Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 06:18 Lyfjasalinn er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og gamall vinur Guðlaugs Þórs. Hann hefur verið á þingi í minna en ár. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Guðrún tilkynnti seint í gærkvöldi að hún ætlaði í dag, laugardag, að tilkynna hvern hún vildi velja sem næsta þingflokksformann. Hrókerað í valdatafli Þessar breytingar gerast í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingflokksformaður, sagði óvænt af sér sem slíkur en hún hafði gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Ekki liggur fyrir hvenær þingflokkur muni greiða atkvæði um kjör Ólafs í stöðuna. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur upp á síðkastið þrátt fyrir breytingar eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur af býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og má lítið við klofningi. Tryggðarvinur Guðlaugs Þórs Óhætt er að segja að Ólafur, sem er lyfjafræðingur að mennt, sé meðal dyggustu stuðningsmanna Guðrúnar innan þingflokksins. Því til marks má nefna að hann var eini sitjandi þingmaðurinn sem fylkti sér að baki Guðrúnu þegar hún bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Af framboðsfundi Guðrúnar. Hægra megin við hana má sjá Ólaf.SYN Ólafur hefur auk þess verið vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar síðan tvímenningarnir voru saman í Menntaskólanum á Akureyri, eins og hann skrifaði um í skoðanagrein sem hann í Morgunblaðið til stuðnings Guðlaugi árið 2012. Guðrún þykir almennt hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en Guðlaugur hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/ívar Ólafur, sem er fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Akraneskaupstað, hefur litla reynslu af þingstörfum enda aðeins setið á Alþingi síðan í byrjun árs 2025. Í síðustu kosningum náði hann aftur á móti þeim árangri að hreppa fyrsta þingsæti norðvesturkjördæmis, sem Framsóknarmenn hafa yfirleitt haft. Guðrún og Ólafur eiga það sameiginlegt að koma úr atvinnulífinu en hann rak lengi Apótek Vesturlands, sem hann á enn auk Reykjavíkur Apóteks og Mollis. Auk þess var Ólafur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði meðal annars fyrir landsliðið. Ekki náðist í Ólaf Adolfsson við gerð fréttar og ekki heldur aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Guðrún tilkynnti seint í gærkvöldi að hún ætlaði í dag, laugardag, að tilkynna hvern hún vildi velja sem næsta þingflokksformann. Hrókerað í valdatafli Þessar breytingar gerast í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingflokksformaður, sagði óvænt af sér sem slíkur en hún hafði gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Ekki liggur fyrir hvenær þingflokkur muni greiða atkvæði um kjör Ólafs í stöðuna. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur upp á síðkastið þrátt fyrir breytingar eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur af býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og má lítið við klofningi. Tryggðarvinur Guðlaugs Þórs Óhætt er að segja að Ólafur, sem er lyfjafræðingur að mennt, sé meðal dyggustu stuðningsmanna Guðrúnar innan þingflokksins. Því til marks má nefna að hann var eini sitjandi þingmaðurinn sem fylkti sér að baki Guðrúnu þegar hún bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Af framboðsfundi Guðrúnar. Hægra megin við hana má sjá Ólaf.SYN Ólafur hefur auk þess verið vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar síðan tvímenningarnir voru saman í Menntaskólanum á Akureyri, eins og hann skrifaði um í skoðanagrein sem hann í Morgunblaðið til stuðnings Guðlaugi árið 2012. Guðrún þykir almennt hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en Guðlaugur hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/ívar Ólafur, sem er fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Akraneskaupstað, hefur litla reynslu af þingstörfum enda aðeins setið á Alþingi síðan í byrjun árs 2025. Í síðustu kosningum náði hann aftur á móti þeim árangri að hreppa fyrsta þingsæti norðvesturkjördæmis, sem Framsóknarmenn hafa yfirleitt haft. Guðrún og Ólafur eiga það sameiginlegt að koma úr atvinnulífinu en hann rak lengi Apótek Vesturlands, sem hann á enn auk Reykjavíkur Apóteks og Mollis. Auk þess var Ólafur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði meðal annars fyrir landsliðið. Ekki náðist í Ólaf Adolfsson við gerð fréttar og ekki heldur aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira