Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2025 10:32 Breiðablik tekur í annað sinn þátt í aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/ernir Vísir var með beina útsendingu frá drættinum í Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta karla í dag. Breiðablik var á meðal liða í pottinum í Sambandsdeildinni og nú er ljóst hvaða sex liðum Blikar mæta. Breiðablik var í 5. styrkleikaflokki í Sambandsdeildardrættinum og dróst gegn einu liði úr hverjum flokkanna sex. Alls eru 36 lið í keppninni en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út. Hér að neðan má sjá leikina sem Blikar spila en þeir mæta meðal annars úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk og írska liðinu Shamrock Rovers, sem og tyrkneska liðinu Samsunspor sem Logi Tómasson spilar með. Dagsetningar leikjanna ættu að liggja fyrir á sunnudaginn en deildin hefst í september og stendur yfir fram að jólum. Leikir Breiðabliks og annarra liða sem voru í 5. styrkleikaflokki. Blikar mæta Shamrock Rovers og Shakhtar Donetsk úr efstu styrkleikaflokkunum.UEFA Útileikir Blika verða við Shakhtar, sem spilað hefur sína heimaleiki í Póllandi og Slóveníu, Strasbourg (Frakkland) og Lausanne-Sport (Sviss). Heimaleikir Breiðabliks verða við KuPS frá Finnlandi, Shamrock Rovers og Samsunspor. Blikar mæta hins vegar hvorki ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace né Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar. Hér að neðan má sjá leiki Fiorentina og annarra liða í efsta flokknum. Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Palace var í 2. flokki og spilar meðal annars við AZ Alkmaar og Dynamo Kyiv. Í sama flokki var lið Lech Poznan sem Gísli Gottskálk Þórðarson spilar með. Gísli þarf meðal annars að glíma við spænska liðið Rayo Vallecano og þýska liðið Mainz. Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 3. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 4. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Loks má sjá hér leiki liðanna í 6. styrkleikaflokki en í þeim hópi er meðal annars armenska liðið FC Noah sem Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá. Leikir liðanna í 6. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í keppninni og leikur hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu tólf liðin falla úr leik. Í greininni hér að neðan má lesa um dráttinn í Evrópudeildinni en þar leika meðal annars ensku liðin Nottingham Forest og Aston Villa auk fjölda Íslendingaliða. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Breiðablik var í 5. styrkleikaflokki í Sambandsdeildardrættinum og dróst gegn einu liði úr hverjum flokkanna sex. Alls eru 36 lið í keppninni en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út. Hér að neðan má sjá leikina sem Blikar spila en þeir mæta meðal annars úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk og írska liðinu Shamrock Rovers, sem og tyrkneska liðinu Samsunspor sem Logi Tómasson spilar með. Dagsetningar leikjanna ættu að liggja fyrir á sunnudaginn en deildin hefst í september og stendur yfir fram að jólum. Leikir Breiðabliks og annarra liða sem voru í 5. styrkleikaflokki. Blikar mæta Shamrock Rovers og Shakhtar Donetsk úr efstu styrkleikaflokkunum.UEFA Útileikir Blika verða við Shakhtar, sem spilað hefur sína heimaleiki í Póllandi og Slóveníu, Strasbourg (Frakkland) og Lausanne-Sport (Sviss). Heimaleikir Breiðabliks verða við KuPS frá Finnlandi, Shamrock Rovers og Samsunspor. Blikar mæta hins vegar hvorki ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace né Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar. Hér að neðan má sjá leiki Fiorentina og annarra liða í efsta flokknum. Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Palace var í 2. flokki og spilar meðal annars við AZ Alkmaar og Dynamo Kyiv. Í sama flokki var lið Lech Poznan sem Gísli Gottskálk Þórðarson spilar með. Gísli þarf meðal annars að glíma við spænska liðið Rayo Vallecano og þýska liðið Mainz. Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 3. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 4. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Loks má sjá hér leiki liðanna í 6. styrkleikaflokki en í þeim hópi er meðal annars armenska liðið FC Noah sem Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá. Leikir liðanna í 6. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í keppninni og leikur hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu tólf liðin falla úr leik. Í greininni hér að neðan má lesa um dráttinn í Evrópudeildinni en þar leika meðal annars ensku liðin Nottingham Forest og Aston Villa auk fjölda Íslendingaliða.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira