Upp­gjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti

Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar
Vestramenn hefðu þurft sigur til að halda sér í efri hlutanum.
Vestramenn hefðu þurft sigur til að halda sér í efri hlutanum. vísir/Diego

Vestri og KR mættust á Kerecisvellinum á Ísafirði í dag fyrir framan um 250 áhorfendur sem sáu liðin skipta bróðurlega á milli sín stigunum.



Það var flott fótboltaveður í dag á Ísafirði, kannski mátt vera örlítið minni vindur, þegar KR kom í heimsókn. Bæði lið vildu tryggja sér sigur í dag, KR til að eiga möguleikann á að komast í efri hlutann og Vestri til að styrkja stöðu sína í efri hlutanum.

Það var augljóst að bæði lið ætluðu að vanda sig í dag og alls ekki tapa. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en þó fengu Vestramenn 10 hornspyrnur ef ég taldi rétt í leiknum.

Leikurinn byrjaði rólega og héldu KR meira boltanum í byrjun, svo var það á 18. mín að Túfa stangaði boltanum í netið eftir góða hornspyrnu frá Montiel.

Eftir það datt leikurinn aftur niður og róaðist allt þar til á 32. mín þegar Gunnar Jónas fékk gott færi sem hann lét Halldór í marki KR verja frá sér.

Það var svo rétt fyrir hálfleik að Aron Þórður skorar sitt fyrsta mark í sumar með stórglæsilegu marki. Eftir smá klafs í teignum að þá berst boltinn út til hans fyrir utan teig, hann neglir honum í fjærhornið þar sem Guy á ekki möguleika á að ná honum.

1-1 í hálfleik.

Það gerðist lítið í seinni hálfleik, fyrir utan dauðafærið sem Túfa kom sér í. Honum hefði dugað að leggja boltann bara framhjá Halldóri en lætur verja frá sér, fær boltann aftur og varnarmaður kemst fyrir hann.

Lítið annað gerðist í seinni og endaði þetta eftir sex mín uppbót með skiptingu stiganna.

Atvik leiksins

Vestri fékk tvo góð færi sem þeir hefðu átt að skora úr, allavega alltaf færið hjá Túfa í seinni.

Stjörnur og skúrkar

Montiel var frábær í dag eins og flesta aðra daga. Átti stoðsendingu í dag og stóð sig bara heilt yfir mjög vel.

Dómararnir

Bara flottur leikur í dag hjá dómurum leiksins sem gerðu engar skissur og maður tók varla eftir þeim.

Stemingin og umgjörð

Fínt veður, smá vindur. Allir ennþá í skýjunum eftir bikarúrslitin.

Davíð Smári: „Fótboltaguðirnir gefa og fótboltaguðirnir taka”

Davíð Smári, þjálfari Vestra.vísir/Anton



Davíð Smári var þokkalega sáttur með stigið í dag en samt ekki. Ósáttur við að menn skyldu ekki nýta færin sín og var sjáanlega pínu pirraður með feng dagsins, eitt stig, þar sem það slær örlög Vestra úr þeirra höndum, Þeir þurfi að treysta á önnur úrslit í lokaumferðinni til að komast í efri hlutann.

„Mér fannst þetta fínn leikur af okkar hendi, KRingar fengu eitt færi og skora úr því. Varla hægt að segja færi. Ég er bara þokkalega, get ekki sáttur en æji, ég vildi klára þennan leik. Hafa þetta í okkar höndum, sem tókst ekki í dag” sagði Davíð sem horfir nú fram á veginn og virðir stigið sem eru öll mikilvæg í þessari deild.

„Við hefðum þurft að halda betur í boltann og skapa eitthvað meira með boltann, enn við áttum bara töluvert hættulegri færi en náum ekki að nýta þau. Jeppe og Duah áttu færi.” Bætti Davíð við sem er farinn að horfa til næsta leiks gegn KA, menn þurfi að æfa vel og vera tilbúnir í þann leik eftir smá pásu.



Að lokum var Davíð spurður hvort það væri ekki aðeins meira svekkelsi með úrslitin þar sem aðrir leikir fóru þannig að Vestri missir þetta úr sínum höndum?

„Fótboltaguðirnir gefa og fótboltaguðirnir taka, kannski gefa þeir í næstu umferð ef við gerðum okkar. Það er bara næsti leikur og við þurfum að spila hann vel”

„Það vantaði upp á jafnvægi, það vantaði upp á takt og það vantaði upp á gæðin”

Óskar Hrafn talaði hreint út að leik loknum.Vísir/Diego



„Ég veit það ekki maður, að mörgu leyti er ég stoltur af liðinu. Mér líður eins og á einhverjum tímapunkti í sumar hefðum við tapað svona leik þar sem það komu t.d. 3-4 hornspyrnur í röð og hefðum gefið eftir fyrr í sumar” sagði Óskar þegar hann var spurðu um fyrstu viðbrögð eftir leik.

KR var án tveggja sterkra leikmanna í dag, þeim Aroni Sig og Eiðs Gauta og fannst Óskari að það væri bersýnilegt gegn sterku varnarliði eins og Vestra. “Það verður erfitt að opna jafn skipulagt lið og Vestra en á síðustu tuttugu fórum við að vera hættulegri. En við munum ekki kvarta yfir þessu stigi í dag” sagði Óskar sem saknaði klárlega þessara tveggja í dag og fann fyrir því að þegar sínir menn voru komnir úr vörninni að þá hefðu þeir ekki tenginguna við þessi gæði sem þeir bjóða upp á. Þeirra einstaklingsgæði.

Spurður út í skiptinguna að þá segist Óskar bara vera „bjartsýnn, alltaf bjartsýnn maður og glasið alltaf fullt hjá honum. Framundan eru sex leikja mót með fyrsta leik við Víking og svo fimm leikir gegn góðum liðum”

Þeir væru í dag án sinna lykilmanna og þá sæju aðrir bara hvar þeir stæðu og hvað þyrfti að gera.

Vonandi verði Luke, Eiður Gauti og Aron tilbúnir fyrir leikinn gegn Víking en þeir vinni bara með það sem þeir fá.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira