„Stundum hata ég leikmenn mína“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2025 13:39 Það hefur gengið afleitlega hjá Ruben Amorim í ensku úrvalsdeildinni frá því að hann tók við Manchester United. Fall úr deildabikarnum í vikunni, gegn D-deildarliði Grimsby, hjálpaði svo ekki til. Getty/Mike Hewitt Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki ætla að breyta því hve tilfinningasamur hann sé, þar á meðal í viðtölum. Stundum hati hann eigin leikmenn og stundum elski hann þá. Amorim sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust margar af spurningunum um viðtalið sem hann fór í eftir tapið gegn Grimsby í enska deildabikarnum í vikunni. Af því viðtali að dæma mátti allt eins búast við því að Portúgalinn ætlaði sér að segja starfi sínu lausu, svo mikið virtist vonleysið og vonbrigðin yfir spilamennsku leikmanna. Portúgalinn segir kosti og galla fylgja því að vera eins tilfinningasamur og hann sé. „Stundum langar mig að hætta og stundum vil ég vera hérna næstu tuttugu árin. Stundum elska ég að vera með leikmönnum mínum og stundum vil ég ekki vera með þeim. Ég þarf að bæta þetta, það verður erfitt, en núna einbeiti ég mér að næsta leik,“ sagði Amorim en United mætir næst Burnley á morgun klukkan 14. 🗣️ "Sometimes I want to quit, sometimes I want to be here for 20 years." Ruben Amorim defended his emotional reaction after Manchester United’s defeat to Grimsby Town but admitted he wants to improve how he reacts.pic.twitter.com/qbq9ts2Ncc— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 29, 2025 Hann útskýrði nánar hvers vegna hann talaði eins og hann gerði eftir tapið gegn Grimsby: „Á þessu augnabliki var ég í miklu uppnámi og mjög vonsvikinn því mér leið á undirbúningstímabilinu eins og að við værum að verða betri, stöðugri í okkar leik. Við spiluðum illa í þrjátíu mínútur gegn Fulham og eftir svona frammistöðu gegn Grimsby þá var ég vonsvikinn. En núna er komið að nýjum leik og ég einbeiti mér að honum. Ég get sagt ykkur það í fullri hreinskilni að í hvert skipti sem við höfum eða munum tapa svona í framtíðinni, þá verð ég svona. Ég ætla að segja að stundum hata ég leikmennina mína, stundum elska ég þá, stundum vil ég verja þá. Þetta er mín leið til að gera hlutina og ég verð svona. Og ég fann fyrir því að á þessari stundu hvað ég var argur og pirraður. Og ég veit að það eru margir reynslumiklir einstaklingar sem tala um hvernig ég ætti að koma fram við fjölmiðla, að vera stöðugri, að vera rólegri. Ég ætla ekki að vera þannig,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim confirms Man Utd block Kobbie Mainoo’s exit: “I want Kobbie to stay. He needs to fight for his place, and we need Kobbie. So that is not going to change”. pic.twitter.com/xxBheIv8WN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Hann staðfesti einnig að ekki stæði til að láta miðjumanninn Kobbie Mainoo, sem verið hefur aftarlega í goggunarröðinni hjá Portúgalanum, fara frá United. „Ég vil að Kobbie sé hérna. Hann þarf að berjast fyrir sínu sæti og við þurfum Kobbie. Það er því ekki að fara að breytast.“ Enski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Amorim sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag og að sjálfsögðu snerust margar af spurningunum um viðtalið sem hann fór í eftir tapið gegn Grimsby í enska deildabikarnum í vikunni. Af því viðtali að dæma mátti allt eins búast við því að Portúgalinn ætlaði sér að segja starfi sínu lausu, svo mikið virtist vonleysið og vonbrigðin yfir spilamennsku leikmanna. Portúgalinn segir kosti og galla fylgja því að vera eins tilfinningasamur og hann sé. „Stundum langar mig að hætta og stundum vil ég vera hérna næstu tuttugu árin. Stundum elska ég að vera með leikmönnum mínum og stundum vil ég ekki vera með þeim. Ég þarf að bæta þetta, það verður erfitt, en núna einbeiti ég mér að næsta leik,“ sagði Amorim en United mætir næst Burnley á morgun klukkan 14. 🗣️ "Sometimes I want to quit, sometimes I want to be here for 20 years." Ruben Amorim defended his emotional reaction after Manchester United’s defeat to Grimsby Town but admitted he wants to improve how he reacts.pic.twitter.com/qbq9ts2Ncc— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 29, 2025 Hann útskýrði nánar hvers vegna hann talaði eins og hann gerði eftir tapið gegn Grimsby: „Á þessu augnabliki var ég í miklu uppnámi og mjög vonsvikinn því mér leið á undirbúningstímabilinu eins og að við værum að verða betri, stöðugri í okkar leik. Við spiluðum illa í þrjátíu mínútur gegn Fulham og eftir svona frammistöðu gegn Grimsby þá var ég vonsvikinn. En núna er komið að nýjum leik og ég einbeiti mér að honum. Ég get sagt ykkur það í fullri hreinskilni að í hvert skipti sem við höfum eða munum tapa svona í framtíðinni, þá verð ég svona. Ég ætla að segja að stundum hata ég leikmennina mína, stundum elska ég þá, stundum vil ég verja þá. Þetta er mín leið til að gera hlutina og ég verð svona. Og ég fann fyrir því að á þessari stundu hvað ég var argur og pirraður. Og ég veit að það eru margir reynslumiklir einstaklingar sem tala um hvernig ég ætti að koma fram við fjölmiðla, að vera stöðugri, að vera rólegri. Ég ætla ekki að vera þannig,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim confirms Man Utd block Kobbie Mainoo’s exit: “I want Kobbie to stay. He needs to fight for his place, and we need Kobbie. So that is not going to change”. pic.twitter.com/xxBheIv8WN— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Hann staðfesti einnig að ekki stæði til að láta miðjumanninn Kobbie Mainoo, sem verið hefur aftarlega í goggunarröðinni hjá Portúgalanum, fara frá United. „Ég vil að Kobbie sé hérna. Hann þarf að berjast fyrir sínu sæti og við þurfum Kobbie. Það er því ekki að fara að breytast.“
Enski boltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira