Æxli í nýra Ólympíumeistarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2025 22:30 Jessica Fox með Ólympíugull sem hún vann á leikunum í París fyrir ári síðan. EPA/ALI HAIDER Ólympíumeistarinn Jessica Fox sagði fylgjendum sínum frá sláandi fréttum í nýjustu færslu sinni á samfélagsmiðlum. Fox, sem er Ástrali, hefur unnið gullverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum og hefur ennfremur tekið með sér verðlaun heim frá síðustu fimm Ólympíuleikum. Hún vann tvenn gullverðlaun í kanóróðri í París í fyrra og eitt gull á leikunum í Tókýó. Hún á líka silfur frá ÓL í London og brons frá ÓL í Ríó 2016 og Ól í Tókýó 2020. „Fréttir frá lífinu utan íþróttanna. Ég mun ekki keppa á síðustu heimsbikarmótunum næstu vikurnar. Ég mun horfa á og hvetja frá heimili mínu í staðinn,“ skrifaði Jessica Fox. „Ég þurfti að fara í aðgerð í síðustu viku þar sem æxli var tekið úr nýranu mínu. Aðgerðin gekk vel og ég er á batavegi,“ skrifaði Fox. „Ég er rosalega þakklát læknaliðinu fyrir að hugsa vel um mig og vita hvað var best að gera í stöðunni,“ skrifaði Fox og taldi upp læknana sína. „Ég vil þakka líka yndislegri fjölskyldu minni og vinum. Þetta hefur verið hvirfilvindur fyrir okkur öll síðustu vikur en það er í lagi með mig. Ég er bara með nokkur ný ör, aðeins minna af nýra og miklu meiri seiglu,“ skrifaði Fox og hún er ekkert að fara að hætta. „Ég er jákvæð, mjög þakklát og ánægð með að vera komin heim. Ég hlakka til að taka því rólega næstu vikurnar á meðan ég næ bata. Ég ætla síðan að byggja mig upp til að snúa aftur á vatnið,“ skrifaði Fox sem er 31 árs gömul. Hún var aðeins átján ára þegar hún vann sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Auk afreka á Ólympíuleikum þá hefur hún fjórtán gullverðlaun og 22 verðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur einnig unnið heimsbikarinn á sjö tímabilum og er ein stærsta kanóstjarna sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Jessica Fox (@jessfoxcanoe) Ólympíuleikar Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Sjá meira
Fox, sem er Ástrali, hefur unnið gullverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum og hefur ennfremur tekið með sér verðlaun heim frá síðustu fimm Ólympíuleikum. Hún vann tvenn gullverðlaun í kanóróðri í París í fyrra og eitt gull á leikunum í Tókýó. Hún á líka silfur frá ÓL í London og brons frá ÓL í Ríó 2016 og Ól í Tókýó 2020. „Fréttir frá lífinu utan íþróttanna. Ég mun ekki keppa á síðustu heimsbikarmótunum næstu vikurnar. Ég mun horfa á og hvetja frá heimili mínu í staðinn,“ skrifaði Jessica Fox. „Ég þurfti að fara í aðgerð í síðustu viku þar sem æxli var tekið úr nýranu mínu. Aðgerðin gekk vel og ég er á batavegi,“ skrifaði Fox. „Ég er rosalega þakklát læknaliðinu fyrir að hugsa vel um mig og vita hvað var best að gera í stöðunni,“ skrifaði Fox og taldi upp læknana sína. „Ég vil þakka líka yndislegri fjölskyldu minni og vinum. Þetta hefur verið hvirfilvindur fyrir okkur öll síðustu vikur en það er í lagi með mig. Ég er bara með nokkur ný ör, aðeins minna af nýra og miklu meiri seiglu,“ skrifaði Fox og hún er ekkert að fara að hætta. „Ég er jákvæð, mjög þakklát og ánægð með að vera komin heim. Ég hlakka til að taka því rólega næstu vikurnar á meðan ég næ bata. Ég ætla síðan að byggja mig upp til að snúa aftur á vatnið,“ skrifaði Fox sem er 31 árs gömul. Hún var aðeins átján ára þegar hún vann sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Auk afreka á Ólympíuleikum þá hefur hún fjórtán gullverðlaun og 22 verðlaun á heimsmeistaramótum. Hún hefur einnig unnið heimsbikarinn á sjö tímabilum og er ein stærsta kanóstjarna sögunnar. View this post on Instagram A post shared by Jessica Fox (@jessfoxcanoe)
Ólympíuleikar Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Sjá meira