Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 27. ágúst 2025 15:04 Maðurinn hitti Stefán Blackburn á krá skömmu fyrir ferðina til Þorlákshafnar. Vísir/Anton Brink Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað. Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán Blackburn, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hitti Stefán á krá Maðurinn, sem grunaður er í hraðbankamálinu, sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í fyrradag. Þar var hann ásamt Stefáni. Myndbandið sýnir þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. „Hvað getur þú sagt okkur um þetta mál?” spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. „Voðallega lítið,“ svaraði maðurinn. Hann gaf skýrslu úr fangelsi en hann sætir nú gæsluvarðhaldi vegna meints hraðbankaþjófnaðar. Þá hefur hann játað að hafa átt þátt í stórfelldum þjófnaði á reiðufé úr bíl í Hamraborg fyrir rúmlega ári. Ákæra hefur ekki enn verið gefin út í því máli. Í skýrslutökunni var hann klæddur í svartan bol og sat við hvítt borð í tómlegu herbergi. „Hvað veistu um málið?“ „Bara það sem ég hef lesið í fréttum,“ sagði hann. Hann var spurður hvort hann hefði átt í samskiptum við Stefán og Lúkas fyrr um þetta kvöld og hann kannaðist við það, líklega um sexleytið. „Hvað fór ykkar á milli?“ spurði Karl Ingi. „Við töluðum ekkert um þetta mál,“ sagði maðurinn. Kvaðst ekkert vita um tilgang ferðarinnar Maðurinn var spurður út í lögregluskýrslu þar sem hann mun hafa sagt að Lúkas Geir hafi skipulagt brotið. Hann kannaðist ekki við að hafa sagt það. Í umræddri skýrslu mun hann einnig hafa sagt að Lúkas hafi boðið honum að taka þátt. Fyrir dómi sagði hann Lúkas hafa boðið sér með austur þetta kvöld en hann ekki nennt að fara með. Sigurður G. Gíslason, dómari málsins, spurði hvað þeir hafi ætlað að gera þar. „Hitta einhvern gaur. Ég spurði ekkert meira um það,“ sagði hann „Ég nennti ekki að fara austur.“ „Í hvaða erindagjörðum?“ spurði Sigurður. „Veit það ekki,“ sagði maðurinn. Vinkona hans vön því að hringja í menn Elimar Hauksson, verjandi ungrar konu sem er ákærð í málinu fyrir að hafa hringt í Hjörleif í því skyni að tæla hann út af heimili sínu á Þorlákshöfn þetta kvöld spurði manninn út í samskipti hans við konuna. Hann sagði þau hafa verið mjög góða vini. Maðurinn sagðist hafa heyrt af því daginn eftir að hún hafi „hringt einhver símtöl“ þetta kvöld. Þá var hann spurður hvort hún hafi verið beðin um að hringja þessi símtöl eða viljað það sjálf. „Ekki hugmynd,“ sagði hann. Hann kannaðist þó við að hún hefði hringt símtöl sem þessi. Þar hafi hún talað við menn sem væru í óviðeigandi samskiptum við börn fyrir svokallaðar tálbeituaðgerðir. Hann hélt því fram að fram að þessu hefði engu ofbeldi verið beitt, en mönnum hótað að óviðeigandi efni gæti ratað á netið. Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán Blackburn, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hitti Stefán á krá Maðurinn, sem grunaður er í hraðbankamálinu, sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í fyrradag. Þar var hann ásamt Stefáni. Myndbandið sýnir þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. „Hvað getur þú sagt okkur um þetta mál?” spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. „Voðallega lítið,“ svaraði maðurinn. Hann gaf skýrslu úr fangelsi en hann sætir nú gæsluvarðhaldi vegna meints hraðbankaþjófnaðar. Þá hefur hann játað að hafa átt þátt í stórfelldum þjófnaði á reiðufé úr bíl í Hamraborg fyrir rúmlega ári. Ákæra hefur ekki enn verið gefin út í því máli. Í skýrslutökunni var hann klæddur í svartan bol og sat við hvítt borð í tómlegu herbergi. „Hvað veistu um málið?“ „Bara það sem ég hef lesið í fréttum,“ sagði hann. Hann var spurður hvort hann hefði átt í samskiptum við Stefán og Lúkas fyrr um þetta kvöld og hann kannaðist við það, líklega um sexleytið. „Hvað fór ykkar á milli?“ spurði Karl Ingi. „Við töluðum ekkert um þetta mál,“ sagði maðurinn. Kvaðst ekkert vita um tilgang ferðarinnar Maðurinn var spurður út í lögregluskýrslu þar sem hann mun hafa sagt að Lúkas Geir hafi skipulagt brotið. Hann kannaðist ekki við að hafa sagt það. Í umræddri skýrslu mun hann einnig hafa sagt að Lúkas hafi boðið honum að taka þátt. Fyrir dómi sagði hann Lúkas hafa boðið sér með austur þetta kvöld en hann ekki nennt að fara með. Sigurður G. Gíslason, dómari málsins, spurði hvað þeir hafi ætlað að gera þar. „Hitta einhvern gaur. Ég spurði ekkert meira um það,“ sagði hann „Ég nennti ekki að fara austur.“ „Í hvaða erindagjörðum?“ spurði Sigurður. „Veit það ekki,“ sagði maðurinn. Vinkona hans vön því að hringja í menn Elimar Hauksson, verjandi ungrar konu sem er ákærð í málinu fyrir að hafa hringt í Hjörleif í því skyni að tæla hann út af heimili sínu á Þorlákshöfn þetta kvöld spurði manninn út í samskipti hans við konuna. Hann sagði þau hafa verið mjög góða vini. Maðurinn sagðist hafa heyrt af því daginn eftir að hún hafi „hringt einhver símtöl“ þetta kvöld. Þá var hann spurður hvort hún hafi verið beðin um að hringja þessi símtöl eða viljað það sjálf. „Ekki hugmynd,“ sagði hann. Hann kannaðist þó við að hún hefði hringt símtöl sem þessi. Þar hafi hún talað við menn sem væru í óviðeigandi samskiptum við börn fyrir svokallaðar tálbeituaðgerðir. Hann hélt því fram að fram að þessu hefði engu ofbeldi verið beitt, en mönnum hótað að óviðeigandi efni gæti ratað á netið.
Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira