Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 23:16 Tryggvi Snær Hlinason gengur í öll störf á bóndabænum finnst sum skemmtilegri en margur býst við. Getty/Massimo Ceretti Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason er maður verka, bæði inn á vellinum og utan hans. Það sést líka vel á svörum hans í myndbandi. Tryggvi verður í risastóru hlutverki með íslenska karlalandsliðinu á Evrópumótinu sem hefst með leik á móti Ísrael á fimmtudaginn. Í tilefni af Evrópumótinu, því þriðja í sögu íslenska landsliðsins og því öðru hjá Tryggva, þá fékk Tryggvi það verkefni að raða upp bústörfunum blindandi frá eitt til sex út frá því hvert þeirra er skemmtilegast. Leiðrétting: Fyrst sögðum við að þetta væri af samfélagsmiðlum KKÍ en það er ekki rétt þótt að KKÍ hafi fengið að deila myndbandinu á sínum miðlum. Þetta var unnið og tekið saman af Ríkissjónvarpinu. Tryggvi er frá bænum Svartárkoti í Bárðardal en þetta er efsti bærinn í dalnum og draumastaður fyrir Tryggva og fleiri. „Alltaf stemmning þar. Paradís,“ sagði Tryggvi. Tryggvi spilar sem atvinnumaður á Spáni en hann notar sumarfríið til að koma heim í Svartárkot og aðstoða við bústörfin. Tryggvi veit því vel um hvað þau snúast og hefur skoðanir á því hvert þeirra er skemmtilegast. Hér fyrir neðan má sjá svörin hans Tryggva en það vakti vissulega athygli að hann setti „að moka skít“ í annað sætið. „Mér finnst það gott,“ sagði Tryggvi og brosti. Ég er ekki frá því að ákveðinn karakter úr kvikmyndinni Dalalíf hafi komið upp í huga margra þeirra eldri en þar fór Sigurður Sigurjónsson algjörlega á kostum eins og oft áður. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Tryggvi verður í risastóru hlutverki með íslenska karlalandsliðinu á Evrópumótinu sem hefst með leik á móti Ísrael á fimmtudaginn. Í tilefni af Evrópumótinu, því þriðja í sögu íslenska landsliðsins og því öðru hjá Tryggva, þá fékk Tryggvi það verkefni að raða upp bústörfunum blindandi frá eitt til sex út frá því hvert þeirra er skemmtilegast. Leiðrétting: Fyrst sögðum við að þetta væri af samfélagsmiðlum KKÍ en það er ekki rétt þótt að KKÍ hafi fengið að deila myndbandinu á sínum miðlum. Þetta var unnið og tekið saman af Ríkissjónvarpinu. Tryggvi er frá bænum Svartárkoti í Bárðardal en þetta er efsti bærinn í dalnum og draumastaður fyrir Tryggva og fleiri. „Alltaf stemmning þar. Paradís,“ sagði Tryggvi. Tryggvi spilar sem atvinnumaður á Spáni en hann notar sumarfríið til að koma heim í Svartárkot og aðstoða við bústörfin. Tryggvi veit því vel um hvað þau snúast og hefur skoðanir á því hvert þeirra er skemmtilegast. Hér fyrir neðan má sjá svörin hans Tryggva en það vakti vissulega athygli að hann setti „að moka skít“ í annað sætið. „Mér finnst það gott,“ sagði Tryggvi og brosti. Ég er ekki frá því að ákveðinn karakter úr kvikmyndinni Dalalíf hafi komið upp í huga margra þeirra eldri en þar fór Sigurður Sigurjónsson algjörlega á kostum eins og oft áður. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir)
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira