Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 09:33 André Onana og félagar hans í Manchester United eru úr leik í enska deildabikarnum eftir tap fyrir D-deildarliði Grimsby Town. getty/Jacques Feeney André Onana fékk heldur betur á baukinn eftir að Manchester United féll úr leik gegn D-deildarliði Grimsby Town í 2. umferð enska deildabikarsins í gær. Onana lék ekki fyrstu tvo leiki United í ensku úrvalsdeildinni en stóð á milli stanganna á Blundell Park í gær. Rauðu djöflarnir voru 2-0 undir í hálfleik en Onana leit illa út í báðum mörkunum sem Charles Vernam og Tyrell Warren skoruðu. United tókst að jafna með mörkum frá Bryan Mbeumo og Harry Maguire og úrslit leiksins réðust því í vítakeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum en Onana varði svo frá Clarke Odour. Það dugði þó ekki til sigurs því Matheus Cunha klúðraði sinni spyrnu í 5. umferð vítakeppninnar. Í 13. umferðinni skaut Mbeumo svo í slá og United því úr leik. Onana var ekki sannfærandi í vítakeppninni en alls fimm sinnum fór hann í rétt horn og snerti boltann en náði bara að verja eina spyrnu. André Onana got a hand to the ball five times during Manchester United’s penalty shootout against Grimsby. Four of those still ended up in the net 😮💨 pic.twitter.com/ZsvPyBldZp— ESPN UK (@ESPNUK) August 27, 2025 Onana skoraði reyndar úr sinni spyrnu í vítakeppninni en ekki er hægt að segja að Kamerúninn hafi verið sannfærandi þegar kom að því að reyna að verja spyrnur Grimsby-manna. Mikið hefur verið rætt og ritað um markvarðastöðuna hjá United. Altay Bayindir spilaði fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni og var ósannfærandi og Onana greip ekki beint gæsina í gær. Markvörður Antwerp, Senne Lammens, hefur verið orðaður við United sem er með eitt stig í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Burnley á laugardaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. 28. ágúst 2025 08:01 „Við vorum algjörlega týndir“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að liðið datt út úr enska deildabikarnum í kvöld á móti D-deildarliði Grimsby Town. Þetta var skömmustulegt kvöld fyrir stórliðið. 27. ágúst 2025 22:18 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Onana lék ekki fyrstu tvo leiki United í ensku úrvalsdeildinni en stóð á milli stanganna á Blundell Park í gær. Rauðu djöflarnir voru 2-0 undir í hálfleik en Onana leit illa út í báðum mörkunum sem Charles Vernam og Tyrell Warren skoruðu. United tókst að jafna með mörkum frá Bryan Mbeumo og Harry Maguire og úrslit leiksins réðust því í vítakeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum en Onana varði svo frá Clarke Odour. Það dugði þó ekki til sigurs því Matheus Cunha klúðraði sinni spyrnu í 5. umferð vítakeppninnar. Í 13. umferðinni skaut Mbeumo svo í slá og United því úr leik. Onana var ekki sannfærandi í vítakeppninni en alls fimm sinnum fór hann í rétt horn og snerti boltann en náði bara að verja eina spyrnu. André Onana got a hand to the ball five times during Manchester United’s penalty shootout against Grimsby. Four of those still ended up in the net 😮💨 pic.twitter.com/ZsvPyBldZp— ESPN UK (@ESPNUK) August 27, 2025 Onana skoraði reyndar úr sinni spyrnu í vítakeppninni en ekki er hægt að segja að Kamerúninn hafi verið sannfærandi þegar kom að því að reyna að verja spyrnur Grimsby-manna. Mikið hefur verið rætt og ritað um markvarðastöðuna hjá United. Altay Bayindir spilaði fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni og var ósannfærandi og Onana greip ekki beint gæsina í gær. Markvörður Antwerp, Senne Lammens, hefur verið orðaður við United sem er með eitt stig í ensku úrvalsdeildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Burnley á laugardaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. 28. ágúst 2025 08:01 „Við vorum algjörlega týndir“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að liðið datt út úr enska deildabikarnum í kvöld á móti D-deildarliði Grimsby Town. Þetta var skömmustulegt kvöld fyrir stórliðið. 27. ágúst 2025 22:18 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. 28. ágúst 2025 08:01
„Við vorum algjörlega týndir“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ekki upplitsdjarfur eftir að liðið datt út úr enska deildabikarnum í kvöld á móti D-deildarliði Grimsby Town. Þetta var skömmustulegt kvöld fyrir stórliðið. 27. ágúst 2025 22:18
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti