Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. ágúst 2025 15:52 Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu. Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. Þetta kom fram í ræðu Sævars í málflutningi málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Matthías og Lúkas eru ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bréf sent á milli einangrunarfanga Áður hefur verið fjallað um bréfið sem Sævar Þór minntist á. Myndband sem var sýnt fyrir dómi sýndi frá því þegar Lúkas kom bréfinu fyrir á útisvæði fangelsisins á Hólmsheiði, þegar þeir tveir voru í gæsluvarðhaldi og einangrun þar. Í bréfinu, sem talið er að hafi verið ætlað Matthíasi, var hann beðinn um að skipta um lögmann. „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta,“ sagði í bréfinu. „Ég hljóp aðeins á mig“ „Það var í raun ótrúleg atburðarás í kringum þetta bréf,“ sagði Sævar, sem rifjaði upp hvernig það hefði verið þegar það kom í hans hendur. Lögreglan hafi setið á þessu bréfi í einhvern tíma. Því hafi svo verið slengt fram í lok skýrslutöku. „Mínum umbjóðanda brá og mér brá líka,“ sagði Sævar Þór. „Ég get alveg viðurkennt það, ég hljóp aðeins á mig.“ Sævar viðurkenndi að hann hafi þá haft miður falleg orð um meðverjendur sína bræðurna Pál og Stefán Karl Kristjánssyni, sem verja Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson. „Feillinn þar hjá mér var að löggan var að skrifa allt niður,“ sagði Sævar. Sævar baðst afsökunar og Stefán Karl og Páll virtust kinka kolli og brosa í kampinn, líkt og þeir hefðu tekið afsökunarbeiðnina gilda. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Sævars í málflutningi málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Matthías og Lúkas eru ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bréf sent á milli einangrunarfanga Áður hefur verið fjallað um bréfið sem Sævar Þór minntist á. Myndband sem var sýnt fyrir dómi sýndi frá því þegar Lúkas kom bréfinu fyrir á útisvæði fangelsisins á Hólmsheiði, þegar þeir tveir voru í gæsluvarðhaldi og einangrun þar. Í bréfinu, sem talið er að hafi verið ætlað Matthíasi, var hann beðinn um að skipta um lögmann. „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta,“ sagði í bréfinu. „Ég hljóp aðeins á mig“ „Það var í raun ótrúleg atburðarás í kringum þetta bréf,“ sagði Sævar, sem rifjaði upp hvernig það hefði verið þegar það kom í hans hendur. Lögreglan hafi setið á þessu bréfi í einhvern tíma. Því hafi svo verið slengt fram í lok skýrslutöku. „Mínum umbjóðanda brá og mér brá líka,“ sagði Sævar Þór. „Ég get alveg viðurkennt það, ég hljóp aðeins á mig.“ Sævar viðurkenndi að hann hafi þá haft miður falleg orð um meðverjendur sína bræðurna Pál og Stefán Karl Kristjánssyni, sem verja Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson. „Feillinn þar hjá mér var að löggan var að skrifa allt niður,“ sagði Sævar. Sævar baðst afsökunar og Stefán Karl og Páll virtust kinka kolli og brosa í kampinn, líkt og þeir hefðu tekið afsökunarbeiðnina gilda.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira