Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar 28. ágúst 2025 13:31 Við töpum milljörðum á erlendum veðmálum – en við getum breytt því. Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. Þrátt fyrir þetta, þá eru meðalútgjöld til fjárhættuspila á hvern fullorðin íbúa á Íslandi í kringum 72.000kr.- á ári samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins. En þó svo að það sé ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður á Íslandi, þá eru þúsundir Íslendinga sem eru að spila á erlendum mörkuðum og það þarf hvorki að leita langt né að hafa mikla tæknikunnáttu til þess að finna þær og þetta þýðir tvennt: Ríkið hefur enga stjórn eða yfirsýn á markaðnum. Hagnaður og mögulegar skatttekjur fara úr landi. Samkvæmt erlendum rannsóknum þá má áætla að þetta séu milljarðar sem að íslenska ríkið tapar á því að vera með sérleyfi í stað starfsleyfa. Áhættan við núverandi kerfi Núverandi bannstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að erfiðara er að greina spilafíkn og bregðast við henni, ásamt því að mun minna fjármagni er varið í forvarnir og meðferðarúrræði. Núverandi kerfi er ekki að verja neinn, hvorki viðkvæma hópa né samfélagið sem missir af þessum tekjum. Kerfið er gallað og því miður hafa eftirlitsaðilar ekki brugðist nógu skýrt við, en sérleyfishafar á Íslandi hafa bæði auglýst með slagorðinu „Settu spennu í leikinn“ og á heimasíðu HHÍ stendur að happdrættið eigi að veita fólki „upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan vinning“. Maður veltir því fyrir sér hvort sé skaðlegra, svona herferðir eða áhrifavaldar í hettupeysum merktar erlendum fyrirtækjum. Hvað gerðu nágrannaþjóðirnar? Svíðþjóð, Noregur, Danmörk og Bretland hafa öll farið þá leið að vera með aukið gagnsæi og eftirlit. Þar voru starfsleyfi tekin upp og veðmálafyrirtækin eru skylduð til þess að gera eftirfarandi: Greiða skatta og gjöld í viðkomandi landi. Fylgja reglum um hámarks innborganir, sjálfútilokun og aldursvernd. Styrkja forvarnir og meðferð fyrir spilafíkn. Niðurstaðan? Það er mun meira eftirlit, minni hætta á spilafíkn og auknar tekjur til samfélagsins. Tækifærið fyrir Ísland Með því að lögleiða og taka upp starfsleyfi á Íslandi gætum við: Safnað milljörðum í skatttekjur ár hvert. Fjármagnað markvissar forvarnir og meðferðarúrræði. Verndað viðkvæma hópa gegn skaðlegum áhrifum. Styrkt og opnað á auknar tekjur til fjölmiðla og íþróttafélaga. Aukið atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að veðmálin eigi sér stað, heldur er þetta spurning um hver stjórnar leiknum og hvort við viljum að hagnaðurinn nýtist íslensku samfélagi eða renni óhindraður úr landi. Tökum stjórn á leiknum Hættum að ræða erlendar veðmálasíður í bakherbergjum og förum að vinna markvisst að því að breyta þessu úr gráu svæði í gagnsæi. Ef íslensk stjórnvöld taka upp starfsleyfi í stað sérleyfa, þá mun vera löglegt veðmálaumhverfi á Íslandi, auknar tekjur munu skila sér til ríkisins og hægt væri að hafa meiri yfirsýn og grípa þá viðkvæmu hópa sem eru í mestri hættu. Ég legg því til að við hættum að hræða – og förum að fræða. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við töpum milljörðum á erlendum veðmálum – en við getum breytt því. Á Íslandi er einungis einn sérleyfishafi þegar að það snýr að veðmálum og þar af leiðandi er ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður hér á landi. Þrátt fyrir þetta, þá eru meðalútgjöld til fjárhættuspila á hvern fullorðin íbúa á Íslandi í kringum 72.000kr.- á ári samkvæmt skýrslu danska veðmálaeftirlitsins. En þó svo að það sé ólöglegt að auglýsa erlendar veðmálasíður á Íslandi, þá eru þúsundir Íslendinga sem eru að spila á erlendum mörkuðum og það þarf hvorki að leita langt né að hafa mikla tæknikunnáttu til þess að finna þær og þetta þýðir tvennt: Ríkið hefur enga stjórn eða yfirsýn á markaðnum. Hagnaður og mögulegar skatttekjur fara úr landi. Samkvæmt erlendum rannsóknum þá má áætla að þetta séu milljarðar sem að íslenska ríkið tapar á því að vera með sérleyfi í stað starfsleyfa. Áhættan við núverandi kerfi Núverandi bannstefna íslenskra stjórnvalda veldur því að erfiðara er að greina spilafíkn og bregðast við henni, ásamt því að mun minna fjármagni er varið í forvarnir og meðferðarúrræði. Núverandi kerfi er ekki að verja neinn, hvorki viðkvæma hópa né samfélagið sem missir af þessum tekjum. Kerfið er gallað og því miður hafa eftirlitsaðilar ekki brugðist nógu skýrt við, en sérleyfishafar á Íslandi hafa bæði auglýst með slagorðinu „Settu spennu í leikinn“ og á heimasíðu HHÍ stendur að happdrættið eigi að veita fólki „upplifun og afþreyingu sem felur í sér von um fjárhagslegan vinning“. Maður veltir því fyrir sér hvort sé skaðlegra, svona herferðir eða áhrifavaldar í hettupeysum merktar erlendum fyrirtækjum. Hvað gerðu nágrannaþjóðirnar? Svíðþjóð, Noregur, Danmörk og Bretland hafa öll farið þá leið að vera með aukið gagnsæi og eftirlit. Þar voru starfsleyfi tekin upp og veðmálafyrirtækin eru skylduð til þess að gera eftirfarandi: Greiða skatta og gjöld í viðkomandi landi. Fylgja reglum um hámarks innborganir, sjálfútilokun og aldursvernd. Styrkja forvarnir og meðferð fyrir spilafíkn. Niðurstaðan? Það er mun meira eftirlit, minni hætta á spilafíkn og auknar tekjur til samfélagsins. Tækifærið fyrir Ísland Með því að lögleiða og taka upp starfsleyfi á Íslandi gætum við: Safnað milljörðum í skatttekjur ár hvert. Fjármagnað markvissar forvarnir og meðferðarúrræði. Verndað viðkvæma hópa gegn skaðlegum áhrifum. Styrkt og opnað á auknar tekjur til fjölmiðla og íþróttafélaga. Aukið atvinnufrelsi og heilbrigða samkeppni. Þetta er nefnilega ekki spurning um hvort að veðmálin eigi sér stað, heldur er þetta spurning um hver stjórnar leiknum og hvort við viljum að hagnaðurinn nýtist íslensku samfélagi eða renni óhindraður úr landi. Tökum stjórn á leiknum Hættum að ræða erlendar veðmálasíður í bakherbergjum og förum að vinna markvisst að því að breyta þessu úr gráu svæði í gagnsæi. Ef íslensk stjórnvöld taka upp starfsleyfi í stað sérleyfa, þá mun vera löglegt veðmálaumhverfi á Íslandi, auknar tekjur munu skila sér til ríkisins og hægt væri að hafa meiri yfirsýn og grípa þá viðkvæmu hópa sem eru í mestri hættu. Ég legg því til að við hættum að hræða – og förum að fræða. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun