Körfubolti

„Hljóp stressið fljótt úr mér“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Orri Gunnarsson kom flottur inn á stóra sviðið og verður gaman að fylgjast með honum í dag.
Orri Gunnarsson kom flottur inn á stóra sviðið og verður gaman að fylgjast með honum í dag. vísir/hulda margrét

Orri Gunnarsson er mættur á sitt fyrsta Eurobasket og ekki bara sem farþegi heldur sem byrjunarliðsmaður í íslenska liðinu.

Orri fékk tækifærið er reynsluboltinn Haukur Helgi Pálsson meiddist skömmu fyrir mót.

„Ég hafði verið í liðinu síðan að Haukur datt út þannig að ég átti von á því að byrja. Ég var tilbúinn í þetta,“ segir Orri en viðurkennir að taugarnar hafi verið pínu þandar.

Klippa: Orri óhræddur við stóra sviðið

„Það var auðvitað smá stress en svo hljóp ég það úr mér. Þetta er það sem mig hefur dreymt um. Ég held að alla dreymi um að spila fyrir þjóð sína á stórmóti.“

„Ég er búinn að hrista af mér tapið og fókus á næsta leik. Það er ekkert hægt að hanga yfir leik sem tapaðist. Við tökum það góða með okkur í næsta leik,“ segir Orri og bætir við að andinn í hópnum sé góður.

„Hann er bara góður. Við fórum strax á vídeófund eftir leikinn og gátum ekkert verið að hanga yfir þessu tapi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×