Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. ágúst 2025 11:36 Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi. Í bakgrunni sést í Sævar Þór Jónsson verjandi hans. Vísir/Anton Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías, sem er 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Matthías gaf skýrslu fyrir dómi í gærmorgun og má lesa um það hér að neðan. Eitthvað sem hafði ekki gerst áður Móðir Matthíasar segir að hann hafi verið heima þetta kvöld, í herberginu sínu. Um tíu- eða hálfellefuleytið hafi hann sagst ætla að fara út og koma snemma heim, fyrir miðnætti. Hún sagðist hafa beðið hann um að fara ekki. Fósturfaðir hans hefði ákveðið að bíða eftir honum og reynt að ná í hann um miðnætti. Annar maður en Matthías hafi svarað honum, og það komið þeim í opna skjöldu, en faðirinn mun þá hafa vakið móðiruna. „Um miðnætti sendi ég honum skilaboðin: „Ætlaðir þú ekki að vera kominn heim?“ Ég fæ ekkert svar. Korter yfir tólf er mér svarað, það er maður sem svarar í símann hans og ég spyr hvort Matthías sé þarna, og þá er mér svarað „Ert þú forráðamaður Hauks?“ Ég segi nei, og þá er skellt á,“ sagði fósturfaðirinn fyrir dómi sem vakti móðurina í kjölfarið. „Ég verð mjög stressuð því það er ekki eitthvað sem hefur gerst áður, hann svarar alltaf sjálfur í sinn síma,“ sagði móðir Matthíasar. Þess má geta að Matthías hélt því fram fyrir dómi að Stefán Blackburn hefði hringt í hann og beðið hann að hjálpa við að laga bilaða Teslu. Þegar hann hafi mætt á vettvang hafi blasað við honum maður með poka yfir höfðinu, sem mun hafa verið Hjörleifur, hinn látni í málinu. Þá sagði Matthías að Stefán Blackburn hefði tekið símann af honum þegar hann mætti og farið að hringja. Skilaði sér ekki heim um morguninn Móðir Matthíasar segir að eftir að faðirinn vakti hana hafi hún farið fram úr, og hringt ítrekað í son sinn sem ekki hafi svarað. Matthías hafi síðan svarað skömmu fyrir eitt. „Hann segir mér að það sé allt í lagi, og að hann sé á leiðinni heim,“ sagði hún. Henni hafi tekist að sofna, en sofið órólega og mikið vaknað. Um fimm- eða hálfsexleytið hafi hún vaknað og athugað hvort hann hafi skilað sér heim sem hann hafði ekki gert. Þau hafi haldið áfram að hringja um morguninn og þau ákveðið að hann myndi fara á lögreglustöð og tilkynna hann týndan, sem hann hafi gert. Síðan hafi móðirin fengið símtal um hádegisleytið frá lögfræðiskrifstofu Matthíasar um að hann væri staddur þar. Hún hafi síðan sótt hann, en skömmu eftir komuna heim hafi Matthías verið handtekinn. Heimsókn skömmu eftir handtökuna Örfáum dögum eftir handtökuna hafi ungur maður komið heim til þeirra og hvatt Matthías til að skipta um lögmann. „Hann kynnir sig sem vin hans Matthíasar, kynnir sig með nafni, við höfðum ekki hitt hann áður. Hann var ekki ógnandi. Hann sýndi okkur Facebook-prófíl hjá lögfræðingi og sagði að Matthías ætti að fara til þessa lögfræðings,“sagði móðirin. „Við erum í miklu uppnámi og tjáum honum það að við getum ekkert haft samband við Matthías því hann sé í einangrun,“ sagði fósturfaðirinn. „Hann hefur ekki komið heim til okkar áður, þessi drengur.“ Sigurður G. Gíslason, dómarinn í málinu, spurði móðurina hvort þessi ungi maður hefði tekið þessa tillögu upp hjá sjálfum sér eða hvort þetta væri frá öðrum komið. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun Verjandi Matthíasar bað móður hans um að lýsa syni sínum. Hún sagðist ekki þekkja til þess að hann hefði tekið þátt í neinu þessu líku áður. „Matthías er blíður og góður. Hann hefur alltaf verið góður og aldrei sýnt af sér neina ofbeldishegðun eða neitt svoleiðis,“ sagði hún. „Hann er ekki í neyslu. Við höfum aldrei orðið vör við það að hann hafi verið í neyslu eða fengið vitneskju um að hann hafi lent í veseni hjá lögreglunni eða neitt svoleiðis.“ Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías, sem er 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Matthías gaf skýrslu fyrir dómi í gærmorgun og má lesa um það hér að neðan. Eitthvað sem hafði ekki gerst áður Móðir Matthíasar segir að hann hafi verið heima þetta kvöld, í herberginu sínu. Um tíu- eða hálfellefuleytið hafi hann sagst ætla að fara út og koma snemma heim, fyrir miðnætti. Hún sagðist hafa beðið hann um að fara ekki. Fósturfaðir hans hefði ákveðið að bíða eftir honum og reynt að ná í hann um miðnætti. Annar maður en Matthías hafi svarað honum, og það komið þeim í opna skjöldu, en faðirinn mun þá hafa vakið móðiruna. „Um miðnætti sendi ég honum skilaboðin: „Ætlaðir þú ekki að vera kominn heim?“ Ég fæ ekkert svar. Korter yfir tólf er mér svarað, það er maður sem svarar í símann hans og ég spyr hvort Matthías sé þarna, og þá er mér svarað „Ert þú forráðamaður Hauks?“ Ég segi nei, og þá er skellt á,“ sagði fósturfaðirinn fyrir dómi sem vakti móðurina í kjölfarið. „Ég verð mjög stressuð því það er ekki eitthvað sem hefur gerst áður, hann svarar alltaf sjálfur í sinn síma,“ sagði móðir Matthíasar. Þess má geta að Matthías hélt því fram fyrir dómi að Stefán Blackburn hefði hringt í hann og beðið hann að hjálpa við að laga bilaða Teslu. Þegar hann hafi mætt á vettvang hafi blasað við honum maður með poka yfir höfðinu, sem mun hafa verið Hjörleifur, hinn látni í málinu. Þá sagði Matthías að Stefán Blackburn hefði tekið símann af honum þegar hann mætti og farið að hringja. Skilaði sér ekki heim um morguninn Móðir Matthíasar segir að eftir að faðirinn vakti hana hafi hún farið fram úr, og hringt ítrekað í son sinn sem ekki hafi svarað. Matthías hafi síðan svarað skömmu fyrir eitt. „Hann segir mér að það sé allt í lagi, og að hann sé á leiðinni heim,“ sagði hún. Henni hafi tekist að sofna, en sofið órólega og mikið vaknað. Um fimm- eða hálfsexleytið hafi hún vaknað og athugað hvort hann hafi skilað sér heim sem hann hafði ekki gert. Þau hafi haldið áfram að hringja um morguninn og þau ákveðið að hann myndi fara á lögreglustöð og tilkynna hann týndan, sem hann hafi gert. Síðan hafi móðirin fengið símtal um hádegisleytið frá lögfræðiskrifstofu Matthíasar um að hann væri staddur þar. Hún hafi síðan sótt hann, en skömmu eftir komuna heim hafi Matthías verið handtekinn. Heimsókn skömmu eftir handtökuna Örfáum dögum eftir handtökuna hafi ungur maður komið heim til þeirra og hvatt Matthías til að skipta um lögmann. „Hann kynnir sig sem vin hans Matthíasar, kynnir sig með nafni, við höfðum ekki hitt hann áður. Hann var ekki ógnandi. Hann sýndi okkur Facebook-prófíl hjá lögfræðingi og sagði að Matthías ætti að fara til þessa lögfræðings,“sagði móðirin. „Við erum í miklu uppnámi og tjáum honum það að við getum ekkert haft samband við Matthías því hann sé í einangrun,“ sagði fósturfaðirinn. „Hann hefur ekki komið heim til okkar áður, þessi drengur.“ Sigurður G. Gíslason, dómarinn í málinu, spurði móðurina hvort þessi ungi maður hefði tekið þessa tillögu upp hjá sjálfum sér eða hvort þetta væri frá öðrum komið. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun Verjandi Matthíasar bað móður hans um að lýsa syni sínum. Hún sagðist ekki þekkja til þess að hann hefði tekið þátt í neinu þessu líku áður. „Matthías er blíður og góður. Hann hefur alltaf verið góður og aldrei sýnt af sér neina ofbeldishegðun eða neitt svoleiðis,“ sagði hún. „Hann er ekki í neyslu. Við höfum aldrei orðið vör við það að hann hafi verið í neyslu eða fengið vitneskju um að hann hafi lent í veseni hjá lögreglunni eða neitt svoleiðis.“
Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira