Innlent

Kom far­síma fyrir á bað­her­bergi og myndaði konur

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn kom síma sínum fyrir á baðherberginu og tók upp myndbönd af konum. Þessi mynd er úr safni.
Maðurinn kom síma sínum fyrir á baðherberginu og tók upp myndbönd af konum. Þessi mynd er úr safni. Getty/Manuel-F-O

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa komið farsíma fyrir á baðherbergi á heimili sínu og tekið upp myndskeið af konum án þeirra vitundar.

Í ákæru á hendur manninum segir að hann sæti ákæru fyrir kynferðisbrot, með því að hafa árið 2023 á heimili sínu í Reykjavík útbúið myndefni af nekt eða kynferðislegri háttsemi annarra með því að koma farsíma sínum fyrir á baðherbergi og án samþykkis taka upp tvö myndbönd.

Annars vegar hafi hann tekið myndband af konu þar sem hún sést girða niðrum sig og nota salernið en á myndbandinu sjáist í beran rass og kynfærasvæði hennar.

Hins vegar hafi hann tekið upp myndband af fjórum einstaklingum koma saman inn á baðherbergið, þar sem tvær konur hafi sést nota salernið. Meðal annars konan sem hann hafði áður tekið upp myndband af.

Í ákærunni segir að brot mannsins falli undir ákvæði hegningarlaga um kynferðislega áreitni, sem varðar allt að tveggja ára fangelsi. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefst konan sem maðurinn tók tvö myndbönd af 1,5 milljóna króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×