Innherjamolar

Viðsnúningur í óverð­tryggðum íbúðalánum eftir inn­komu Kviku á markaðinn

Hörður Ægisson skrifar

Tengdar fréttir

Eftir­spurnin fór „langt fram úr“ áætlunum með innkomu Kviku á íbúðalána­markað

Sókn Kviku inn á íbúðalánamarkaðinn hefur farið fram úr björtustu vonum, að sögn bankastjórans, en á rétt ríflega einum mánuði nema þau útlán bankans samtals um tuttugu milljörðum, vel umfram vaxtarmarkmið bankans fyrir árið í heild sinni. Til að tempra vöxtinn, sem hefur einkum verið vegna endurfjármögnunar, hefur bankinn núna hækkað lítillega vextina á nýjum breytilegum óverðtryggðum lánum en líklegt er viðmið um vægi íbúðalána af heildarlánasafni Kviku verði eitthvað hærra en áður hefur verið gefið út.

Ný útlán til fyrir­tækja skruppu saman um nærri þriðjung á fyrri árs­helmingi

Talsvert hefur hægt á lántöku fyrirtækja að undanförnu samtímis viðvarandi háu raunvaxtastigi en hrein ný útlán fjármálastofnana til atvinnulífsins drógust saman um nærri sextíu milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Ólíkt þróuninni í fyrra sækjast fyrirtækin núna í óverðtryggða fjármögnun á meðan þau eru að greiða upp verðtryggð lán.




Innherjamolar

Sjá meira


×