Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. ágúst 2025 09:30 Framkvæmdum við Fjallaböðin í Þjórsárdal miðar vel en búð er að grafa inn í fjallið Rauðkamba þar sem hótelið og böðin verða. Vísir/Telma Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Fjallaböðin verða bæði baðstaður og fjörutíu herbergja hótel sem byggt er inn í fjallið Rauðkamba í Þjórsárdal. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum tveimur árum eftir langan undirbúning. Þær eru nú í fullum gangi en um fimmtíu manns starfa á svæðinu. „Nú erum við bara í uppsteypu á mannvirkinu sjálfu. Jarðvegsframkvæmdum er lokið. Við erum búin að leggja veginn inn eftir 10 kílómetra leið og hægt og rólega erum við að koma upp úr jörðinni,“ segir Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna vonast til að geta tekið á móti fyrstu gestunum vorið 2028.Vísir/Sigurjón Byggingin sjálf verður 5.300 fermetrar að stærð en um sextíu prósent af henni verða inni í fjallinu. Lóðin sem byggt er á er í eigu ríkisins sem leigir hana til fjörutíu ára til Rauðkamba sem er fyrirtæki í eigu Bláa Lónsins. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa gestastofu Þjórsárdals á svæðinu. „Allir gestir Fjallabaðanna munu leggja sínum bifreiðum í minni dalsins og svo verða reglulegar sætaferðir á okkar vegum inn dalinn tíu kílómetra leið. Í þessari gestastofu verður kvikmyndasýning eða gagnvirk upplýsingasýning. Í því sambandi erum við að taka saman sögu Þjórsárdals til þess að miðla til gesta því að dalurinn er ekki bara einstakur út frá náttúru heldur líka sögu og menningu.“ Stefnt að því að taka á móti fyrstu gestunum vorið 2028. „Þarna mun fólk fara inn í fjall og skipta um föt. Fara svo ofan í vatn inn í fjallinu enn þá og hægt og rólega fara svo fram bygginguna og dalurinn opnast í suðurátt.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hótel á Íslandi Ferðalög Ferðaþjónusta Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32 Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Fjallaböðin verða bæði baðstaður og fjörutíu herbergja hótel sem byggt er inn í fjallið Rauðkamba í Þjórsárdal. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum tveimur árum eftir langan undirbúning. Þær eru nú í fullum gangi en um fimmtíu manns starfa á svæðinu. „Nú erum við bara í uppsteypu á mannvirkinu sjálfu. Jarðvegsframkvæmdum er lokið. Við erum búin að leggja veginn inn eftir 10 kílómetra leið og hægt og rólega erum við að koma upp úr jörðinni,“ segir Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna vonast til að geta tekið á móti fyrstu gestunum vorið 2028.Vísir/Sigurjón Byggingin sjálf verður 5.300 fermetrar að stærð en um sextíu prósent af henni verða inni í fjallinu. Lóðin sem byggt er á er í eigu ríkisins sem leigir hana til fjörutíu ára til Rauðkamba sem er fyrirtæki í eigu Bláa Lónsins. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa gestastofu Þjórsárdals á svæðinu. „Allir gestir Fjallabaðanna munu leggja sínum bifreiðum í minni dalsins og svo verða reglulegar sætaferðir á okkar vegum inn dalinn tíu kílómetra leið. Í þessari gestastofu verður kvikmyndasýning eða gagnvirk upplýsingasýning. Í því sambandi erum við að taka saman sögu Þjórsárdals til þess að miðla til gesta því að dalurinn er ekki bara einstakur út frá náttúru heldur líka sögu og menningu.“ Stefnt að því að taka á móti fyrstu gestunum vorið 2028. „Þarna mun fólk fara inn í fjall og skipta um föt. Fara svo ofan í vatn inn í fjallinu enn þá og hægt og rólega fara svo fram bygginguna og dalurinn opnast í suðurátt.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hótel á Íslandi Ferðalög Ferðaþjónusta Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32 Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32
Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22