„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2025 12:30 Tryggvi Snær Hlinason er erfiður viðureignar. vísir / hulda margrét Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. Maté Dalmay og Tómas Steindórsson fóru yfir tapið gegn Ísrael í gær með Stefáni Árna Pálssyni, í hlaðvarpsþættinum Besta sætið sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um það hvernig Ísraelar fóru í seinni hálfleik að taka hraustlega á Tryggva hefst eftir um þrjár mínútur af þættinum. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en Ísraelar stungu af í upphafi þriðja leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Maté sagði Tryggva hafa reynst Ísraelum afar erfiður í fyrri hálfleiknum en það breyttist svo með ákveðnum fautabrögðum í seinni hálfleik. „Mér fannst mesti munurinn vera sóknarlega. Tryggvi náði að opna svakalega vel á þessu „rúlli“ [í fyrri hálfleik]. Hann kom hátt upp, setti upp boltahindranir fyrir Martin og Elvar, og Ísraelarnir „tékka“ hann ekkert fyrr en allt of djúpt. Hann náði að safna svolítið af villum á þá, troða tvisvar, og Ísraelarnir hafa örugglega rætt þetta í hálfleik,“ sagði Maté. „Við sáum tvær, þrjár fautavillur í seinni hálfleik. Tryggvi rúllaði niður og þeir komu að honum úr báðum hornunum – það skipti engu hvaða Íslending þeir voru að dekka, hvort hann væri hittinn eða ekki – soguðust að honum mun fyrr, hoppuðu á bakið á honum og negldu hann áður en hann náði að grípa boltann. Eða alla vega áður en hann náði að koma upp skoti. Sérstaklega þegar Timor kom þarna og negldi hann með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina á honum. Tryggvi, eins rólegur og hann er, var frekar ósáttur. Þá hugsaði maður: Við eigum eiginlega ekki séns hérna ef þeir ætla að spila þetta svona,“ sagði Maté. „Það var þægilegt fyrir Ísraelana að geta bara fyllt teiginn á meðan að Ísland var að skjóta 17% úr þriggja stiga skotum. Þá er þeim alveg sama hverjir eru í hornunum,“ bætti Tómas við. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að ofan, á tal.is eða öðrum hlaðvarpsveitum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Maté Dalmay og Tómas Steindórsson fóru yfir tapið gegn Ísrael í gær með Stefáni Árna Pálssyni, í hlaðvarpsþættinum Besta sætið sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um það hvernig Ísraelar fóru í seinni hálfleik að taka hraustlega á Tryggva hefst eftir um þrjár mínútur af þættinum. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en Ísraelar stungu af í upphafi þriðja leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Maté sagði Tryggva hafa reynst Ísraelum afar erfiður í fyrri hálfleiknum en það breyttist svo með ákveðnum fautabrögðum í seinni hálfleik. „Mér fannst mesti munurinn vera sóknarlega. Tryggvi náði að opna svakalega vel á þessu „rúlli“ [í fyrri hálfleik]. Hann kom hátt upp, setti upp boltahindranir fyrir Martin og Elvar, og Ísraelarnir „tékka“ hann ekkert fyrr en allt of djúpt. Hann náði að safna svolítið af villum á þá, troða tvisvar, og Ísraelarnir hafa örugglega rætt þetta í hálfleik,“ sagði Maté. „Við sáum tvær, þrjár fautavillur í seinni hálfleik. Tryggvi rúllaði niður og þeir komu að honum úr báðum hornunum – það skipti engu hvaða Íslending þeir voru að dekka, hvort hann væri hittinn eða ekki – soguðust að honum mun fyrr, hoppuðu á bakið á honum og negldu hann áður en hann náði að grípa boltann. Eða alla vega áður en hann náði að koma upp skoti. Sérstaklega þegar Timor kom þarna og negldi hann með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina á honum. Tryggvi, eins rólegur og hann er, var frekar ósáttur. Þá hugsaði maður: Við eigum eiginlega ekki séns hérna ef þeir ætla að spila þetta svona,“ sagði Maté. „Það var þægilegt fyrir Ísraelana að geta bara fyllt teiginn á meðan að Ísland var að skjóta 17% úr þriggja stiga skotum. Þá er þeim alveg sama hverjir eru í hornunum,“ bætti Tómas við. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að ofan, á tal.is eða öðrum hlaðvarpsveitum.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira