Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2025 09:57 Ólafur Þór Hauksson og Jón Óttar Ólafsson. Vísir Starfsmaður Héraðssaksóknara sem er með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða, vann um árabil á sama tíma fyrir bæði Sérstakan saksóknara og svo Héraðssaksóknara og PPP. Hann er tölvusérfræðingur, heitir Heiðar Þór Guðnason, og vinnur enn hjá Héraðssaksóknara. Hann var kallaður til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Suðurlandi í sumar, sem fer með rannsókn á því hvernig gögnum var lekið frá embætti sérstaks saksóknara til PPP. Í frétt Morgunblaðsins segir að Heiðar Þór hafi unnið fyrir Opin kerfi og verið verktaki hjá sérstökum saksóknara. Hann hafi þó verið ráðinn þangað í fulla vinnu í árslok 2012. Þá segir í frétt Mbl að miðillinn hafi heimildir fyrir því að hann sé ekki í leyfi, þótt hann hafi stöðu sakbornings hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sjá einnig: Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Málið má rekja til þess að í vor var fjallað um það í Kveik á Rúv að tveir fyrrverandi starfsmenn saksóknaraembættisins, þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson, hafi hætt hjá embættinu í lok árs 2011 og stofnað njósnafyrirtækið PPP sf. Voru þeir taldir hafa stolið gögnum frá embættinu. Kært var fyrir þennan meinta stuld en málið var fellt niður af Ríkissaksóknara. „Þetta var fyrir opnum tjöldum“ Í viðtali við Frosta Logason á Brotkasti í maí sagði Jón Óttar frá því að Heiðar Þór hefði unnið fyrir bæði PPP og sérstakan saksóknara fyrir opnum tjöldum. „Við vorum að vinna fyrir Ólaf sjálfan og þetta vissu allir, þetta var fyrir opnum tjöldum. Og ekkert leyndarmál. Tölvumaðurinn sem vann fyrir PPP var Heiðar Þór Guðnason aðaltölvumaðurinn hjá Sérstökum saksóknara. IT-gaur. Hann sá ekki bara um tölvukerfið heldur gögnin,“ sagði Jón Óttar í maí og sagði að Heiðar Þór gerði það enn. Hann sagði Heiðar Þór hafa verið aðaltæknimanninn í tölvukerfi sem allir hafi notað til að rannsaka tölvupósta. Hann hafi séð um öll þau gögn og það sem meira var, hann hafði aðgengi að öllum tölvum. Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. 30. júní 2025 11:29 Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag. 13. júní 2025 06:27 Krefur Ríkisútvarpið um leiðréttingu Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent Ríkisútvarpinu formlega beiðni um leiðréttingu á meintum rangfærslum sem voru viðhafðar í þætti Kveiks á RÚV þann 29. apríl síðastliðinn, og hafi síðan verið endurteknar í öðrum miðlum. 4. júní 2025 12:43 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Hann var kallaður til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Suðurlandi í sumar, sem fer með rannsókn á því hvernig gögnum var lekið frá embætti sérstaks saksóknara til PPP. Í frétt Morgunblaðsins segir að Heiðar Þór hafi unnið fyrir Opin kerfi og verið verktaki hjá sérstökum saksóknara. Hann hafi þó verið ráðinn þangað í fulla vinnu í árslok 2012. Þá segir í frétt Mbl að miðillinn hafi heimildir fyrir því að hann sé ekki í leyfi, þótt hann hafi stöðu sakbornings hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Sjá einnig: Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Málið má rekja til þess að í vor var fjallað um það í Kveik á Rúv að tveir fyrrverandi starfsmenn saksóknaraembættisins, þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson, hafi hætt hjá embættinu í lok árs 2011 og stofnað njósnafyrirtækið PPP sf. Voru þeir taldir hafa stolið gögnum frá embættinu. Kært var fyrir þennan meinta stuld en málið var fellt niður af Ríkissaksóknara. „Þetta var fyrir opnum tjöldum“ Í viðtali við Frosta Logason á Brotkasti í maí sagði Jón Óttar frá því að Heiðar Þór hefði unnið fyrir bæði PPP og sérstakan saksóknara fyrir opnum tjöldum. „Við vorum að vinna fyrir Ólaf sjálfan og þetta vissu allir, þetta var fyrir opnum tjöldum. Og ekkert leyndarmál. Tölvumaðurinn sem vann fyrir PPP var Heiðar Þór Guðnason aðaltölvumaðurinn hjá Sérstökum saksóknara. IT-gaur. Hann sá ekki bara um tölvukerfið heldur gögnin,“ sagði Jón Óttar í maí og sagði að Heiðar Þór gerði það enn. Hann sagði Heiðar Þór hafa verið aðaltæknimanninn í tölvukerfi sem allir hafi notað til að rannsaka tölvupósta. Hann hafi séð um öll þau gögn og það sem meira var, hann hafði aðgengi að öllum tölvum.
Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. 30. júní 2025 11:29 Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag. 13. júní 2025 06:27 Krefur Ríkisútvarpið um leiðréttingu Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent Ríkisútvarpinu formlega beiðni um leiðréttingu á meintum rangfærslum sem voru viðhafðar í þætti Kveiks á RÚV þann 29. apríl síðastliðinn, og hafi síðan verið endurteknar í öðrum miðlum. 4. júní 2025 12:43 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. 30. júní 2025 11:29
Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag. 13. júní 2025 06:27
Krefur Ríkisútvarpið um leiðréttingu Björgólfur Thor Björgólfsson hefur sent Ríkisútvarpinu formlega beiðni um leiðréttingu á meintum rangfærslum sem voru viðhafðar í þætti Kveiks á RÚV þann 29. apríl síðastliðinn, og hafi síðan verið endurteknar í öðrum miðlum. 4. júní 2025 12:43