sem liðið tengir saman tvo sigra í sumar og sömuleiðis fyrsti útisigur liðsins - ef heimaleikir á hálfgerðum útivelli í Laugardal framan af sumri eru undanskildir. Það er því létt yfir mönnum. „Það hefur góð áhrif á hópinn að vinna en fyrst og fremst er það frammistaðan sem þarf að vera góð og vaxandi í leiknum hjá okkur. Þetta er ákveðið ferli og við þurfum að halda áfram að bæta okkur dag frá degi,“ segir Júlíus. KR féll heldur mikið til baka í síðari hálfleik gegn Fram í síðasta leik og voru heldur ólíkir því sem maður hefur vanist frá liðinu í sumar. Enda 1-0 ekki algengar lokatölur. Þarf að laga eitthvað frá leiknum við Fram? „Við leikmenn þurfum að stíga upp og gera okkar besta. Að fylgja leikplaninu og þá gerist það líklega ekki aftur. Þetta er bara á okkur, við þurfum bara að vera klárir og styðja við bakið á hvort öðrum.“ Von á skemmtilegum leik Stjarnan hefur verið á mikilli siglingu síðustu vikur og getur með sigri farið upp í þriðja sæti deildarinnar. Garðbæingar setja stefnuna á Evrópusæti og eftir sigur Vestra í bikarúrslitum er ljóst að aðeins efstu þrjú sæti deildarinnar gefa keppnisrétt í Evrópu að ári. Bæði lið þurfa þrjú stig í jafnri deildinni. „Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur. Bæði lið vilja sækja til sigurs. Ég held það verði spilaður flottur fótbolti í kvöld, svo er veðrið gott svo aðstæður eru mjög góðar fyrir góðan fótboltaleik í kvöld,“ segir Júlíus sem er þá spenntur fyrir því að spila fyrir framan stuðningsmenn KR-inga í Vesturbænum. „Það gefur okkur ótrúlega mikið að spila á Meistaravöllum því við eigum bestu stuðningsmenn á landinu. Þeir eru alltaf duglegir að mæta og það eru alltaf yfir 1.500 manns á hverjum leik. Við eigum þeim vel að þakka fyrir það og ætlum að gera vel fyrir stuðningsmennina í kvöld. Leikur KR og Stjörnunnar hefst klukkan 18:00 á Meistaravöllum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland og hefst útsending klukkan 17:50.
KR Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira