Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 29. ágúst 2025 15:52 Sævar Þór Jónsson er verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar í málinu. Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, verjandi Matthíasar Björns Erlingssonar sakbornings Gufunesmálsins, viðurkenndi í ræðu sinni fyrir dómi í dag að hann hefði hlaupið á sig þegar hann sá umtalað bréf sem annar sakborningur málsins, Lúkas Geir Ingvarsson, er talinn hafa skrifað. Þetta kom fram í ræðu Sævars í málflutningi málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Matthías og Lúkas eru ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bréf sent á milli einangrunarfanga Áður hefur verið fjallað um bréfið sem Sævar Þór minntist á. Myndband sem var sýnt fyrir dómi sýndi frá því þegar Lúkas kom bréfinu fyrir á útisvæði fangelsisins á Hólmsheiði, þegar þeir tveir voru í gæsluvarðhaldi og einangrun þar. Í bréfinu, sem talið er að hafi verið ætlað Matthíasi, var hann beðinn um að skipta um lögmann. „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta,“ sagði í bréfinu. „Ég hljóp aðeins á mig“ „Það var í raun ótrúleg atburðarás í kringum þetta bréf,“ sagði Sævar, sem rifjaði upp hvernig það hefði verið þegar það kom í hans hendur. Lögreglan hafi setið á þessu bréfi í einhvern tíma. Því hafi svo verið slengt fram í lok skýrslutöku. „Mínum umbjóðanda brá og mér brá líka,“ sagði Sævar Þór. „Ég get alveg viðurkennt það, ég hljóp aðeins á mig.“ Sævar viðurkenndi að hann hafi þá haft miður falleg orð um meðverjendur sína bræðurna Pál og Stefán Karl Kristjánssyni, sem verja Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson. „Feillinn þar hjá mér var að löggan var að skrifa allt niður,“ sagði Sævar. Sævar baðst afsökunar og Stefán Karl og Páll virtust kinka kolli og brosa í kampinn, líkt og þeir hefðu tekið afsökunarbeiðnina gilda. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Sævars í málflutningi málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Matthías og Lúkas eru ákærður fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán, ásamt Stefáni Blackburn. Þeim er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Bréf sent á milli einangrunarfanga Áður hefur verið fjallað um bréfið sem Sævar Þór minntist á. Myndband sem var sýnt fyrir dómi sýndi frá því þegar Lúkas kom bréfinu fyrir á útisvæði fangelsisins á Hólmsheiði, þegar þeir tveir voru í gæsluvarðhaldi og einangrun þar. Í bréfinu, sem talið er að hafi verið ætlað Matthíasi, var hann beðinn um að skipta um lögmann. „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta,“ sagði í bréfinu. „Ég hljóp aðeins á mig“ „Það var í raun ótrúleg atburðarás í kringum þetta bréf,“ sagði Sævar, sem rifjaði upp hvernig það hefði verið þegar það kom í hans hendur. Lögreglan hafi setið á þessu bréfi í einhvern tíma. Því hafi svo verið slengt fram í lok skýrslutöku. „Mínum umbjóðanda brá og mér brá líka,“ sagði Sævar Þór. „Ég get alveg viðurkennt það, ég hljóp aðeins á mig.“ Sævar viðurkenndi að hann hafi þá haft miður falleg orð um meðverjendur sína bræðurna Pál og Stefán Karl Kristjánssyni, sem verja Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson. „Feillinn þar hjá mér var að löggan var að skrifa allt niður,“ sagði Sævar. Sævar baðst afsökunar og Stefán Karl og Páll virtust kinka kolli og brosa í kampinn, líkt og þeir hefðu tekið afsökunarbeiðnina gilda.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira