Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 08:33 Liðsfélagarnir sáu í hvað stefndi og héldu aftur af Jarrod Bowen. Getty/Mike Egerton Jarrod Bowen, fyrirliði West Ham, var stöðvaður af liðsfélögum sínum þegar hann virtist á leiðinni upp í stúku eftir að hafa átt í orðaskaki við stuðningsmenn í gærkvöld. Bowen hefur þegar beðist afsökunar á framferði sínu en hann var bersýnilega reiður eftir eitthvað sem sagt var við hann að loknu afar sáru 3-2 tapi gegn Wolves í enska deildabikarnum í fótbolta í gær. Þeir stuðningsmenn West Ham sem fylgdu liðinu á leikinn sáu Hamrana missa niður 2-1 forskot á lokakafla leiksins þegar Jörgen Strand Larsen skoraði tvívegis fyrir heimamenn. Áður hafði West Ham tapað illa í fyrstu tveimur leikjum sínum í úrvalsdeildinni, 3-0 gegn Sunderland og 5-1 gegn Chelsea. Hér að neðan má sjá þegar Bowen reifst við stuðningsmenn og eins og sjá má endaði það með því að liðsfélagar hans, Tomas Soucek og Alphonse Areola, þurftu að stökkva til og koma honum í burtu. Jarrod Bowen has apologised on social media for his conduct following West Ham's Carabao Cup exit. pic.twitter.com/bYXYYtlWTl— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2025 Miðað við athugasemdir á samfélagsmiðlum virðast stuðningsmenn West Ham styðja við Bowen og frekar blöskra framferði þeirra stuðningsmanna sem reittu fyrirliðann til reiði. Bowen virðist engu að síður hafa séð að sér því hann birti svo afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum mjög skömmu síðar. „Ég bið stuðningsmenn afsökunar á viðbrögðum mínum í kvöld. Ég er ástríðufullur maður og mun alltaf berjast þegar ég stíg inn á völlinn. En ég verð að sýna betra fordæmi og þið stuðningsmenn vitið hversu mikið ég dýrka ykkur og þetta félag! Við komumst saman í gegnum erfiða tíma og ég sé ykkur á sunnudaginn,“ skrifaði Bowen. West Ham sækir Nottingham Forest heim á sunnudaginn í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Bowen hefur þegar beðist afsökunar á framferði sínu en hann var bersýnilega reiður eftir eitthvað sem sagt var við hann að loknu afar sáru 3-2 tapi gegn Wolves í enska deildabikarnum í fótbolta í gær. Þeir stuðningsmenn West Ham sem fylgdu liðinu á leikinn sáu Hamrana missa niður 2-1 forskot á lokakafla leiksins þegar Jörgen Strand Larsen skoraði tvívegis fyrir heimamenn. Áður hafði West Ham tapað illa í fyrstu tveimur leikjum sínum í úrvalsdeildinni, 3-0 gegn Sunderland og 5-1 gegn Chelsea. Hér að neðan má sjá þegar Bowen reifst við stuðningsmenn og eins og sjá má endaði það með því að liðsfélagar hans, Tomas Soucek og Alphonse Areola, þurftu að stökkva til og koma honum í burtu. Jarrod Bowen has apologised on social media for his conduct following West Ham's Carabao Cup exit. pic.twitter.com/bYXYYtlWTl— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 26, 2025 Miðað við athugasemdir á samfélagsmiðlum virðast stuðningsmenn West Ham styðja við Bowen og frekar blöskra framferði þeirra stuðningsmanna sem reittu fyrirliðann til reiði. Bowen virðist engu að síður hafa séð að sér því hann birti svo afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum mjög skömmu síðar. „Ég bið stuðningsmenn afsökunar á viðbrögðum mínum í kvöld. Ég er ástríðufullur maður og mun alltaf berjast þegar ég stíg inn á völlinn. En ég verð að sýna betra fordæmi og þið stuðningsmenn vitið hversu mikið ég dýrka ykkur og þetta félag! Við komumst saman í gegnum erfiða tíma og ég sé ykkur á sunnudaginn,“ skrifaði Bowen. West Ham sækir Nottingham Forest heim á sunnudaginn í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira