Viðskipti innlent

Verð­bólgan hjaðnar þvert á spár

Árni Sæberg skrifar
Flugfargjöld til útlanda lækkuðu töluvert milli mánaða og höfðu áhrif á verðbólguna.
Flugfargjöld til útlanda lækkuðu töluvert milli mánaða og höfðu áhrif á verðbólguna. Vísir/Vilhelm

Verðbólga hjaðnaði úr fjögur prósent í 3,8 prósent milli mánaða þvert á spár viðskiptabanka, sem höfðu spáð óbreyttri verðbólgu. 

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í ágúst 2025, sé 657,6 stig og hafi lækka um 0,15 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 526,5 stig og hafi lækkað um 0,38 prósent frá júlí 2025.

Húsgögn og heimilisbúnaður hafi hækkað um 6,6 prósent, áhrif á vísitölu 0,10 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi lækkað um 12 prósent, áhrif á vísitölu -0,35 prósent.

Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 3,8 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,8 prósent.

Þetta kemur nokkuð á óvart enda höfðu bæði Landsbankinn og Íslandsbanki gefið út spár um að verðbólga myndi haldast óbreytt milli mánaða. Samhliða þeirri spá spáði Landsbankinn því að stýrivextir myndu haldast óbreyttir út árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×