Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Auðun Georg Ólafsson skrifar 29. ágúst 2025 13:03 Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla segir að alltaf sé viðmið um að tala íslensku í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk. Verkefnið hafi verið að þyngjast á undanförnum árum. Vilhelm „Við erum sjálf ekki ánægð með þennan árangur og vildum auðvitað gera betur en eins og kemur fram í greininni þá erum við auðvitað með mjög sérstakan nemendahóp í skólanum,“ segir Helgi Gíslason skólastjóri Fellaskóla. Hann vísar í grein Morgunblaðsins þar sem fram kemur að samkvæmt mælingu Lesmáls séu nú áðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri. Lesmál er mæling sem lögð er fyrir öll börn í 2. bekk grunnskóla. Hlutfall nemenda í Fellaskóla af erlendum uppruna er nú 84,4% en samtals eru 360 nemendur við skólann. Þeir tala um það bil 25 mismunandi tungumál. Fram kom nýlega á Vísi að stjórnendur Fellaskóla hafi síðan 2019 átt í samtali við borgaryfirvöld um miklar sérþarfir skólans vegna samsetningu nemendahópsins. Þrír verkefnastjórar í læsi hafa verið ráðnir við skólann og um síðustu áramót hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Fleiri börn voru þá sögð ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem voru í tónlistarnámi hafði margfaldast. Helgi segir að í Fellaskóla sé alltaf viðmið um að tala íslensku en sem dæmi starfi fólk innan skólans sem tali úkraínsku, rússnesku, arabísku og filippseysku og geti því aðstoðað nemendur í aðlögun. Hann bendir á að á síðustu önn komu margir nýir nemendur í Fellaskóla. Af 360 nemendum voru 30 sem fluttu þá til Íslands og byrjuðu í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk og skoða stöðu þeirra þegar komið væri í 5. og 6. bekk. Samsetning nemenda að breytast „Tölurnar sýna að lestrarkunnátta í Fellaskóla sé að hraka en um leið bendi ég á að samsetning nemendahópsins hefur verið að breytast. Við höfum lengi verið með þetta hlutfall að 80% nemenda eru af erlendu bergi brotnir sem hafa annað heimamál en íslensku. Það fjölgar stöðugt hjá okkur nýlegum íslendingum, það er að segja börnum sem hafa búið miklu styttra á Íslandi og hafa jafnvel ekki verið í leikskóla. Verkefnið hefur verið að þyngjast á undanförnum árum. Við höfum verið að gera margt mjög markvisst til að koma til móts við þennan hóp. Lestur og læsi er í raun aðal áhersluþáttur skólans í stefnu okkar og vinnubrögðum.“ Helgi segir að árangur allra nemenda sé mældur óháð því hvort þeir hafi búið stutt eða lengi á Íslandi. „Það er auðvelt fyrir skóla að ná góðum árangri þar sem íslenska er heimamál og fjölskyldumál og þar sem íslenska er töluð í fjölmiðlum á heimilinu. Þetta eru auðvitað gjörólíkar aðstæður. Engu að síður er okkar hlutverk að kenna nemendum íslensku og kenna þeim að lesa. Menn verða svo bara að dæma um sjálfir hvort þeim finnist þessi samanburður sanngjarn eða ekki.“ Meira þarf til? „Algjörlega.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Hann vísar í grein Morgunblaðsins þar sem fram kemur að samkvæmt mælingu Lesmáls séu nú áðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri. Lesmál er mæling sem lögð er fyrir öll börn í 2. bekk grunnskóla. Hlutfall nemenda í Fellaskóla af erlendum uppruna er nú 84,4% en samtals eru 360 nemendur við skólann. Þeir tala um það bil 25 mismunandi tungumál. Fram kom nýlega á Vísi að stjórnendur Fellaskóla hafi síðan 2019 átt í samtali við borgaryfirvöld um miklar sérþarfir skólans vegna samsetningu nemendahópsins. Þrír verkefnastjórar í læsi hafa verið ráðnir við skólann og um síðustu áramót hlaut skólinn íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið Draumaskólinn okkar. Fleiri börn voru þá sögð ná markmiðum um læsi en áður og fjöldi þeirra sem voru í tónlistarnámi hafði margfaldast. Helgi segir að í Fellaskóla sé alltaf viðmið um að tala íslensku en sem dæmi starfi fólk innan skólans sem tali úkraínsku, rússnesku, arabísku og filippseysku og geti því aðstoðað nemendur í aðlögun. Hann bendir á að á síðustu önn komu margir nýir nemendur í Fellaskóla. Af 360 nemendum voru 30 sem fluttu þá til Íslands og byrjuðu í skólanum. Eðlilegra væri að skoða framfarir nemenda í námi eftir 2. bekk og skoða stöðu þeirra þegar komið væri í 5. og 6. bekk. Samsetning nemenda að breytast „Tölurnar sýna að lestrarkunnátta í Fellaskóla sé að hraka en um leið bendi ég á að samsetning nemendahópsins hefur verið að breytast. Við höfum lengi verið með þetta hlutfall að 80% nemenda eru af erlendu bergi brotnir sem hafa annað heimamál en íslensku. Það fjölgar stöðugt hjá okkur nýlegum íslendingum, það er að segja börnum sem hafa búið miklu styttra á Íslandi og hafa jafnvel ekki verið í leikskóla. Verkefnið hefur verið að þyngjast á undanförnum árum. Við höfum verið að gera margt mjög markvisst til að koma til móts við þennan hóp. Lestur og læsi er í raun aðal áhersluþáttur skólans í stefnu okkar og vinnubrögðum.“ Helgi segir að árangur allra nemenda sé mældur óháð því hvort þeir hafi búið stutt eða lengi á Íslandi. „Það er auðvelt fyrir skóla að ná góðum árangri þar sem íslenska er heimamál og fjölskyldumál og þar sem íslenska er töluð í fjölmiðlum á heimilinu. Þetta eru auðvitað gjörólíkar aðstæður. Engu að síður er okkar hlutverk að kenna nemendum íslensku og kenna þeim að lesa. Menn verða svo bara að dæma um sjálfir hvort þeim finnist þessi samanburður sanngjarn eða ekki.“ Meira þarf til? „Algjörlega.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira